Malia Obama mótmælir áformum Trumps nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 29. janúar 2017 20:30 Malia Obama á mótmælunum ásamt vinkonu sinni. vísir/ap Malia, eldri dóttir Baracks Obama, tók þátt í mótmælum gegn lagningu olíuleiðslu sem Donald Trump hefur heimilað á ný með tilskipun sem hann undirritaði í síðustu viku. Mótmælin fóru fram á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Fyrst var lagt á ráðin um lögn leiðslunnar árið 2014 en áformin mættu mikilli mótstöðu. Á þriðjudaginn var undirritaði Trump tilskipun þess efnis að tæpir fjórir milljarðar bandaríkjadala skyldu settir í verkefnið. Ríkisstjórn Obama setti talsverðar hömlur á verkefnið í desember í fyrra til þess að koma í veg fyrir mengunaráhrif en Trump aflétti þeim takmörkunum.Sjá einnig: Trump vill flýta fyrir byggingu umdeildra olíuleiðslnaTrump lét til sín taka í vikunni sem er að líða.Vísir/EPAOlíuleiðslan mun spanna 1.770 kílómetra og kemur til með að liggja frá vesturhluta Norður-Dakóta fylkis til suðurhluta Illinois. Leiðslan mun vera lögð í gegnum tvö stórfljót, Mississippi og Missouri, auk hluta Oahe-vatns. Mótmæli blossuðu upp í kjölfarið tilskipunar Trumps en líkur eru á að leiðslan komi til með að menga drykkjarvatn. Frumbyggjar Norður-Ameríku hafa verið áberandi í mótmælunum enda mun leiðslan vera lögð í nágrenni við friðland þeirra, Standing Rock Reservation. Malia Obama fékk leyfi til þess að fara á Sundance-kvikmyndahátíðina í stað þess að eyða tíma með fjölskyldu sinni í Karíbahafinu. Hún hefur ekki tjáð sig opinberlega um hug sinn í garð hins nýja Bandaríkjaforseta en faðir hennar kvað þær systur báðar hafa orðið vonsviknar þegar Trump hafði betur gegn Hillary Clinton í forsetakosningunum í nóvember. Malia er átján ára og mun hún hefja nám í Harvard-háskóla í Boston í haust. Trump hefur látið til sín taka í fyrstu viku sinni í embætti forseta. Auk þess að undirrita áðurnefnda tilskipun hefur hann með samskonar hætti meinað öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin og gildir slíkt einnig um fólk frá þessum ríkjum sem eru handhafar græna kortsins. Um tímabundið bann er að ræða en það kemur til með að gilda í þrjá mánuði. Bandaríkjaforseti hefur að auki bannað öllum þeim sem hafa stöðu hælislendenda inngöngu í landið og mun bannið gilda í fjóra mánuði. Áhrifa tilskipana forsetans fór að gæta skömmu eftir undirritun þeirra. Enn eru ríkisborgarar umræddra landa í haldi á mörgum af helstu alþjóðaflugvöllum Bandaríkjanna og aðrir komast ekki til síns heima. Víða er mótmælt vestanhafs og hafa tveir Íranir höfðað mál vegna meðferðar sinnar á John F. Kennedy flugvelli í New York. Frumbyggjar mótmæla olíuleiðslunni.vísir/epaMótmælin hófust í fyrrahaust og linnti ekki fyrr en Obama greip til aðgerða. Nú hafa þau hafist á ný af fullum krafti.vísir/epa Donald Trump Tengdar fréttir Dómari greip inn í tilskipun Trump Kom í veg fyrir að hægt væri að vísa fólki á brott um tíma. 29. janúar 2017 08:37 Trump vill ekki að Bandaríkin verði eins og Evrópa Bandaríkjaforseti fór mikinn á Twitter í dag. 29. janúar 2017 18:16 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Malia, eldri dóttir Baracks Obama, tók þátt í mótmælum gegn lagningu olíuleiðslu sem Donald Trump hefur heimilað á ný með tilskipun sem hann undirritaði í síðustu viku. Mótmælin fóru fram á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Fyrst var lagt á ráðin um lögn leiðslunnar árið 2014 en áformin mættu mikilli mótstöðu. Á þriðjudaginn var undirritaði Trump tilskipun þess efnis að tæpir fjórir milljarðar bandaríkjadala skyldu settir í verkefnið. Ríkisstjórn Obama setti talsverðar hömlur á verkefnið í desember í fyrra til þess að koma í veg fyrir mengunaráhrif en Trump aflétti þeim takmörkunum.Sjá einnig: Trump vill flýta fyrir byggingu umdeildra olíuleiðslnaTrump lét til sín taka í vikunni sem er að líða.Vísir/EPAOlíuleiðslan mun spanna 1.770 kílómetra og kemur til með að liggja frá vesturhluta Norður-Dakóta fylkis til suðurhluta Illinois. Leiðslan mun vera lögð í gegnum tvö stórfljót, Mississippi og Missouri, auk hluta Oahe-vatns. Mótmæli blossuðu upp í kjölfarið tilskipunar Trumps en líkur eru á að leiðslan komi til með að menga drykkjarvatn. Frumbyggjar Norður-Ameríku hafa verið áberandi í mótmælunum enda mun leiðslan vera lögð í nágrenni við friðland þeirra, Standing Rock Reservation. Malia Obama fékk leyfi til þess að fara á Sundance-kvikmyndahátíðina í stað þess að eyða tíma með fjölskyldu sinni í Karíbahafinu. Hún hefur ekki tjáð sig opinberlega um hug sinn í garð hins nýja Bandaríkjaforseta en faðir hennar kvað þær systur báðar hafa orðið vonsviknar þegar Trump hafði betur gegn Hillary Clinton í forsetakosningunum í nóvember. Malia er átján ára og mun hún hefja nám í Harvard-háskóla í Boston í haust. Trump hefur látið til sín taka í fyrstu viku sinni í embætti forseta. Auk þess að undirrita áðurnefnda tilskipun hefur hann með samskonar hætti meinað öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin og gildir slíkt einnig um fólk frá þessum ríkjum sem eru handhafar græna kortsins. Um tímabundið bann er að ræða en það kemur til með að gilda í þrjá mánuði. Bandaríkjaforseti hefur að auki bannað öllum þeim sem hafa stöðu hælislendenda inngöngu í landið og mun bannið gilda í fjóra mánuði. Áhrifa tilskipana forsetans fór að gæta skömmu eftir undirritun þeirra. Enn eru ríkisborgarar umræddra landa í haldi á mörgum af helstu alþjóðaflugvöllum Bandaríkjanna og aðrir komast ekki til síns heima. Víða er mótmælt vestanhafs og hafa tveir Íranir höfðað mál vegna meðferðar sinnar á John F. Kennedy flugvelli í New York. Frumbyggjar mótmæla olíuleiðslunni.vísir/epaMótmælin hófust í fyrrahaust og linnti ekki fyrr en Obama greip til aðgerða. Nú hafa þau hafist á ný af fullum krafti.vísir/epa
Donald Trump Tengdar fréttir Dómari greip inn í tilskipun Trump Kom í veg fyrir að hægt væri að vísa fólki á brott um tíma. 29. janúar 2017 08:37 Trump vill ekki að Bandaríkin verði eins og Evrópa Bandaríkjaforseti fór mikinn á Twitter í dag. 29. janúar 2017 18:16 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Dómari greip inn í tilskipun Trump Kom í veg fyrir að hægt væri að vísa fólki á brott um tíma. 29. janúar 2017 08:37
Trump vill ekki að Bandaríkin verði eins og Evrópa Bandaríkjaforseti fór mikinn á Twitter í dag. 29. janúar 2017 18:16