Hundruð minntust Birnu í Nuuk: „Þetta var mjög hjartnæm stund“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. janúar 2017 23:42 Frá athöfninni við hús ræðismannsins í Nuuk í kvöld. Erik Jensen Íbúar í Nuuk, höfuðborg Grænlands, komu saman við hús ræðismanns Íslands klukkan 19 að staðartíma í kvöld til að minnast Birnu Brjánsdóttur. Lík Birnu fannst við Selvogsvita um klukkan eitt í dag en það var áhöfnin á TF-LÍF sem rak augun í það á flugi um strandlengjuna á suðvesturhorninu. Skipverjar frá Grænlandi eru sterklega grunaðir um að hafa ráðið henni bana. Erik Jensen, íbúi í Nuuk, var einn þeirra sem mætti og kveikti á kerti til minningar um Birnu í Nuuk í kvöld. „Þetta var mjög hjartnæm stund fyrir utan hús ræðismannsins,“ segir Erik í samtali við Vísi en Birnu var minnst víða á Grænlandi í kvöld. Sjá einnig: Hvetur foreldra til að ræða við börn sín um Birnu Hann segir erfitt að átta sig á því hve margir mættu en í það minnsta nokkuð hundruð. Afar kalt sé í bænum og mikill og kaldur vindur. En samhugurinn hafi verið mikill og fólk hugsi til Birnu, fjölskyldu hennar og íslensku þjóðarinnar. Frá minningarstund í Vatnsmýrinni í kvöld.Vísir/Anton Brink Erik segir að Grænlendingar hafi, frá því þeir fréttu af hvarfi Birnu, verið mjög áhyggjufullir. Því hafi fylgt skömm í ljósi þess að þeir sem grunaðir eru um alvarleg brot séu frá Grænlandi. Íslendingar minnast Birnu sömuleiðis og óhætt að nota orðið þjóðarsorg í því samhengi enda fátt annað í huga fólks undanfarna viku en leitin að stúlkunni tvítugu. Margir hafa kveikt á kertum í kvöld og kom fólk meðal annars saman við Norræna húsið í kvöld og minntist Birnu. Þá hafa komið fram tillögur um að þjóðin sameinist á morgun, kaupi kerti til styrktar björgunarsveitunum og kveiki á þeim í skammdeginu annað kvöld og minnist Birnu. Fram hefur komið að Rauði krossinn er með aðstandendur Birnu í handleiðslu og minna á Hjálparsímann, 1717. Að neðan má sjá myndir sem Erik tók í Nuuk í kvöld. Kveikt var á kertum til að minnast Birnu.Erik JensenAfar kalt og hvasst er í Nuuk en það stöðvaði ekki hundruð heimamanna sem minntust Birnu.Erik JensenGrænlendingar hugsa til aðstandenda Birnu og íslensku þjóðarinnar.Erik Jensen Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Norrænir miðlar greina frá líkfundinum Erlendir miðlar eru þegar farnir að greina frá nýjustu vendingum í máli Birnu Brjánsdóttur, sem talið er með nokkurri vissu að hafi fundist látin við Selvogsvita í dag. 22. janúar 2017 18:30 Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40 Mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín um Birnu Séra Vigfús Bjarni Albertsson segir að það sé mikilvægt að börn fái upplýsingar um mál Birnu Brjánsdóttur frá foreldrum sínum en ekki annarsstaðar frá þar sem þau muni alltaf geta í eyðurnar. 22. janúar 2017 20:46 Óku rauða bílnum um 300 kílómetra á einum sólarhring Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur sem talið er að hafi fundist látin í dag, segir að rauða Kio Rio-bílnum hafi verið ekið samtals um 300 kílómetra á þeim sólarhring sem skipverji af grænlenska togaranum Polar Nanoq var með bílinn á leigu. 22. janúar 2017 19:20 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Sjá meira
Íbúar í Nuuk, höfuðborg Grænlands, komu saman við hús ræðismanns Íslands klukkan 19 að staðartíma í kvöld til að minnast Birnu Brjánsdóttur. Lík Birnu fannst við Selvogsvita um klukkan eitt í dag en það var áhöfnin á TF-LÍF sem rak augun í það á flugi um strandlengjuna á suðvesturhorninu. Skipverjar frá Grænlandi eru sterklega grunaðir um að hafa ráðið henni bana. Erik Jensen, íbúi í Nuuk, var einn þeirra sem mætti og kveikti á kerti til minningar um Birnu í Nuuk í kvöld. „Þetta var mjög hjartnæm stund fyrir utan hús ræðismannsins,“ segir Erik í samtali við Vísi en Birnu var minnst víða á Grænlandi í kvöld. Sjá einnig: Hvetur foreldra til að ræða við börn sín um Birnu Hann segir erfitt að átta sig á því hve margir mættu en í það minnsta nokkuð hundruð. Afar kalt sé í bænum og mikill og kaldur vindur. En samhugurinn hafi verið mikill og fólk hugsi til Birnu, fjölskyldu hennar og íslensku þjóðarinnar. Frá minningarstund í Vatnsmýrinni í kvöld.Vísir/Anton Brink Erik segir að Grænlendingar hafi, frá því þeir fréttu af hvarfi Birnu, verið mjög áhyggjufullir. Því hafi fylgt skömm í ljósi þess að þeir sem grunaðir eru um alvarleg brot séu frá Grænlandi. Íslendingar minnast Birnu sömuleiðis og óhætt að nota orðið þjóðarsorg í því samhengi enda fátt annað í huga fólks undanfarna viku en leitin að stúlkunni tvítugu. Margir hafa kveikt á kertum í kvöld og kom fólk meðal annars saman við Norræna húsið í kvöld og minntist Birnu. Þá hafa komið fram tillögur um að þjóðin sameinist á morgun, kaupi kerti til styrktar björgunarsveitunum og kveiki á þeim í skammdeginu annað kvöld og minnist Birnu. Fram hefur komið að Rauði krossinn er með aðstandendur Birnu í handleiðslu og minna á Hjálparsímann, 1717. Að neðan má sjá myndir sem Erik tók í Nuuk í kvöld. Kveikt var á kertum til að minnast Birnu.Erik JensenAfar kalt og hvasst er í Nuuk en það stöðvaði ekki hundruð heimamanna sem minntust Birnu.Erik JensenGrænlendingar hugsa til aðstandenda Birnu og íslensku þjóðarinnar.Erik Jensen
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Norrænir miðlar greina frá líkfundinum Erlendir miðlar eru þegar farnir að greina frá nýjustu vendingum í máli Birnu Brjánsdóttur, sem talið er með nokkurri vissu að hafi fundist látin við Selvogsvita í dag. 22. janúar 2017 18:30 Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40 Mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín um Birnu Séra Vigfús Bjarni Albertsson segir að það sé mikilvægt að börn fái upplýsingar um mál Birnu Brjánsdóttur frá foreldrum sínum en ekki annarsstaðar frá þar sem þau muni alltaf geta í eyðurnar. 22. janúar 2017 20:46 Óku rauða bílnum um 300 kílómetra á einum sólarhring Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur sem talið er að hafi fundist látin í dag, segir að rauða Kio Rio-bílnum hafi verið ekið samtals um 300 kílómetra á þeim sólarhring sem skipverji af grænlenska togaranum Polar Nanoq var með bílinn á leigu. 22. janúar 2017 19:20 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Sjá meira
Norrænir miðlar greina frá líkfundinum Erlendir miðlar eru þegar farnir að greina frá nýjustu vendingum í máli Birnu Brjánsdóttur, sem talið er með nokkurri vissu að hafi fundist látin við Selvogsvita í dag. 22. janúar 2017 18:30
Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40
Mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín um Birnu Séra Vigfús Bjarni Albertsson segir að það sé mikilvægt að börn fái upplýsingar um mál Birnu Brjánsdóttur frá foreldrum sínum en ekki annarsstaðar frá þar sem þau muni alltaf geta í eyðurnar. 22. janúar 2017 20:46
Óku rauða bílnum um 300 kílómetra á einum sólarhring Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur sem talið er að hafi fundist látin í dag, segir að rauða Kio Rio-bílnum hafi verið ekið samtals um 300 kílómetra á þeim sólarhring sem skipverji af grænlenska togaranum Polar Nanoq var með bílinn á leigu. 22. janúar 2017 19:20