Grænlendingar finna til sektarkenndar sem þjóð Kristján Már Unnarsson skrifar 28. janúar 2017 20:00 Mál Birnu Brjánsdóttur hefur lagst þungt á Grænlendinga sem finna til mikillar sektarkenndar. Þeir óttast að það kunni að hafa áhrif á samskipti þjóðanna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Grænland er fámennt samfélag með um 56 þúsund íbúa, um einn sjötta af íbúafjölda Íslands. Í höfuðstaðnum Nuuk finna fréttamenn Stöðvar 2 það sterkt hvað Grænlendingum er brugðið vegna þessa skelfilega atburðar á Íslandi. Frá því grænlensku sjómennirnir voru handteknir hefur þetta verið langstærsta fréttin í fjölmiðlum Grænlands, og miklu rými varið til að fjalla um alla anga málsins. Sjónvarpsstöðin KNR er ríkissjónvarp Grænlands og þar hefur fréttamaðurinn Nuno Isbosethsen fjallað einna mest um málið.Nuno Isbosethsen ræðir við fréttamann Stöðvar 2.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Maður finnur að allir á Grænlandi fylgjast náið með þessu máli. Það er alveg ljóst að allt samfélagið fylgist með því,” segir Nuno. Svo virðist sem margir Grænlendingar hafi þá tilfinningu að þetta sé þeim sem þjóð að kenna. „Já, það má segja það. Margir telja sig meðseka í málinu. Til dæmis finnst fjölskyldu minni, vinum mínum og vinkonum að þau geti ekki talað við Íslendinga. Þau skammast sín fyrir að vera Grænlendingar um þessar mundir,” segir fréttakona grænlenska ríkissjónvarpsins. Nuuk er langfjölmennasti bær Grænlands með um 17 þúsund íbúa og er ekki stærri en svo að þar kannast allir við alla. Við spurðum borgarstjóra Nuuk, Asii Chemnitz Narup, hvaða tilfinningar bærðust með grænlensku þjóðinni í tengslum við þetta mál:Asii Chemnitz Narup, borgarstjóri í Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Við erum öll mjög snortin yfir því sem gerðist. Við skulum ekki dæma neinn. En morð hefur bersýnilega verið framið,” segir Asii. „Þegar við eigum í svo nánu og þýðingarmiklu sambandi við Ísland og þegar óhugnanlegur atburður á sér stað meðal vina okkar, og okkar fólk á í hlut, snertir það okkur mikið. Mér finnst ég næstum finna fyrir sameiginlegri sektarkennd. Þetta er hörmulegt,” segir borgarstjórinn í Nuuk. Íslendingar í Nuuk hafa fundið fyrir sterkri samúð sem grænlenska þjóðin hefur sýnt minningu Birnu og fjölskyldu hennar, eins og sjá mátti í þessari frétt Stöðvar 2. Þar var rætt við Ingibjörgu Gísladóttur, sem búið hefur á Grænlandi um árabil. Tengdar fréttir Grænlendingar miður sín Lögreglan segir fólk hafa haft samband sem hafi orðið fyrir aðkasti fyrir það eitt að vera frá Grænlandi. 20. janúar 2017 19:00 Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40 Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00 Hundruð minntust Birnu í Nuuk: „Þetta var mjög hjartnæm stund“ Erik Jensen, íbúi í Nuuk, segir mikinn samhug hafa verið á minningarstund um Birnu Brjánsdóttur í kvöld. 22. janúar 2017 23:42 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Sjá meira
Mál Birnu Brjánsdóttur hefur lagst þungt á Grænlendinga sem finna til mikillar sektarkenndar. Þeir óttast að það kunni að hafa áhrif á samskipti þjóðanna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Grænland er fámennt samfélag með um 56 þúsund íbúa, um einn sjötta af íbúafjölda Íslands. Í höfuðstaðnum Nuuk finna fréttamenn Stöðvar 2 það sterkt hvað Grænlendingum er brugðið vegna þessa skelfilega atburðar á Íslandi. Frá því grænlensku sjómennirnir voru handteknir hefur þetta verið langstærsta fréttin í fjölmiðlum Grænlands, og miklu rými varið til að fjalla um alla anga málsins. Sjónvarpsstöðin KNR er ríkissjónvarp Grænlands og þar hefur fréttamaðurinn Nuno Isbosethsen fjallað einna mest um málið.Nuno Isbosethsen ræðir við fréttamann Stöðvar 2.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Maður finnur að allir á Grænlandi fylgjast náið með þessu máli. Það er alveg ljóst að allt samfélagið fylgist með því,” segir Nuno. Svo virðist sem margir Grænlendingar hafi þá tilfinningu að þetta sé þeim sem þjóð að kenna. „Já, það má segja það. Margir telja sig meðseka í málinu. Til dæmis finnst fjölskyldu minni, vinum mínum og vinkonum að þau geti ekki talað við Íslendinga. Þau skammast sín fyrir að vera Grænlendingar um þessar mundir,” segir fréttakona grænlenska ríkissjónvarpsins. Nuuk er langfjölmennasti bær Grænlands með um 17 þúsund íbúa og er ekki stærri en svo að þar kannast allir við alla. Við spurðum borgarstjóra Nuuk, Asii Chemnitz Narup, hvaða tilfinningar bærðust með grænlensku þjóðinni í tengslum við þetta mál:Asii Chemnitz Narup, borgarstjóri í Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Við erum öll mjög snortin yfir því sem gerðist. Við skulum ekki dæma neinn. En morð hefur bersýnilega verið framið,” segir Asii. „Þegar við eigum í svo nánu og þýðingarmiklu sambandi við Ísland og þegar óhugnanlegur atburður á sér stað meðal vina okkar, og okkar fólk á í hlut, snertir það okkur mikið. Mér finnst ég næstum finna fyrir sameiginlegri sektarkennd. Þetta er hörmulegt,” segir borgarstjórinn í Nuuk. Íslendingar í Nuuk hafa fundið fyrir sterkri samúð sem grænlenska þjóðin hefur sýnt minningu Birnu og fjölskyldu hennar, eins og sjá mátti í þessari frétt Stöðvar 2. Þar var rætt við Ingibjörgu Gísladóttur, sem búið hefur á Grænlandi um árabil.
Tengdar fréttir Grænlendingar miður sín Lögreglan segir fólk hafa haft samband sem hafi orðið fyrir aðkasti fyrir það eitt að vera frá Grænlandi. 20. janúar 2017 19:00 Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40 Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00 Hundruð minntust Birnu í Nuuk: „Þetta var mjög hjartnæm stund“ Erik Jensen, íbúi í Nuuk, segir mikinn samhug hafa verið á minningarstund um Birnu Brjánsdóttur í kvöld. 22. janúar 2017 23:42 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Sjá meira
Grænlendingar miður sín Lögreglan segir fólk hafa haft samband sem hafi orðið fyrir aðkasti fyrir það eitt að vera frá Grænlandi. 20. janúar 2017 19:00
Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40
Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00
Hundruð minntust Birnu í Nuuk: „Þetta var mjög hjartnæm stund“ Erik Jensen, íbúi í Nuuk, segir mikinn samhug hafa verið á minningarstund um Birnu Brjánsdóttur í kvöld. 22. janúar 2017 23:42