Áhöfn Polar Nanoq full samúðar: Vona að hægt verði að sækja sakamenn til saka Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2017 15:07 Áhöfnin hefur orðið fyrir miklu áfalli vegna atburða síðustu daga. Það hefur reynst þeim erfitt að átta sig á hvernig þeir hafi átt að bregðast við. Vísir/Vilhelm Áhöfnin á Polar Nanoq senda fjölskyldu Birnu Brjánsdóttur þeirra innilegustu samúðarkveðjur. Þeir segja þennan sorglega atburð hafa snortið þá djúpt og vonast til þess að hægt verði að upplýsa um atburðarásina sem fyrst, svo hægt verði að sækja sakamenn til saka. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá áhöfninni þar sem segir að áhöfnin hafi orðið fyrir miklu áfalli vegna atburða síðustu daga. Það hafi reynst þeim erfitt að átta sig á hvernig þeir hafi átt að bregðast við. „Til dæmis hefur fjölskylda Birnu beðið okkur um að útskýra hvarf Birnu,“ segir í yfirlýsingunni. Þeim hafi hins vegar verið bannað að eiga í samskiptum út á við. Þar að auki viti þeir ekki hvað hafi gerst. „Við erum þakklátir fyrir að hafa getað hlúð að hverjum öðrum og fyrir stuðning fjölskyldu okkar og vinnuveitenda.“Verður erfitt að gleyma atburðunum Þeir segja mikilvægt að taka fram að þeir séu á Íslandi vegna vinnu þeirra. „Margar hugsanir hafa farið um hugann, og það er mikilvægt fyrir okkur að segja, að um er að ræða einn til tvo einstaklinga, sem grunaðir eru um að hafa framið verknaðinn, og við og þjóð okkar getum ekki tekið ábyrgð á svo voveiflegum atburðum. Þeim verður erfitt að gleyma.“ Þá segja þeir að erfitt hafi verið að vera hluti af þessum hræðilegu atburðum og sumir úr áhöfninni hafi þurft að fara heim. „Við erum mjög þakklátir fyrir að hafa fengið aðhlynningu frá sálfræðingi og frá sjálfboðaliðum, og við vonumst til að geta snúið aftur til vinnu okkar og daglegs lífs.“ „Á þessum sorglegum og erfiðum tímum viljum við taka fram, að viðmót Íslendinga til okkar hefur ekki breyst og er hlýtt sem fyrr.“ Yfirlýsingu áhafnarinnar í heild sinni má lesa hér að neðanPolar Nanoq í Hafnarfjarðarhöfn.Vísir/VilhelmAtburðurinn sorglegi hefur snortið okkur djúpt. Við skipverjar á Polar Nanoq viljum senda fjölskyldu Birnu Brjánsdóttur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Við vonum að hægt verði að upplýsa um atburðarásina sem fyrst, svo hægt verði að sækja sakamenn til saka.Við skipverjar höfum orðið fyrir miklu áfalli sökum atburða síðustu daga. Það hefur verið erfitt fyrir okkur að gera okkur grein fyrir því hvernig við eigum að bregðast við ýmsu. Til dæmis hefur fjölskylda Birnu beðið okkur um að útskýra hvarf Birnu, en okkur hefur verið bannað að eiga samskipti út á við, auk þess sem við höfum ekki vitað, hvað hefur skeð. Við erum þakklátir fyrir að hafa getað hlúð að hverjum öðrum og fyrir stuðning fjölskyldu okkar og vinnuveitenda.Við áhöfn skipsins, sem nú höfum safnast saman í einum bæ á Íslandi, komum beint um borð í skipið við komuna til Íslands laugardaginn 14. janúar. Það er mikilvægt fyrir okkur að taka fram, að við erum staddir á Íslandi vinnunnar okkar vegna.„Margar hugsanir hafa farið um hugann, og það er mikilvægt fyrir okkur að segja, að um er að ræða einn til tvo einstaklinga, sem grunaðir eru um að hafa framið verknaðinn, og við og þjóð okkar getum ekki tekið ábyrgð á svo voveiflegum atburðum. Þeim verður erfitt að gleyma.“Það hefur verið erfitt fyrir okkur að vera hluti af þessum hræðilegum atburðum, og sumir okkar hafa þurft að fara heim. Við erum mjög þakklátir fyrir að hafa fengið aðhlynningu frá sálfræðingi og frá sjálfboðaliðum, og við vonumst til að geta snúið aftur til vinnu okkar og daglegs lífs.Á þessum sorglegum og erfiðum tímum viljum við taka fram, að viðmót Íslendinga til okkar hefur ekki breyst og er hlýtt sem fyrr.Skipverjar á Polar Nanoq Birna Brjánsdóttir Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Áhöfnin á Polar Nanoq senda fjölskyldu Birnu Brjánsdóttur þeirra innilegustu samúðarkveðjur. Þeir segja þennan sorglega atburð hafa snortið þá djúpt og vonast til þess að hægt verði að upplýsa um atburðarásina sem fyrst, svo hægt verði að sækja sakamenn til saka. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá áhöfninni þar sem segir að áhöfnin hafi orðið fyrir miklu áfalli vegna atburða síðustu daga. Það hafi reynst þeim erfitt að átta sig á hvernig þeir hafi átt að bregðast við. „Til dæmis hefur fjölskylda Birnu beðið okkur um að útskýra hvarf Birnu,“ segir í yfirlýsingunni. Þeim hafi hins vegar verið bannað að eiga í samskiptum út á við. Þar að auki viti þeir ekki hvað hafi gerst. „Við erum þakklátir fyrir að hafa getað hlúð að hverjum öðrum og fyrir stuðning fjölskyldu okkar og vinnuveitenda.“Verður erfitt að gleyma atburðunum Þeir segja mikilvægt að taka fram að þeir séu á Íslandi vegna vinnu þeirra. „Margar hugsanir hafa farið um hugann, og það er mikilvægt fyrir okkur að segja, að um er að ræða einn til tvo einstaklinga, sem grunaðir eru um að hafa framið verknaðinn, og við og þjóð okkar getum ekki tekið ábyrgð á svo voveiflegum atburðum. Þeim verður erfitt að gleyma.“ Þá segja þeir að erfitt hafi verið að vera hluti af þessum hræðilegu atburðum og sumir úr áhöfninni hafi þurft að fara heim. „Við erum mjög þakklátir fyrir að hafa fengið aðhlynningu frá sálfræðingi og frá sjálfboðaliðum, og við vonumst til að geta snúið aftur til vinnu okkar og daglegs lífs.“ „Á þessum sorglegum og erfiðum tímum viljum við taka fram, að viðmót Íslendinga til okkar hefur ekki breyst og er hlýtt sem fyrr.“ Yfirlýsingu áhafnarinnar í heild sinni má lesa hér að neðanPolar Nanoq í Hafnarfjarðarhöfn.Vísir/VilhelmAtburðurinn sorglegi hefur snortið okkur djúpt. Við skipverjar á Polar Nanoq viljum senda fjölskyldu Birnu Brjánsdóttur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Við vonum að hægt verði að upplýsa um atburðarásina sem fyrst, svo hægt verði að sækja sakamenn til saka.Við skipverjar höfum orðið fyrir miklu áfalli sökum atburða síðustu daga. Það hefur verið erfitt fyrir okkur að gera okkur grein fyrir því hvernig við eigum að bregðast við ýmsu. Til dæmis hefur fjölskylda Birnu beðið okkur um að útskýra hvarf Birnu, en okkur hefur verið bannað að eiga samskipti út á við, auk þess sem við höfum ekki vitað, hvað hefur skeð. Við erum þakklátir fyrir að hafa getað hlúð að hverjum öðrum og fyrir stuðning fjölskyldu okkar og vinnuveitenda.Við áhöfn skipsins, sem nú höfum safnast saman í einum bæ á Íslandi, komum beint um borð í skipið við komuna til Íslands laugardaginn 14. janúar. Það er mikilvægt fyrir okkur að taka fram, að við erum staddir á Íslandi vinnunnar okkar vegna.„Margar hugsanir hafa farið um hugann, og það er mikilvægt fyrir okkur að segja, að um er að ræða einn til tvo einstaklinga, sem grunaðir eru um að hafa framið verknaðinn, og við og þjóð okkar getum ekki tekið ábyrgð á svo voveiflegum atburðum. Þeim verður erfitt að gleyma.“Það hefur verið erfitt fyrir okkur að vera hluti af þessum hræðilegum atburðum, og sumir okkar hafa þurft að fara heim. Við erum mjög þakklátir fyrir að hafa fengið aðhlynningu frá sálfræðingi og frá sjálfboðaliðum, og við vonumst til að geta snúið aftur til vinnu okkar og daglegs lífs.Á þessum sorglegum og erfiðum tímum viljum við taka fram, að viðmót Íslendinga til okkar hefur ekki breyst og er hlýtt sem fyrr.Skipverjar á Polar Nanoq
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira