Theresa May styður ekki „múslímabann“ Trump Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. janúar 2017 10:17 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/AFP Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, styður ekki ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að meina fólki frá sjö löndum inngöngu í Bandaríkin. May hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki fordæmt ákvörðun Trump um leið, en þess í stað sagði hún að það væri yfirvalda í Bandaríkjunum að ákveða sína eigin stefnumörkun. Breska ríkisstjórnin mun standa við bakið á breskum ríkisborgurum sem kunna að verða fyrir áhrifum vegna bannsins. Fyrirskipun Trump, sem hann undirritaði í gær, meinar ríkisborgurum Íraks, Írans, Libíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin næstu þrjá mánuði, jafnvel þó þeir hafi svokallað græna kort, sem er ótímabundið dvalar- og landvistarleyfi. Um er að ræða eitt af helstu kosningaloforðum Trump, en hann lofaði að hann myndi banna múslímum að koma til Bandaríkjanna. Ringulreið skapaðist á flugvöllum víðsvegar um Bandaríkin vegna ákvörðunarinnar þar sem fjölda fólks var meinuð innganga í landið. Alríkisdómari úrskurðaði í nótt að stjórnvöldum þar í landi væri óheimilt að flytja á brott aðila sem þegar eru komnir til Bandaríkjanna með gilda vegabréfsáritun.Sjá einnig: Dómari greip inn í tilskipun TrumpMay heimsótti Trump í Washington á föstudag, en þaðan fór hún í heimsókn til Tyrklands þaðan sem tilkynning barst frá henni að það væri Bandaríkjamanna að marka eigin stefnu í innflytjendamálum. Það vakti ekki mikla lukku í Bretlandi og var hún einungis nýlent í Bretlandi þegar tilkynning kom frá breska forsætisráðuneytinu, sem skerpti á gagnrýni á stefnu Trump. Þar sagði meðal annars að yfirvöld í Bandaríkjunum færu með stefnumörkun í innflytjendamálum í Bandaríkjunum, rétt eins og innflytjendastefna Bretlands er í höndum bresku ríkisstjórnarinnar. „En við erum ekki sammála þessari aðferð og þetta er ekki aðferð sem við munum beita sjálf.“ Breskir þingmenn, hvort sem þeir eru í Verkamannaflokknum eða Íhaldsflokknum, hafa gagnrýnt May harðlega fyrir að fordæma ekki ákvörðun Trump strax. Staða breskra íþróttamanna hefur til að mynda þótt áhyggjuefni, en margir þeirra eru fæddir í þeim ríkjum sem nú eru komin á bannlista Trump. Þá er til að mynda einn þingmaður Íhaldsflokksins, Nadhim Zahawi, upprunalega frá Írak og getur því ekki ferðast til Bandaríkjanna á meðan fyrirskipun Trump er í gildi. Þá hefur ráðherra Skotlands, Nicola Sturgeon sagt að forsætisráðherrann hefði átt að gagnrýna ákvörðunina um leið, en ekki klukkustundum síðar, undir pressu. May er talin vilja halda Trump góðum, í von um að ná fram góðum viðskiptasamningi við Bandaríkin, fyrir hönd Bretlands. Donald Trump Tengdar fréttir Trump: Blátt bann við komu 134 milljóna múslima til Bandaríkjanna Tilskipun sem forseti Bandaríkjanna undirritaði í gær nær einnig til flóttafólks og handhafa græna kortsins. 28. janúar 2017 20:21 Dómari greip inn í tilskipun Trump Kom í veg fyrir að hægt væri að vísa fólki á brott um tíma. 29. janúar 2017 08:37 Ringulreið á flugvöllum vegna múslimabanns Trumps: Fólk kemst ekki heim til sín Fjölmörg dæmi er um að fólk sem er við nám eða vinnu í Bandaríkjunum komist ekki aftur þangað. Sumir eru í haldi á bandarískum flugvöllum. 28. janúar 2017 21:51 Justin Trudeau við flóttamenn: „Verið velkomin til Kanada“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tekur afstöðu gegn fyrirskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að meina flóttamönnum að koma til landsins og segir þá velkomna til Kanada. 29. janúar 2017 09:26 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, styður ekki ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að meina fólki frá sjö löndum inngöngu í Bandaríkin. May hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki fordæmt ákvörðun Trump um leið, en þess í stað sagði hún að það væri yfirvalda í Bandaríkjunum að ákveða sína eigin stefnumörkun. Breska ríkisstjórnin mun standa við bakið á breskum ríkisborgurum sem kunna að verða fyrir áhrifum vegna bannsins. Fyrirskipun Trump, sem hann undirritaði í gær, meinar ríkisborgurum Íraks, Írans, Libíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin næstu þrjá mánuði, jafnvel þó þeir hafi svokallað græna kort, sem er ótímabundið dvalar- og landvistarleyfi. Um er að ræða eitt af helstu kosningaloforðum Trump, en hann lofaði að hann myndi banna múslímum að koma til Bandaríkjanna. Ringulreið skapaðist á flugvöllum víðsvegar um Bandaríkin vegna ákvörðunarinnar þar sem fjölda fólks var meinuð innganga í landið. Alríkisdómari úrskurðaði í nótt að stjórnvöldum þar í landi væri óheimilt að flytja á brott aðila sem þegar eru komnir til Bandaríkjanna með gilda vegabréfsáritun.Sjá einnig: Dómari greip inn í tilskipun TrumpMay heimsótti Trump í Washington á föstudag, en þaðan fór hún í heimsókn til Tyrklands þaðan sem tilkynning barst frá henni að það væri Bandaríkjamanna að marka eigin stefnu í innflytjendamálum. Það vakti ekki mikla lukku í Bretlandi og var hún einungis nýlent í Bretlandi þegar tilkynning kom frá breska forsætisráðuneytinu, sem skerpti á gagnrýni á stefnu Trump. Þar sagði meðal annars að yfirvöld í Bandaríkjunum færu með stefnumörkun í innflytjendamálum í Bandaríkjunum, rétt eins og innflytjendastefna Bretlands er í höndum bresku ríkisstjórnarinnar. „En við erum ekki sammála þessari aðferð og þetta er ekki aðferð sem við munum beita sjálf.“ Breskir þingmenn, hvort sem þeir eru í Verkamannaflokknum eða Íhaldsflokknum, hafa gagnrýnt May harðlega fyrir að fordæma ekki ákvörðun Trump strax. Staða breskra íþróttamanna hefur til að mynda þótt áhyggjuefni, en margir þeirra eru fæddir í þeim ríkjum sem nú eru komin á bannlista Trump. Þá er til að mynda einn þingmaður Íhaldsflokksins, Nadhim Zahawi, upprunalega frá Írak og getur því ekki ferðast til Bandaríkjanna á meðan fyrirskipun Trump er í gildi. Þá hefur ráðherra Skotlands, Nicola Sturgeon sagt að forsætisráðherrann hefði átt að gagnrýna ákvörðunina um leið, en ekki klukkustundum síðar, undir pressu. May er talin vilja halda Trump góðum, í von um að ná fram góðum viðskiptasamningi við Bandaríkin, fyrir hönd Bretlands.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump: Blátt bann við komu 134 milljóna múslima til Bandaríkjanna Tilskipun sem forseti Bandaríkjanna undirritaði í gær nær einnig til flóttafólks og handhafa græna kortsins. 28. janúar 2017 20:21 Dómari greip inn í tilskipun Trump Kom í veg fyrir að hægt væri að vísa fólki á brott um tíma. 29. janúar 2017 08:37 Ringulreið á flugvöllum vegna múslimabanns Trumps: Fólk kemst ekki heim til sín Fjölmörg dæmi er um að fólk sem er við nám eða vinnu í Bandaríkjunum komist ekki aftur þangað. Sumir eru í haldi á bandarískum flugvöllum. 28. janúar 2017 21:51 Justin Trudeau við flóttamenn: „Verið velkomin til Kanada“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tekur afstöðu gegn fyrirskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að meina flóttamönnum að koma til landsins og segir þá velkomna til Kanada. 29. janúar 2017 09:26 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Trump: Blátt bann við komu 134 milljóna múslima til Bandaríkjanna Tilskipun sem forseti Bandaríkjanna undirritaði í gær nær einnig til flóttafólks og handhafa græna kortsins. 28. janúar 2017 20:21
Dómari greip inn í tilskipun Trump Kom í veg fyrir að hægt væri að vísa fólki á brott um tíma. 29. janúar 2017 08:37
Ringulreið á flugvöllum vegna múslimabanns Trumps: Fólk kemst ekki heim til sín Fjölmörg dæmi er um að fólk sem er við nám eða vinnu í Bandaríkjunum komist ekki aftur þangað. Sumir eru í haldi á bandarískum flugvöllum. 28. janúar 2017 21:51
Justin Trudeau við flóttamenn: „Verið velkomin til Kanada“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tekur afstöðu gegn fyrirskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að meina flóttamönnum að koma til landsins og segir þá velkomna til Kanada. 29. janúar 2017 09:26