Dofri bauð lægst í Dýrafjarðargöng Kristján Már Unnarsson skrifar 24. janúar 2017 18:30 Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk áttu lægsta boð í Dýrafjarðargöng, upp á 8,7 milljarða króna, og reyndist það 630 milljónum undir kostnaðaráætlun. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. Það ríkti spenna við tilboðsopnun enda er þetta langstærsta verkið á samgönguáætlun frá því Norðfjarðargöng voru boðin út fyrir fjórum árum. Fimm tilboð bárust en allir bjóðendur höfðu áður verið samþykktir í forvali. Tilboð Metrostav og Suðurverks reyndist lægst, upp á nærri 8.700 milljónir króna, sem er 93 prósent af 9,3 milljarða króna kostnaðaráætlun. Næstlægsta og þriðjalægsta boð reyndust á pari við kostnaðaráætlun en tvö þau hæstu voru talsvert hærri.Lægsta tilboð var 633 milljónum undir kostnaðaráætlun. Nærri 2.200 milljónum krónaði munaði á hæsta og lægsta boði.Grafík/Guðmundur Björnsson.„Lægsta tilboðið er um 93-94 prósent af okkar áætlun þannig að þetta er allt innan þeirra marka sem við höfum verið að miða við,“ sagði Hreinn Haraldsson vegamálastjóri í viðtali við Stöð 2. Lægstbjóðendur, Metrostav og Suðurverk, eru þeir sömu og nú grafa Norðfjarðargöng, sem eiga að klárast í september. Forstjóri Suðurverks, Dofri Eysteinsson, segir henta vel að fara beint í Dýrafjarðargöng og þeir byrji á því að koma sér fyrir í Arnarfirði. „Því þar verður byrjað að sprengja og grafa.“ - Og hvenær gerist það? „Það verður í júlí, ágúst, september, - eitthvað svoleiðis - á þessu tímabili.“Svona verður aðkoman Dýrafjarðarmegin en göngin eiga að vera tilbúin sumarið 2020.Grafík/Vegagerðin.En kannski óttast Vestfirðingar helst, í ljósi reynslunnar, að það verði hætt við allt saman. En er hægt að snúa við úr þessu? „Ég held að það sé alveg 110 prósent öruggt að nú verður ekki aftur snúið. Enda hef ég ekki heyrt neinar áætlanir um það frá stjórnvöldum. Nú verður bara sett í gang síðar á þessu ári og framkvæmdir hefjast þá,“ svarar vegamálastjóri. Áætlað er að verkið taki þrjú ár og að göngin verði tilbúin sumarið 2020. Göngin verða 5,6 kílómetra löng og stytta Vestfjarðaveg milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um 27 kílómetra en megintilgangurinn er þó að leysa af fjallveginn um Hrafnseyrarheiði.Það er öruggt að nú verður ekki aftur snúið, segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.En verður auðvelt að bora í gegnum vestfirska bergið? „Nú veit ég ekki. Það verður bara að koma í ljós. Það hefur ýmislegt komið upp á í fjöllunum hér á Íslandi,“ svarar Dofri Eysteinsson, en forstjórinn á það til að grípa sjálfur í vinnuvélarnar, eins og sjá mátti í þessari frétt Stöðvar 2. Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Skorið niður í vegagerð Sundabraut, Norðfjarðargöng og brú á Hornfjarðafljót eru meðal verkefna sem stefnir í að verði skorin niður. Þá bíða menn spenntir að sjá hvort eitt margsviknasta kosningaloforð þingmanna, Suðurstrandarvegur, lendi enn undir niðurskurðarhnífnum. 5. janúar 2009 19:25 Forstjóri Suðurverks er sjálfur á vinnuvélunum Bormenn Norðfjarðarganga eru búnir að slá í gegn og verður því fagnað með sérstakri ráðherrasprengingu í næstu viku. 19. september 2015 21:00 Fresta opnun tilboða í Dýrafjarðargöng Opnun tilboða í Dýrafjarðargöng, sem fram átti að fara í dag, hefur verið frestað um tvær vikur, að ósk verktaka, sem töldu sig þurfa lengri tíma til að ganga frá tilboðum. 10. janúar 2017 13:37 Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. 31. maí 2016 19:35 Þingmenn Norðvesturkjördæmis: Hvergi hnikað með útboð á Dýrafjarðargöngum Þingmenn kjördæmisins vilja að hvergi verði hnikað með fyrirhugað útboð. 7. desember 2016 17:45 Vestfjarðavegur orðinn átta kílómetrum styttri Nýja brúin yfir Mjóafjörð inn af Kerlingarfirði í Austur-Barðastrandarsýslu var opnuð fyrir almenna umferð í dag. 15. desember 2014 15:45 Segja fjárlögin vera svik Bæjarráð Ísafjarðarbæjar krefst þess að staðið verði við gefin fyrirheit um Dýrafjarðargöng og að framlag til þeirra verði tryggt á fjárlögum ársins 2017. 16. desember 2016 07:00 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Tékkneski verktakinn Metrostav og Suðurverk áttu lægsta boð í Dýrafjarðargöng, upp á 8,7 milljarða króna, og reyndist það 630 milljónum undir kostnaðaráætlun. Dofri Eysteinsson, forstjóri Suðurverks, vonast til að hefjast handa síðsumars. Það ríkti spenna við tilboðsopnun enda er þetta langstærsta verkið á samgönguáætlun frá því Norðfjarðargöng voru boðin út fyrir fjórum árum. Fimm tilboð bárust en allir bjóðendur höfðu áður verið samþykktir í forvali. Tilboð Metrostav og Suðurverks reyndist lægst, upp á nærri 8.700 milljónir króna, sem er 93 prósent af 9,3 milljarða króna kostnaðaráætlun. Næstlægsta og þriðjalægsta boð reyndust á pari við kostnaðaráætlun en tvö þau hæstu voru talsvert hærri.Lægsta tilboð var 633 milljónum undir kostnaðaráætlun. Nærri 2.200 milljónum krónaði munaði á hæsta og lægsta boði.Grafík/Guðmundur Björnsson.„Lægsta tilboðið er um 93-94 prósent af okkar áætlun þannig að þetta er allt innan þeirra marka sem við höfum verið að miða við,“ sagði Hreinn Haraldsson vegamálastjóri í viðtali við Stöð 2. Lægstbjóðendur, Metrostav og Suðurverk, eru þeir sömu og nú grafa Norðfjarðargöng, sem eiga að klárast í september. Forstjóri Suðurverks, Dofri Eysteinsson, segir henta vel að fara beint í Dýrafjarðargöng og þeir byrji á því að koma sér fyrir í Arnarfirði. „Því þar verður byrjað að sprengja og grafa.“ - Og hvenær gerist það? „Það verður í júlí, ágúst, september, - eitthvað svoleiðis - á þessu tímabili.“Svona verður aðkoman Dýrafjarðarmegin en göngin eiga að vera tilbúin sumarið 2020.Grafík/Vegagerðin.En kannski óttast Vestfirðingar helst, í ljósi reynslunnar, að það verði hætt við allt saman. En er hægt að snúa við úr þessu? „Ég held að það sé alveg 110 prósent öruggt að nú verður ekki aftur snúið. Enda hef ég ekki heyrt neinar áætlanir um það frá stjórnvöldum. Nú verður bara sett í gang síðar á þessu ári og framkvæmdir hefjast þá,“ svarar vegamálastjóri. Áætlað er að verkið taki þrjú ár og að göngin verði tilbúin sumarið 2020. Göngin verða 5,6 kílómetra löng og stytta Vestfjarðaveg milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um 27 kílómetra en megintilgangurinn er þó að leysa af fjallveginn um Hrafnseyrarheiði.Það er öruggt að nú verður ekki aftur snúið, segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.En verður auðvelt að bora í gegnum vestfirska bergið? „Nú veit ég ekki. Það verður bara að koma í ljós. Það hefur ýmislegt komið upp á í fjöllunum hér á Íslandi,“ svarar Dofri Eysteinsson, en forstjórinn á það til að grípa sjálfur í vinnuvélarnar, eins og sjá mátti í þessari frétt Stöðvar 2.
Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Skorið niður í vegagerð Sundabraut, Norðfjarðargöng og brú á Hornfjarðafljót eru meðal verkefna sem stefnir í að verði skorin niður. Þá bíða menn spenntir að sjá hvort eitt margsviknasta kosningaloforð þingmanna, Suðurstrandarvegur, lendi enn undir niðurskurðarhnífnum. 5. janúar 2009 19:25 Forstjóri Suðurverks er sjálfur á vinnuvélunum Bormenn Norðfjarðarganga eru búnir að slá í gegn og verður því fagnað með sérstakri ráðherrasprengingu í næstu viku. 19. september 2015 21:00 Fresta opnun tilboða í Dýrafjarðargöng Opnun tilboða í Dýrafjarðargöng, sem fram átti að fara í dag, hefur verið frestað um tvær vikur, að ósk verktaka, sem töldu sig þurfa lengri tíma til að ganga frá tilboðum. 10. janúar 2017 13:37 Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. 31. maí 2016 19:35 Þingmenn Norðvesturkjördæmis: Hvergi hnikað með útboð á Dýrafjarðargöngum Þingmenn kjördæmisins vilja að hvergi verði hnikað með fyrirhugað útboð. 7. desember 2016 17:45 Vestfjarðavegur orðinn átta kílómetrum styttri Nýja brúin yfir Mjóafjörð inn af Kerlingarfirði í Austur-Barðastrandarsýslu var opnuð fyrir almenna umferð í dag. 15. desember 2014 15:45 Segja fjárlögin vera svik Bæjarráð Ísafjarðarbæjar krefst þess að staðið verði við gefin fyrirheit um Dýrafjarðargöng og að framlag til þeirra verði tryggt á fjárlögum ársins 2017. 16. desember 2016 07:00 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Skorið niður í vegagerð Sundabraut, Norðfjarðargöng og brú á Hornfjarðafljót eru meðal verkefna sem stefnir í að verði skorin niður. Þá bíða menn spenntir að sjá hvort eitt margsviknasta kosningaloforð þingmanna, Suðurstrandarvegur, lendi enn undir niðurskurðarhnífnum. 5. janúar 2009 19:25
Forstjóri Suðurverks er sjálfur á vinnuvélunum Bormenn Norðfjarðarganga eru búnir að slá í gegn og verður því fagnað með sérstakri ráðherrasprengingu í næstu viku. 19. september 2015 21:00
Fresta opnun tilboða í Dýrafjarðargöng Opnun tilboða í Dýrafjarðargöng, sem fram átti að fara í dag, hefur verið frestað um tvær vikur, að ósk verktaka, sem töldu sig þurfa lengri tíma til að ganga frá tilboðum. 10. janúar 2017 13:37
Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. 31. maí 2016 19:35
Þingmenn Norðvesturkjördæmis: Hvergi hnikað með útboð á Dýrafjarðargöngum Þingmenn kjördæmisins vilja að hvergi verði hnikað með fyrirhugað útboð. 7. desember 2016 17:45
Vestfjarðavegur orðinn átta kílómetrum styttri Nýja brúin yfir Mjóafjörð inn af Kerlingarfirði í Austur-Barðastrandarsýslu var opnuð fyrir almenna umferð í dag. 15. desember 2014 15:45
Segja fjárlögin vera svik Bæjarráð Ísafjarðarbæjar krefst þess að staðið verði við gefin fyrirheit um Dýrafjarðargöng og að framlag til þeirra verði tryggt á fjárlögum ársins 2017. 16. desember 2016 07:00