Geta verið í gæsluvarðhaldi í allt að þrjá mánuði á grundvelli rannsóknarhagsmuna Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. janúar 2017 14:10 Mennirnir voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald á fimmtudag VÍSIR/Anton Brink Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir grænlensku skipverjunum tveimur sem grunaðir eru um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. Alls gætu mennirnir setið í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna í þrjá mánuði, en lengur ef krafist er gæsluvarðhalds á grundvelli almannahagsmuna. Sakborningar eru eingöngu úrskurðaðir í gæsluvarðhald ef þeir hafa náð 15 ára aldri og rökstuddur grunur er um að viðkomandi hafi gerst sekur um háttsemi sem varðar fangelsisvist. Séu einstaklingar úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna þarf að liggja fyrir sterkur grunur á að viðkomandi hafi framið afbrot sem að lögum geti varðað tíu ára fangelsi. Ekki er heimilt að úrskurða sakborninga í gæsluvarðhald í lengri tíma en tólf vikur nema mál hafi verið höfðað gegn viðkomandi eða á grundvelli almannahagsmuna, og aldrei lengur en fjórar vikur hverju sinni. Til að mynda staðfesti Hæstiréttur í desember síðastliðnum að maður sem ákærður var fyrir að nauðga sambýliskonu sinni og beita hana grófu ofbeldi í byrjun febrúar á síðasta ári skyldi sæta gæsluvarðhaldi þar til dómur félli í máli hans, en ekki lengur en til 5. janúar á þessu ári. Maðurinn var því alls í tæpt ár í gæsluvarðhaldi.Jón H.B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri.Vísir/E.Ól.Umfang máls og flækjustig ráða mati á tímalengd gæsluvarðhalds Þegar Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði skipverjana tvo í gæsluvarðhald síðastliðin fimmtudag hafði ekki verið staðfest að lífsýni sem fundust í rauðu Kia Rio bifreiðinni væri úr Birnu. Þá var lík hennar ekki heldur fundið. Gera má ráð fyrir að lögregla krefjist áframhaldandi gæsluvarðhalds telji hún ástæðu til að óska eftir framlengingu að tveimur vikum liðnum. Meti lögregla ný gögn í málinu nægilega sterk til að krefjast gæsluvarðhalds á grundvelli almannahagsmuna getur hún gert það, en annars óskað eftir áframhaldandi varðhaldi vegna rannsóknarhagsmuna. Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að honum beri skylda til að leggja mál fyrir dómstóla á hverju stigi svo að allt sé upplýst. „Það er þannig að þegar einhver rannsókn er í gangi og það eru ástæður eða atvik sem krefjast þess að það sé komið í veg fyrir að sakborningar geti borið sig saman, samræmt framburð sinn, haft áhrif á vitni eða komið undan einhverjum sönnunargögnum eða eyðilagt sönnunargögn þá eru skilyrði til gæsluvarðhalds vegna rannsóknarhagsmuna,“ segir Jón í samtali við Vísi. „Umfang máls og flækjustig ráða mati á tímalengd gæsluvarðhalds, hvort málið er flókið, hvort það varðar marga, hvort það er fyrirséð mikil rannsóknarvinna sem þarf að fara fram áður en að menn geta losnað úr einangrun.“Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari.Sterkur grunur þarf að liggja fyrir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari segir að jafnan sé úrskurðað í fjögurra vikna gæsluvarðhald ef þess er krafist á grundvelli almannahagsmuna. „Rannsóknarhagsmunir eru ekki skilyrði fyrir slíku gæsluvarðhaldi heldur verður að vera komin fram samkvæmt lögunum sterkur grunur á að sá sem er í gæsluvarðhaldi hafi framið brot sem varða geti tíu ára fangelsi. Það þarf að vera sterkur grunur,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi. „Eins og þetta hefur verið kynnt fyrir okkur almenningi þá sýnist mér að núna hljóti að vera kominn fram sterkur grunur um að þessir menn hafi framið glæp sem getur varðað tíu ára fangelsi. Þannig að ég á alveg eins von á því að næst þegar beðið verði um framlengingu á þessum gæsluvarðhaldsúrskurði þá verði það gert á þeim grunni og að þá verði fallist á fjórar vikur.“ Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Annar skipverjinn sem situr í haldi vegna hvarfs Birnu einnig grunaður um aðild að fíkniefnamálinu Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur er einnig grunaður um aðild að smygli á 20 kílóum af hassi sem fundust í grænlenska togaranum Polar Nanoq við leit lögreglu aðfaranótt fimmtudags. 22. janúar 2017 11:27 Hæstiréttur féllst ekki á lengra gæsluvarðhald yfir skipverjunum tveimur Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir skipverjunum tveimur sem grunaðir eru um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. 23. janúar 2017 15:49 Munu óska eftir framlengingu á gæsluvarðhaldi ef þurfa þykir Grímur Grimsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur segir að lögreglan muni óska eftir framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir mönnunum tveimur sem taldir eru tengjast hvarfi hennar ef þurfa þykir fyrir þann tíma sem tveggja vikna gæsluvarðhaldi yfir mönnunum renni út. 23. janúar 2017 17:54 Báðir skipverjar úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum sem handteknir voru um hádegisbilið gær og hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. 19. janúar 2017 13:45 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir grænlensku skipverjunum tveimur sem grunaðir eru um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. Alls gætu mennirnir setið í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna í þrjá mánuði, en lengur ef krafist er gæsluvarðhalds á grundvelli almannahagsmuna. Sakborningar eru eingöngu úrskurðaðir í gæsluvarðhald ef þeir hafa náð 15 ára aldri og rökstuddur grunur er um að viðkomandi hafi gerst sekur um háttsemi sem varðar fangelsisvist. Séu einstaklingar úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna þarf að liggja fyrir sterkur grunur á að viðkomandi hafi framið afbrot sem að lögum geti varðað tíu ára fangelsi. Ekki er heimilt að úrskurða sakborninga í gæsluvarðhald í lengri tíma en tólf vikur nema mál hafi verið höfðað gegn viðkomandi eða á grundvelli almannahagsmuna, og aldrei lengur en fjórar vikur hverju sinni. Til að mynda staðfesti Hæstiréttur í desember síðastliðnum að maður sem ákærður var fyrir að nauðga sambýliskonu sinni og beita hana grófu ofbeldi í byrjun febrúar á síðasta ári skyldi sæta gæsluvarðhaldi þar til dómur félli í máli hans, en ekki lengur en til 5. janúar á þessu ári. Maðurinn var því alls í tæpt ár í gæsluvarðhaldi.Jón H.B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri.Vísir/E.Ól.Umfang máls og flækjustig ráða mati á tímalengd gæsluvarðhalds Þegar Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði skipverjana tvo í gæsluvarðhald síðastliðin fimmtudag hafði ekki verið staðfest að lífsýni sem fundust í rauðu Kia Rio bifreiðinni væri úr Birnu. Þá var lík hennar ekki heldur fundið. Gera má ráð fyrir að lögregla krefjist áframhaldandi gæsluvarðhalds telji hún ástæðu til að óska eftir framlengingu að tveimur vikum liðnum. Meti lögregla ný gögn í málinu nægilega sterk til að krefjast gæsluvarðhalds á grundvelli almannahagsmuna getur hún gert það, en annars óskað eftir áframhaldandi varðhaldi vegna rannsóknarhagsmuna. Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að honum beri skylda til að leggja mál fyrir dómstóla á hverju stigi svo að allt sé upplýst. „Það er þannig að þegar einhver rannsókn er í gangi og það eru ástæður eða atvik sem krefjast þess að það sé komið í veg fyrir að sakborningar geti borið sig saman, samræmt framburð sinn, haft áhrif á vitni eða komið undan einhverjum sönnunargögnum eða eyðilagt sönnunargögn þá eru skilyrði til gæsluvarðhalds vegna rannsóknarhagsmuna,“ segir Jón í samtali við Vísi. „Umfang máls og flækjustig ráða mati á tímalengd gæsluvarðhalds, hvort málið er flókið, hvort það varðar marga, hvort það er fyrirséð mikil rannsóknarvinna sem þarf að fara fram áður en að menn geta losnað úr einangrun.“Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari.Sterkur grunur þarf að liggja fyrir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari segir að jafnan sé úrskurðað í fjögurra vikna gæsluvarðhald ef þess er krafist á grundvelli almannahagsmuna. „Rannsóknarhagsmunir eru ekki skilyrði fyrir slíku gæsluvarðhaldi heldur verður að vera komin fram samkvæmt lögunum sterkur grunur á að sá sem er í gæsluvarðhaldi hafi framið brot sem varða geti tíu ára fangelsi. Það þarf að vera sterkur grunur,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi. „Eins og þetta hefur verið kynnt fyrir okkur almenningi þá sýnist mér að núna hljóti að vera kominn fram sterkur grunur um að þessir menn hafi framið glæp sem getur varðað tíu ára fangelsi. Þannig að ég á alveg eins von á því að næst þegar beðið verði um framlengingu á þessum gæsluvarðhaldsúrskurði þá verði það gert á þeim grunni og að þá verði fallist á fjórar vikur.“
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Annar skipverjinn sem situr í haldi vegna hvarfs Birnu einnig grunaður um aðild að fíkniefnamálinu Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur er einnig grunaður um aðild að smygli á 20 kílóum af hassi sem fundust í grænlenska togaranum Polar Nanoq við leit lögreglu aðfaranótt fimmtudags. 22. janúar 2017 11:27 Hæstiréttur féllst ekki á lengra gæsluvarðhald yfir skipverjunum tveimur Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir skipverjunum tveimur sem grunaðir eru um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. 23. janúar 2017 15:49 Munu óska eftir framlengingu á gæsluvarðhaldi ef þurfa þykir Grímur Grimsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur segir að lögreglan muni óska eftir framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir mönnunum tveimur sem taldir eru tengjast hvarfi hennar ef þurfa þykir fyrir þann tíma sem tveggja vikna gæsluvarðhaldi yfir mönnunum renni út. 23. janúar 2017 17:54 Báðir skipverjar úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum sem handteknir voru um hádegisbilið gær og hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. 19. janúar 2017 13:45 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Annar skipverjinn sem situr í haldi vegna hvarfs Birnu einnig grunaður um aðild að fíkniefnamálinu Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur er einnig grunaður um aðild að smygli á 20 kílóum af hassi sem fundust í grænlenska togaranum Polar Nanoq við leit lögreglu aðfaranótt fimmtudags. 22. janúar 2017 11:27
Hæstiréttur féllst ekki á lengra gæsluvarðhald yfir skipverjunum tveimur Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir skipverjunum tveimur sem grunaðir eru um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. 23. janúar 2017 15:49
Munu óska eftir framlengingu á gæsluvarðhaldi ef þurfa þykir Grímur Grimsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur segir að lögreglan muni óska eftir framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir mönnunum tveimur sem taldir eru tengjast hvarfi hennar ef þurfa þykir fyrir þann tíma sem tveggja vikna gæsluvarðhaldi yfir mönnunum renni út. 23. janúar 2017 17:54
Báðir skipverjar úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum sem handteknir voru um hádegisbilið gær og hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. 19. janúar 2017 13:45