Körfubolti

Martin stigahæstur á vellinum í endurkomusigri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Martin skoraði 28 stig.
Martin skoraði 28 stig. vísir/bára dröfn
Martin Hermannsson skoraði 28 stig þegar Charleville-Mézières vann fimm stiga sigur, 80-85, á Saint-Quentin í frönsku B-deildinni í kvöld. Charleville-Mézières er í 3. sæti deildarinnar.

Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit en staðan var 75-75 að loknum venjulegum leiktíma.

Martin og félagar voru 13 stigum undir, 68-55, fyrir fjórða og síðasta leikhlutann sem þeir unnu 20-7. Charleville-Mézières kláraði svo framlenginguna 10-5.

Martin var stigahæstur allra á vellinum. Hann tók einnig sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Íslenski landsliðsmaðurinn hitti úr sjö af 16 skotum sínum utan af velli og kláraði 11 af 13 vítum sínum.

Haukur Helgi Pálsson og félagar í Rouen unnu flottan sigur á Saint-Chamond, 76-84. Rouen tryggði sér sigurinn með góðum endaspretti en liðið vann 4. leikhlutann 26-15.

Haukur Helgi skilaði 10 stigum, fjórum fráköstum og þremur stoðsendingum á 24 mínútum.

Með sigrinum fór Rouen upp úr fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×