Körfubolti

Ofurmennirnir áttu aldrei möguleika gegn Kanínunum hans Arnars

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnar Guðjónsson (til hægri) er þjálfari Svendborg Rabbits.
Arnar Guðjónsson (til hægri) er þjálfari Svendborg Rabbits. vísir/anton
Svendborg Rabbits vann öruggan sigur á Stevnsgade SuperMan, 84-106, í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Arnar Guðjónsson er þjálfari Svendborg sem er í 3. sæti deildarinnar með 22 stig.

Ofurmennirnir eru án stiga á botni deildarinnar og þeir áttu ekki mikla möguleika gegn Kanínunum í fyrri hálfleik.

Staðan að honum loknum var 31-55, Svendborg í vil. Stevnsgade náði aðeins að laga stöðuna í seinni hálfleik en sigurinn var aldrei í hættu.

Axel Kárason var í byrjunarliði Svendborg og skilaði fimm stigum og fjórum fráköstum.

Stefan Bonneau, sem kom til Svendborg frá Njarðvík undir lok síðasta árs, skoraði 17 stig og gaf fjórar stoðsendingar. Bonneau var næststigahæstur í liði Svendborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×