Thomas Møller Olsen, annar mannanna sem grunaðir eru um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana, var yfirheyrður af lögreglu á Litla-Hrauni í gær. Hann neitar enn þá sök. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur hinn maðurinn, Nikolaj Olsen, ekki verið yfirheyrður eftir að lík Birnu fannst á sunnudaginn.
Í tilkynningu sem barst frá Polar Seafood útgerðinni í gær kom fram að lögreglan á Íslandi hefði lokið störfum um borð í togaranum Polar Nanoq. Skipið var ekki farið úr höfn um kvöldmatarleytið í gær en áætlanir gerðu ráð fyrir að skipið færi fyrir miðnætti.
Í tilkynningunni kom fram að stórum hluta áhafnarinnar hefði verið skipt út, en hluti skipverja kaus að snúa aftur heim í stað þess að halda aftur á sjó. „Atburðir síðustu daga hafa lagst þungt á áhöfn Polar Nanoq og aðra hjá Polar Seafood. Um leið getur útgerðin ekki borið ábyrgð á framferði og ákvörðunum einstaklinga sem ráða sig til starfa hjá henni,“ segir í tilkynningunni.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Yfirheyrðu Møller í gær

Tengdar fréttir

Konur óttast um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur: Ganga í tvennum sokkabuxum og með lykla milli fingranna
Konur eru líklegri en karlar til að upplifa óöryggi í miðbæ Reykjavík að kvöld- eða næturlagi. Þá grípa konur oft til ráðstafana ef ske kynni að ráðist yrði á þær.

Vísbendingar komnar um dánarorsök
Bráðabirgðakrufning réttarmeinafræðings lögreglunnar, sem lauk í gærkvöld, færði lögreglu nær því að vita hver dánarorsök Birnu Brjánsdóttur er.

Útgerðarstjóri Polar Seafood: „Treysti því að þeir séu saklausir“
Útgerðarstjóri Polar Seafood segir mál Birnu Brjánsdóttur leggjast þungt á starfsmenn fyrirtækisins.