„Alltaf einhverjar mögulegar vísbendingar sem detta inn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. janúar 2017 14:26 Frá leitinni að Birnu í dag. vísir Hjálmar Örn Guðmarsson í aðgerðastjórn Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu segir að leit að Birnu Brjánsdóttur hafi gengið þokkalega það sem af er degi. Hún hefur hins vegar ekki enn skilað þeim árangri að hægt sé að þrengja leitarsvæðið en nú eru leitarhópar úti um allt Reykjanes og í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. „Það er mjög mikið af sveitum úti, yfir 500 einstaklingar sem eru úti að leita eða sinna þjónustu í húsi. Það er í raun öllu tjaldað til hvað varðar mannskap, bíla, fjórhjól, hunda og svo framvegis,“ segir Hjálmar í samtali við Vísi en björgunarsveitarmenn af öllu landinu koma að leitinni.Tímafrekt og krefst mikillar einbeitingar Þrátt fyrir að ekki hafi verið hægt að þrengja leitarsvæðið hafa leitarmenn fundið ýmislegt. Ekki er þó hægt að fullyrða að neitt af því tengist hvarfi Birnu. „Í svona leit þá eru alltaf einhverjar mögulegar vísbendingar sem detta inn, það er að segja hlutir sem finnast. Svo er það bara kannað hjá lögreglu hvort það megi rekja til hennar og ef svo er talið þá er haldið áfram með. Að öðru leyti er það sett til hliðar og haldið áfram. Þannig að í sumum tilfellum getur þetta verið seinlegt ferli ef við erum að vinna á svæði þar sem getur verið mikið af upplýsingum. Þetta er því tímafrekt og krefst mikillar einbeitingar,“ segir Hjálmar.Þjóðin stendur öll á bak við leitina að Birnu Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að leitað verði fram í myrkur og staðan þá metin. Ef leitin skilar ekki árangri í dag verður áfram leitað á morgun. Hann segir lögregluna gríðarlega þakkláta fyrir starf björgunarsveitanna í tengslum við hvarf Birnu. „Við höfum hingað til verið með um 300 manns í stórum leitum þannig að þetta er næstum því tvöfalt fleiri en það nú. Við hérna á höfuðborgarsvæðinu erum gríðarlega þakklát fyrir þennan stuðning og þetta viðbragð. Það sýnir sig síðan hvað þjóðin stendur öll á bak við þessa leit að það eru ógrynni af fyrirtæki og einstaklingum sem eru að koma og gefa mat fyrir leitarliðið, og við erum að fá beiðnir frá fólki um að aðstoða á einhvern hátt þó að það sé ekki endilega að leita. Maður er bara hrærður fyrir allan þennan stuðning sem maður er að fá,“ segir Ásgeir. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Umfangsmesta leit sögunnar: Fimm hundruð björgunarsveitarmenn leita að Birnu Alls munu um 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur í dag. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að þetta sé umfangsmesta leit sem félagið hefur skipulagt. 21. janúar 2017 08:11 Leyfir sér að vera vongóður um að Birna finnist í dag Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókn lögreglunnar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem hefur verið saknað í heila viku, kveðst vongóður um að umfangsmikil leit sem hófst í morgun og standa mun í allan dag skili því að Birna finnist. 21. janúar 2017 11:50 Leitin að Birnu: Stefna á að leysa 2000 verkefni um helgina Þorsteinn G. Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir þetta umfangsmestu leit sem Landsbjörg hefur farið í. Björgunarsveitarfólk eru um 500 talsins. Lagt verður áherslu á svæði frá Borgarnesi að Selfossi og allan Reykjanesskagann. Áherslan er fyrst of fremst lögð á vegi og vegaslóða á þessu svæði. 21. janúar 2017 10:01 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Hjálmar Örn Guðmarsson í aðgerðastjórn Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu segir að leit að Birnu Brjánsdóttur hafi gengið þokkalega það sem af er degi. Hún hefur hins vegar ekki enn skilað þeim árangri að hægt sé að þrengja leitarsvæðið en nú eru leitarhópar úti um allt Reykjanes og í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. „Það er mjög mikið af sveitum úti, yfir 500 einstaklingar sem eru úti að leita eða sinna þjónustu í húsi. Það er í raun öllu tjaldað til hvað varðar mannskap, bíla, fjórhjól, hunda og svo framvegis,“ segir Hjálmar í samtali við Vísi en björgunarsveitarmenn af öllu landinu koma að leitinni.Tímafrekt og krefst mikillar einbeitingar Þrátt fyrir að ekki hafi verið hægt að þrengja leitarsvæðið hafa leitarmenn fundið ýmislegt. Ekki er þó hægt að fullyrða að neitt af því tengist hvarfi Birnu. „Í svona leit þá eru alltaf einhverjar mögulegar vísbendingar sem detta inn, það er að segja hlutir sem finnast. Svo er það bara kannað hjá lögreglu hvort það megi rekja til hennar og ef svo er talið þá er haldið áfram með. Að öðru leyti er það sett til hliðar og haldið áfram. Þannig að í sumum tilfellum getur þetta verið seinlegt ferli ef við erum að vinna á svæði þar sem getur verið mikið af upplýsingum. Þetta er því tímafrekt og krefst mikillar einbeitingar,“ segir Hjálmar.Þjóðin stendur öll á bak við leitina að Birnu Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að leitað verði fram í myrkur og staðan þá metin. Ef leitin skilar ekki árangri í dag verður áfram leitað á morgun. Hann segir lögregluna gríðarlega þakkláta fyrir starf björgunarsveitanna í tengslum við hvarf Birnu. „Við höfum hingað til verið með um 300 manns í stórum leitum þannig að þetta er næstum því tvöfalt fleiri en það nú. Við hérna á höfuðborgarsvæðinu erum gríðarlega þakklát fyrir þennan stuðning og þetta viðbragð. Það sýnir sig síðan hvað þjóðin stendur öll á bak við þessa leit að það eru ógrynni af fyrirtæki og einstaklingum sem eru að koma og gefa mat fyrir leitarliðið, og við erum að fá beiðnir frá fólki um að aðstoða á einhvern hátt þó að það sé ekki endilega að leita. Maður er bara hrærður fyrir allan þennan stuðning sem maður er að fá,“ segir Ásgeir.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Umfangsmesta leit sögunnar: Fimm hundruð björgunarsveitarmenn leita að Birnu Alls munu um 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur í dag. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að þetta sé umfangsmesta leit sem félagið hefur skipulagt. 21. janúar 2017 08:11 Leyfir sér að vera vongóður um að Birna finnist í dag Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókn lögreglunnar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem hefur verið saknað í heila viku, kveðst vongóður um að umfangsmikil leit sem hófst í morgun og standa mun í allan dag skili því að Birna finnist. 21. janúar 2017 11:50 Leitin að Birnu: Stefna á að leysa 2000 verkefni um helgina Þorsteinn G. Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir þetta umfangsmestu leit sem Landsbjörg hefur farið í. Björgunarsveitarfólk eru um 500 talsins. Lagt verður áherslu á svæði frá Borgarnesi að Selfossi og allan Reykjanesskagann. Áherslan er fyrst of fremst lögð á vegi og vegaslóða á þessu svæði. 21. janúar 2017 10:01 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Umfangsmesta leit sögunnar: Fimm hundruð björgunarsveitarmenn leita að Birnu Alls munu um 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur í dag. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að þetta sé umfangsmesta leit sem félagið hefur skipulagt. 21. janúar 2017 08:11
Leyfir sér að vera vongóður um að Birna finnist í dag Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókn lögreglunnar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem hefur verið saknað í heila viku, kveðst vongóður um að umfangsmikil leit sem hófst í morgun og standa mun í allan dag skili því að Birna finnist. 21. janúar 2017 11:50
Leitin að Birnu: Stefna á að leysa 2000 verkefni um helgina Þorsteinn G. Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir þetta umfangsmestu leit sem Landsbjörg hefur farið í. Björgunarsveitarfólk eru um 500 talsins. Lagt verður áherslu á svæði frá Borgarnesi að Selfossi og allan Reykjanesskagann. Áherslan er fyrst of fremst lögð á vegi og vegaslóða á þessu svæði. 21. janúar 2017 10:01