Sérsveitarmenn tóku ekki yfir stjórn Polar Nanoq Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2017 13:37 Vísir/Vilhelm Lögreglumenn úr sérsveit ríkislögreglustjóra tóku ekki yfir stjórn Polar Nanoq þann 18. janúar eins og fram kom í fréttum þá. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, segir skort á samskiptum milli starfsmanna Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa valdið því að fjölmiðlar hafi fengið rangar upplýsingar. Grímur segir í tilkynningu til fjölmiðla að sérsveitarmennirnir hafi ekki tekið yfir stjórn skipsins, eins og áður kom fram, og að aðgerðin hafi verið rétt framkvæmd eins og um hafi verið beðið. Vangaveltur hafa einnig verið uppi um að aðgerðir lögreglu um borð í Polar Nanoq gætu flækt málin fyrir dómstólum. Þrír skipverjar voru handteknir um borð í togaranum þegar hann var utan íslenskrar landhelgi, en innan íslenskrar efnahagslögsögu. Íslensk landhelgi afmarkast við tólf sjómílur en efnahagslögsagan við 200 sjómílur. Sá fjórði var svo handtekinn þegar skipið var komið að landi og fíkniefni fundust um borð. Alls fóru sex sérsveitarmenn um borð í togarann en þeir höfðu það hlutverk að tryggja rannsóknarvettvang um borð ásamt því að handtaka tvo skipverja við komuna um borð. Þriðji skipverjinn var handtekinn um borð nokkrum klukkustundum síðar. Íslensk yfirvöld fengu þó ekki samþykki danskra yfirvalda. Jón H.B Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að aðgerðin hafi ekki verið framkvæmd með aðkomu danskra yfirvalda heldur hafi alfarið verið á ábyrgð lögreglunnar og gerð á grundvelli lagalegs mats hjá embættinu. Hann segir að ákvörðunin hafi verið tekin að vel ígrunduðu máli og verði rökstudd fyrir dómstólum þegar að því kemur. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Þungt yfir áhöfn Polar Nanoq sem hefur verið boðin áfallahjálp Dvelja á hóteli í Reykjavík en útgerðarstjóri vonast til að skipið geti haldið á veiðar sem fyrst. 19. janúar 2017 20:16 Aðgerðir lögreglu um borð í Polar Nanoq gætu flækt málin fyrir dómstólum Íslenska ríkið hefur almennt ekki lögsögu til að fara um borð í erlend skip í efnahagslögsögunni vegna sakamálarannsókna. 27. janúar 2017 08:00 Skipstjórinn var ekki handtekinn: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla "Við getum ekkert farið um borð í skipið og síðan ákveður skipstjórinn að sigla eitthvað annað en við ætlum að gera.“ 18. janúar 2017 20:00 Grænlenska togaranum snúið við til Íslands Talsmaður danska hersins staðfestir að íslenska lögreglan hafi beðið herskip um aðstoð. 17. janúar 2017 21:36 Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Lögreglumenn úr sérsveit ríkislögreglustjóra tóku ekki yfir stjórn Polar Nanoq þann 18. janúar eins og fram kom í fréttum þá. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, segir skort á samskiptum milli starfsmanna Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa valdið því að fjölmiðlar hafi fengið rangar upplýsingar. Grímur segir í tilkynningu til fjölmiðla að sérsveitarmennirnir hafi ekki tekið yfir stjórn skipsins, eins og áður kom fram, og að aðgerðin hafi verið rétt framkvæmd eins og um hafi verið beðið. Vangaveltur hafa einnig verið uppi um að aðgerðir lögreglu um borð í Polar Nanoq gætu flækt málin fyrir dómstólum. Þrír skipverjar voru handteknir um borð í togaranum þegar hann var utan íslenskrar landhelgi, en innan íslenskrar efnahagslögsögu. Íslensk landhelgi afmarkast við tólf sjómílur en efnahagslögsagan við 200 sjómílur. Sá fjórði var svo handtekinn þegar skipið var komið að landi og fíkniefni fundust um borð. Alls fóru sex sérsveitarmenn um borð í togarann en þeir höfðu það hlutverk að tryggja rannsóknarvettvang um borð ásamt því að handtaka tvo skipverja við komuna um borð. Þriðji skipverjinn var handtekinn um borð nokkrum klukkustundum síðar. Íslensk yfirvöld fengu þó ekki samþykki danskra yfirvalda. Jón H.B Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að aðgerðin hafi ekki verið framkvæmd með aðkomu danskra yfirvalda heldur hafi alfarið verið á ábyrgð lögreglunnar og gerð á grundvelli lagalegs mats hjá embættinu. Hann segir að ákvörðunin hafi verið tekin að vel ígrunduðu máli og verði rökstudd fyrir dómstólum þegar að því kemur.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Þungt yfir áhöfn Polar Nanoq sem hefur verið boðin áfallahjálp Dvelja á hóteli í Reykjavík en útgerðarstjóri vonast til að skipið geti haldið á veiðar sem fyrst. 19. janúar 2017 20:16 Aðgerðir lögreglu um borð í Polar Nanoq gætu flækt málin fyrir dómstólum Íslenska ríkið hefur almennt ekki lögsögu til að fara um borð í erlend skip í efnahagslögsögunni vegna sakamálarannsókna. 27. janúar 2017 08:00 Skipstjórinn var ekki handtekinn: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla "Við getum ekkert farið um borð í skipið og síðan ákveður skipstjórinn að sigla eitthvað annað en við ætlum að gera.“ 18. janúar 2017 20:00 Grænlenska togaranum snúið við til Íslands Talsmaður danska hersins staðfestir að íslenska lögreglan hafi beðið herskip um aðstoð. 17. janúar 2017 21:36 Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Þungt yfir áhöfn Polar Nanoq sem hefur verið boðin áfallahjálp Dvelja á hóteli í Reykjavík en útgerðarstjóri vonast til að skipið geti haldið á veiðar sem fyrst. 19. janúar 2017 20:16
Aðgerðir lögreglu um borð í Polar Nanoq gætu flækt málin fyrir dómstólum Íslenska ríkið hefur almennt ekki lögsögu til að fara um borð í erlend skip í efnahagslögsögunni vegna sakamálarannsókna. 27. janúar 2017 08:00
Skipstjórinn var ekki handtekinn: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla "Við getum ekkert farið um borð í skipið og síðan ákveður skipstjórinn að sigla eitthvað annað en við ætlum að gera.“ 18. janúar 2017 20:00
Grænlenska togaranum snúið við til Íslands Talsmaður danska hersins staðfestir að íslenska lögreglan hafi beðið herskip um aðstoð. 17. janúar 2017 21:36
Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23