Hinn skipverjinn yfirheyrður í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2017 10:01 Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknarinnar. Fréttablaðið/Anton Brink Annar maðurinn sem grunaður er um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur verður yfirheyrður í dag. Hinn maðurinn var yfirheyrður í gær og stóðu yfirheyrslur fram eftir degi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var Thomas Möller yfirheyrður í gær og verður þá Nikolaj Olsen yfirheyrður í dag. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni, kveðst eiga von á því að yfirheyrslur í dag fari fram á Litla-Hrauni, líkt og í gær, en sakborningarnir sitja þar í einangrun eftir að hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 2. febrúar. Að sögn Gríms liggur ekki fyrir játning í málinu. Hann vill að öðru leyti tjá sig lítið um rannsóknina en segir þó að lögreglan sé litlu nær um ferðir rauða Kia Rio-bílsins laugardagsmorguninn 14. janúar. „Það hefur ekki bæst neitt í það en við erum bara að vinna úr gögnum sem við höfum aflað síðustu daga og eins og fram hefur komið er þetta gríðarlegt magn af myndefni,“ segir Grímur. Aðspurður hvort að einhverjar upplýsingar hafi fengist um ferðir rauða bílsins í yfirheyrslum í gær segir Grímur svo ekki vera. Búið er að staðfesta það að líkið sem fannst við Selvogsvita á sunnudag sé af Birnu. Varðandi það hvar því var komið fyrir og hvort að lögreglan sé einhverju nær um það segir Grímur: „Við vinnum eftir ákveðinni hugmynd í því sambandi án þess að ég geti farið nánar út í það.“ Þá vill Grímur ekki staðfesta að skilríki Birnu hafi fundist um borð í Polar Nanoq og segir að lögreglan vilji alls ekki gefa upp hvað hafi fundist í grænlenska togaranum. Ekki sé gott að sönnunargögn séu til umræðu. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Annar sakborninganna hringdi í íslenska vinkonu meðan Birna var í bílnum Annar skipverjanna sem grunaðir eru um aðild að máli Birnu Brjánsdóttur reyndi ítrekað að ná tali af íslenskri vinkonu að morgni 14. janúar. 24. janúar 2017 16:41 Gætu borið mismikla ábyrgð í málinu Mennirnir tveir, sem grunaðir eru um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, hafa setið nánast afskiptalausir í einangrun í þrjá daga. Þeir verða yfirheyrðir í dag. Lögregla rannsakar hlut hvors þeirra fyrir sig í málinu. 24. janúar 2017 07:00 Dánarorsök Birnu ekki gefin upp Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á dauða Birnu Brjánsdóttur, segir að lögreglan hyggist ekki tjá sig um bráðabirgðaniðurstöðu úr krufningu á líki hennar sem gerð var í gærkvöldi. 24. janúar 2017 10:13 Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Sjá meira
Annar maðurinn sem grunaður er um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur verður yfirheyrður í dag. Hinn maðurinn var yfirheyrður í gær og stóðu yfirheyrslur fram eftir degi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var Thomas Möller yfirheyrður í gær og verður þá Nikolaj Olsen yfirheyrður í dag. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni, kveðst eiga von á því að yfirheyrslur í dag fari fram á Litla-Hrauni, líkt og í gær, en sakborningarnir sitja þar í einangrun eftir að hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 2. febrúar. Að sögn Gríms liggur ekki fyrir játning í málinu. Hann vill að öðru leyti tjá sig lítið um rannsóknina en segir þó að lögreglan sé litlu nær um ferðir rauða Kia Rio-bílsins laugardagsmorguninn 14. janúar. „Það hefur ekki bæst neitt í það en við erum bara að vinna úr gögnum sem við höfum aflað síðustu daga og eins og fram hefur komið er þetta gríðarlegt magn af myndefni,“ segir Grímur. Aðspurður hvort að einhverjar upplýsingar hafi fengist um ferðir rauða bílsins í yfirheyrslum í gær segir Grímur svo ekki vera. Búið er að staðfesta það að líkið sem fannst við Selvogsvita á sunnudag sé af Birnu. Varðandi það hvar því var komið fyrir og hvort að lögreglan sé einhverju nær um það segir Grímur: „Við vinnum eftir ákveðinni hugmynd í því sambandi án þess að ég geti farið nánar út í það.“ Þá vill Grímur ekki staðfesta að skilríki Birnu hafi fundist um borð í Polar Nanoq og segir að lögreglan vilji alls ekki gefa upp hvað hafi fundist í grænlenska togaranum. Ekki sé gott að sönnunargögn séu til umræðu.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Annar sakborninganna hringdi í íslenska vinkonu meðan Birna var í bílnum Annar skipverjanna sem grunaðir eru um aðild að máli Birnu Brjánsdóttur reyndi ítrekað að ná tali af íslenskri vinkonu að morgni 14. janúar. 24. janúar 2017 16:41 Gætu borið mismikla ábyrgð í málinu Mennirnir tveir, sem grunaðir eru um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, hafa setið nánast afskiptalausir í einangrun í þrjá daga. Þeir verða yfirheyrðir í dag. Lögregla rannsakar hlut hvors þeirra fyrir sig í málinu. 24. janúar 2017 07:00 Dánarorsök Birnu ekki gefin upp Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á dauða Birnu Brjánsdóttur, segir að lögreglan hyggist ekki tjá sig um bráðabirgðaniðurstöðu úr krufningu á líki hennar sem gerð var í gærkvöldi. 24. janúar 2017 10:13 Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Sjá meira
Annar sakborninganna hringdi í íslenska vinkonu meðan Birna var í bílnum Annar skipverjanna sem grunaðir eru um aðild að máli Birnu Brjánsdóttur reyndi ítrekað að ná tali af íslenskri vinkonu að morgni 14. janúar. 24. janúar 2017 16:41
Gætu borið mismikla ábyrgð í málinu Mennirnir tveir, sem grunaðir eru um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, hafa setið nánast afskiptalausir í einangrun í þrjá daga. Þeir verða yfirheyrðir í dag. Lögregla rannsakar hlut hvors þeirra fyrir sig í málinu. 24. janúar 2017 07:00
Dánarorsök Birnu ekki gefin upp Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á dauða Birnu Brjánsdóttur, segir að lögreglan hyggist ekki tjá sig um bráðabirgðaniðurstöðu úr krufningu á líki hennar sem gerð var í gærkvöldi. 24. janúar 2017 10:13