Lífsýni úr bílnum er úr Birnu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2017 11:45 Bíllinn var dreginn af bílastæði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag. vísir Rannsókn á lífsýni úr rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla lagði hald á í Kópavogi í liðinni viku í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur sýnir að lífsýnið er hennar. Lögreglan telur því að fyrir liggi staðfesting á því að Birna hafi verið í bifreiðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Grími Grímssyni, yfirlögregluþjóni sem stýrir rannsókninni á hvarfinu. Tilkynningin er eftirfarandi:Svo sem kunnugt er lagði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hald á rauða Kia Rio bifreið vegna rannsóknar málsins. Lífsýni úr bifreiðinni voru send utan til rannsóknar og liggur nú fyrir niðurstaða þeirrar rannsóknar þess efnis að lífsýnið er úr Birnu Brjánsdóttur og telur lögregla því að fyrir liggi staðfesting á því að hún hafi verið í bifreiðinni. Gengið er út frá því við rannsókn málsins að um sé að ræða sama bíl og sést í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 á sama tíma og Birna hverfur úr þeim vélum. Telur lögregla að Birna hafi farið upp í bílinn við Laugaveg. Tveir skipverjar af grænlenska togaranum Polar Nanoq sitja í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að hvarfi Birnu. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að skipverji af togaranum hafi verið með rauðu Kia Rio-bifreiðina sem haldlögð var á leigu á þeim tíma sem Birna hvarf. Fréttin var síðast uppfærð 11:57. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Ekki hægt að fullyrða að slökkt hafi verið handvirkt á síma Birnu Lögreglan getur ekki lengur fullyrt að slökkt hafi verið handvirkt á farsíma Birnu Brjánsdóttur við Flathraun í Hafnarfirði eins og áður var talið. 21. janúar 2017 18:30 Lögreglan engu nær um ferðir rauða bílsins á laugardagsmorgun Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna engu nær um ferðir rauða Kia Rio-bílsins á laugardagsmorgun milli klukkan 7 og 11:30. Á föstudag óskaði lögregla eftir myndefni úr bílum sem voru á ferð á þessum tíma á stóru svæði á suðvesturhorninu. 22. janúar 2017 10:31 Mikil einurð og samkennd í hópi björgunarsveitarmanna sem halda aftur til leitar að Birnu Á milli 400 og 500 björgunarsveitarmenn munu í dag halda áfram að leita að Birnu Brjánsdóttur og vísbendingum um hvar hana gæti verið að finna. Birnu hefur verið saknað í rúma viku, eða síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Leitin hefst um klukkan níu. 22. janúar 2017 08:57 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Rannsókn á lífsýni úr rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla lagði hald á í Kópavogi í liðinni viku í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur sýnir að lífsýnið er hennar. Lögreglan telur því að fyrir liggi staðfesting á því að Birna hafi verið í bifreiðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Grími Grímssyni, yfirlögregluþjóni sem stýrir rannsókninni á hvarfinu. Tilkynningin er eftirfarandi:Svo sem kunnugt er lagði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hald á rauða Kia Rio bifreið vegna rannsóknar málsins. Lífsýni úr bifreiðinni voru send utan til rannsóknar og liggur nú fyrir niðurstaða þeirrar rannsóknar þess efnis að lífsýnið er úr Birnu Brjánsdóttur og telur lögregla því að fyrir liggi staðfesting á því að hún hafi verið í bifreiðinni. Gengið er út frá því við rannsókn málsins að um sé að ræða sama bíl og sést í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 á sama tíma og Birna hverfur úr þeim vélum. Telur lögregla að Birna hafi farið upp í bílinn við Laugaveg. Tveir skipverjar af grænlenska togaranum Polar Nanoq sitja í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að hvarfi Birnu. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að skipverji af togaranum hafi verið með rauðu Kia Rio-bifreiðina sem haldlögð var á leigu á þeim tíma sem Birna hvarf. Fréttin var síðast uppfærð 11:57.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Ekki hægt að fullyrða að slökkt hafi verið handvirkt á síma Birnu Lögreglan getur ekki lengur fullyrt að slökkt hafi verið handvirkt á farsíma Birnu Brjánsdóttur við Flathraun í Hafnarfirði eins og áður var talið. 21. janúar 2017 18:30 Lögreglan engu nær um ferðir rauða bílsins á laugardagsmorgun Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna engu nær um ferðir rauða Kia Rio-bílsins á laugardagsmorgun milli klukkan 7 og 11:30. Á föstudag óskaði lögregla eftir myndefni úr bílum sem voru á ferð á þessum tíma á stóru svæði á suðvesturhorninu. 22. janúar 2017 10:31 Mikil einurð og samkennd í hópi björgunarsveitarmanna sem halda aftur til leitar að Birnu Á milli 400 og 500 björgunarsveitarmenn munu í dag halda áfram að leita að Birnu Brjánsdóttur og vísbendingum um hvar hana gæti verið að finna. Birnu hefur verið saknað í rúma viku, eða síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Leitin hefst um klukkan níu. 22. janúar 2017 08:57 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Ekki hægt að fullyrða að slökkt hafi verið handvirkt á síma Birnu Lögreglan getur ekki lengur fullyrt að slökkt hafi verið handvirkt á farsíma Birnu Brjánsdóttur við Flathraun í Hafnarfirði eins og áður var talið. 21. janúar 2017 18:30
Lögreglan engu nær um ferðir rauða bílsins á laugardagsmorgun Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna engu nær um ferðir rauða Kia Rio-bílsins á laugardagsmorgun milli klukkan 7 og 11:30. Á föstudag óskaði lögregla eftir myndefni úr bílum sem voru á ferð á þessum tíma á stóru svæði á suðvesturhorninu. 22. janúar 2017 10:31
Mikil einurð og samkennd í hópi björgunarsveitarmanna sem halda aftur til leitar að Birnu Á milli 400 og 500 björgunarsveitarmenn munu í dag halda áfram að leita að Birnu Brjánsdóttur og vísbendingum um hvar hana gæti verið að finna. Birnu hefur verið saknað í rúma viku, eða síðan á aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Leitin hefst um klukkan níu. 22. janúar 2017 08:57