Grænlendingar finna til sektarkenndar sem þjóð Kristján Már Unnarsson skrifar 28. janúar 2017 20:00 Mál Birnu Brjánsdóttur hefur lagst þungt á Grænlendinga sem finna til mikillar sektarkenndar. Þeir óttast að það kunni að hafa áhrif á samskipti þjóðanna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Grænland er fámennt samfélag með um 56 þúsund íbúa, um einn sjötta af íbúafjölda Íslands. Í höfuðstaðnum Nuuk finna fréttamenn Stöðvar 2 það sterkt hvað Grænlendingum er brugðið vegna þessa skelfilega atburðar á Íslandi. Frá því grænlensku sjómennirnir voru handteknir hefur þetta verið langstærsta fréttin í fjölmiðlum Grænlands, og miklu rými varið til að fjalla um alla anga málsins. Sjónvarpsstöðin KNR er ríkissjónvarp Grænlands og þar hefur fréttamaðurinn Nuno Isbosethsen fjallað einna mest um málið.Nuno Isbosethsen ræðir við fréttamann Stöðvar 2.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Maður finnur að allir á Grænlandi fylgjast náið með þessu máli. Það er alveg ljóst að allt samfélagið fylgist með því,” segir Nuno. Svo virðist sem margir Grænlendingar hafi þá tilfinningu að þetta sé þeim sem þjóð að kenna. „Já, það má segja það. Margir telja sig meðseka í málinu. Til dæmis finnst fjölskyldu minni, vinum mínum og vinkonum að þau geti ekki talað við Íslendinga. Þau skammast sín fyrir að vera Grænlendingar um þessar mundir,” segir fréttakona grænlenska ríkissjónvarpsins. Nuuk er langfjölmennasti bær Grænlands með um 17 þúsund íbúa og er ekki stærri en svo að þar kannast allir við alla. Við spurðum borgarstjóra Nuuk, Asii Chemnitz Narup, hvaða tilfinningar bærðust með grænlensku þjóðinni í tengslum við þetta mál:Asii Chemnitz Narup, borgarstjóri í Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Við erum öll mjög snortin yfir því sem gerðist. Við skulum ekki dæma neinn. En morð hefur bersýnilega verið framið,” segir Asii. „Þegar við eigum í svo nánu og þýðingarmiklu sambandi við Ísland og þegar óhugnanlegur atburður á sér stað meðal vina okkar, og okkar fólk á í hlut, snertir það okkur mikið. Mér finnst ég næstum finna fyrir sameiginlegri sektarkennd. Þetta er hörmulegt,” segir borgarstjórinn í Nuuk. Íslendingar í Nuuk hafa fundið fyrir sterkri samúð sem grænlenska þjóðin hefur sýnt minningu Birnu og fjölskyldu hennar, eins og sjá mátti í þessari frétt Stöðvar 2. Þar var rætt við Ingibjörgu Gísladóttur, sem búið hefur á Grænlandi um árabil. Tengdar fréttir Grænlendingar miður sín Lögreglan segir fólk hafa haft samband sem hafi orðið fyrir aðkasti fyrir það eitt að vera frá Grænlandi. 20. janúar 2017 19:00 Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40 Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00 Hundruð minntust Birnu í Nuuk: „Þetta var mjög hjartnæm stund“ Erik Jensen, íbúi í Nuuk, segir mikinn samhug hafa verið á minningarstund um Birnu Brjánsdóttur í kvöld. 22. janúar 2017 23:42 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira
Mál Birnu Brjánsdóttur hefur lagst þungt á Grænlendinga sem finna til mikillar sektarkenndar. Þeir óttast að það kunni að hafa áhrif á samskipti þjóðanna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Grænland er fámennt samfélag með um 56 þúsund íbúa, um einn sjötta af íbúafjölda Íslands. Í höfuðstaðnum Nuuk finna fréttamenn Stöðvar 2 það sterkt hvað Grænlendingum er brugðið vegna þessa skelfilega atburðar á Íslandi. Frá því grænlensku sjómennirnir voru handteknir hefur þetta verið langstærsta fréttin í fjölmiðlum Grænlands, og miklu rými varið til að fjalla um alla anga málsins. Sjónvarpsstöðin KNR er ríkissjónvarp Grænlands og þar hefur fréttamaðurinn Nuno Isbosethsen fjallað einna mest um málið.Nuno Isbosethsen ræðir við fréttamann Stöðvar 2.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Maður finnur að allir á Grænlandi fylgjast náið með þessu máli. Það er alveg ljóst að allt samfélagið fylgist með því,” segir Nuno. Svo virðist sem margir Grænlendingar hafi þá tilfinningu að þetta sé þeim sem þjóð að kenna. „Já, það má segja það. Margir telja sig meðseka í málinu. Til dæmis finnst fjölskyldu minni, vinum mínum og vinkonum að þau geti ekki talað við Íslendinga. Þau skammast sín fyrir að vera Grænlendingar um þessar mundir,” segir fréttakona grænlenska ríkissjónvarpsins. Nuuk er langfjölmennasti bær Grænlands með um 17 þúsund íbúa og er ekki stærri en svo að þar kannast allir við alla. Við spurðum borgarstjóra Nuuk, Asii Chemnitz Narup, hvaða tilfinningar bærðust með grænlensku þjóðinni í tengslum við þetta mál:Asii Chemnitz Narup, borgarstjóri í Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Við erum öll mjög snortin yfir því sem gerðist. Við skulum ekki dæma neinn. En morð hefur bersýnilega verið framið,” segir Asii. „Þegar við eigum í svo nánu og þýðingarmiklu sambandi við Ísland og þegar óhugnanlegur atburður á sér stað meðal vina okkar, og okkar fólk á í hlut, snertir það okkur mikið. Mér finnst ég næstum finna fyrir sameiginlegri sektarkennd. Þetta er hörmulegt,” segir borgarstjórinn í Nuuk. Íslendingar í Nuuk hafa fundið fyrir sterkri samúð sem grænlenska þjóðin hefur sýnt minningu Birnu og fjölskyldu hennar, eins og sjá mátti í þessari frétt Stöðvar 2. Þar var rætt við Ingibjörgu Gísladóttur, sem búið hefur á Grænlandi um árabil.
Tengdar fréttir Grænlendingar miður sín Lögreglan segir fólk hafa haft samband sem hafi orðið fyrir aðkasti fyrir það eitt að vera frá Grænlandi. 20. janúar 2017 19:00 Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40 Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00 Hundruð minntust Birnu í Nuuk: „Þetta var mjög hjartnæm stund“ Erik Jensen, íbúi í Nuuk, segir mikinn samhug hafa verið á minningarstund um Birnu Brjánsdóttur í kvöld. 22. janúar 2017 23:42 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira
Grænlendingar miður sín Lögreglan segir fólk hafa haft samband sem hafi orðið fyrir aðkasti fyrir það eitt að vera frá Grænlandi. 20. janúar 2017 19:00
Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40
Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00
Hundruð minntust Birnu í Nuuk: „Þetta var mjög hjartnæm stund“ Erik Jensen, íbúi í Nuuk, segir mikinn samhug hafa verið á minningarstund um Birnu Brjánsdóttur í kvöld. 22. janúar 2017 23:42