Erlent

Erdogan biður Trump um aðstoð

atli ísleifsson skrifar
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti.
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti. Vísir/AFP
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur beðið Donald Trump Bandaríkjaforseta um aðstoð í baráttunni gegn klerknum Fethullah Gülen og samstarfsmönnum hans.

Tyrklandsstjórn sakar Gülen, sem er í útlegð í Bandaríkjunum, um að bera ábyrgð á misheppnaðri valdaránstilraun í Tyrklandi síðasta sumar.

Þeir Erdogan og Trump ræddu saman í síma í nótt, en í frétt SVT kemur fram að þeir hafi einnig rætt um að skapa svokölluð „örugg svæði“ í Sýrlandi.

Þá ætli Bandaríkjaher, ásamt þeim tyrkneska, að vinna saman að því að hrekja liðsmenn ISIS frá borgunum Bab og Raqqa.

Erdogan á jafnframt að hafa beðið Bandaríkjastjórn að hætta stuðningi sínum við kúrdísku uppreisnarhópana YPG.

Mike Pompeo, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, hyggst fara til Tyrklands á morgun þar sem hann mun ræða við fulltrúa Tyrklandsstjórnar, meðal annars um YPG og hreyfingu Gülen.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×