Löggjöf um líffæragjafir: Er franska leiðin skynsamleg fyrir Íslendinga? Runólfur Pálsson og Birgir Jakobsson skrifar 11. janúar 2017 07:00 Að undanförnu hefur verið talsverð umfjöllun um líffæragjafir í fjölmiðlum í tilefni af lagabreytingu í Frakklandi á þann veg að allir þegnar séu sjálfkrafa líffæragjafar við andlát, hafi þeir ekki áður lýst sig andvíga með skriflegri yfirlýsingu. Ýmsir hafa haldið fram þeirri skoðun að við Íslendingar ættum að fara sömu leið og Frakkar svo unnt sé að mæta skorti á líffærum til ígræðslu. Opinber umræða um líffæragjafir er mikilvæg því hún getur stuðlað að fjölgun líffæragjafa. Á hinn bóginn er þetta viðkvæmt mál og nauðsynlegt að öllum sé ljóst hvaða afleiðingar breyting á löggjöf hefur í för með sér.Lög um líffæragjafir Í Frakklandi hefur lengi verið við lýði löggjöf um líffæragjafir sem byggir á ætluðu samþykki. Samkvæmt henni var gert ráð fyrir að fólk væri reiðubúið að gefa líffæri sín, en engu að síður þurfti að hafa samráð við aðstandendur. Samkvæmt nýju lögunum þarf hins vegar ekki lengur að leita til aðstandenda í því skyni að kanna afstöðu hins látna til líffæragjafar. Haldin verður skrá yfir andvíga, en óvíst er að hún muni nægja til að tryggja rétt þeirra sem ekki vilja gefa líffæri sín. Lögin eru því umdeild, ekki síst vegna ótta við að alvarlegur ágreiningur við fjölskyldu hins látna geti skapast. Meðal flestra annarra þjóða er leitað til ættingja þótt lög feli í sér ætlað samþykki og er það víðast hvar lagaleg skylda. Á Íslandi voru sett lög um ákvörðun dauða og brottnám líffæra til ígræðslu árið 1991 og byggja þau á upplýstu samþykki, en þá er gengið út frá því að hinn látni væri andvígur líffæragjöf nema hann hefði áður lýst yfir vilja til að gefa líffæri sín. Löggjöf Dana er hliðstæð okkar en Finnar, Norðmenn og Svíar búa við ætlað samþykki eins og meirihluti Evrópuþjóða. Nýlega var lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á lögunum um brottnám líffæra úr upplýstu í ætlað samþykki en það hlaut ekki brautargengi. Áform munu vera um að leggja slíkt frumvarp fram að nýju.Leiðir til að fjölga líffæragjöfum Deilt hefur verið um hvort lagaleg umgjörð hafi áhrif á fjölda líffæragjafa. Það er óneitanlega vísbending í þá átt að tíðni líffæragjafa er áberandi hærri í löndum þar sem lög fela í sér ætlað samþykki. Á hinn bóginn hefur ekki verið sýnt fram á með vissu að breyting úr upplýstu í ætlað samþykki leiði til fjölgunar gjafa. Þetta er þó ekki auðvelt að meta því að oftast hefur verið ráðist í aðrar aðgerðir samhliða lagabreytingu. Margvíslegar leiðir hafa verið reyndar til að fjölga líffæragjöfum og hefur reynslan verið best þar sem beitt hefur verið fjölþættu átaki. Auk löggjafar sem byggir á ætluðu samþykki hefur almenningsfræðsla og leiðir sem stuðla að umræðu innan fjölskyldunnar reynst hafa mikla þýðingu. Einnig hefur öflugt skipulag og umgjörð um líffæragjafaferlið gefið góða raun. Athyglisvert er að opinber skrá um vilja til að gefa líffæri eða hið gagnstæða hefur hvergi náð flugi. Hér á landi hefur verið farin fremur einföld leið þar sem fólk getur skráð vilja sinn til líffæragjafar á vef Embættis landlæknis (https://donor.landlaeknir.is) og á www.heilsuvera.is. Standa vonir til að hún muni skila árangri.Er ástæða til að breyta íslensku löggjöfinni? Hérlendis hefur sýnt sig að stór hluti almennings er hlynntur líffæragjöf við andlát. Flestir virðast telja það eðlilegt viðhorf, enda geta allir einhvern tíma þurft á líffæraígræðslu að halda og því eðlilegt að þeir sem sækjast eftir slíkri meðferð séu jafnframt reiðubúnir að gefa líffæri sín. En þetta gildir ekki um alla og geta ýmsar ástæður legið að baki, m.a. menningarlegur bakgrunnur og trúarskoðanir. Það er mat okkar að það sé óskynsamlegt að ganga jafnlangt og Frakkar með nýjum lögum um líffæragjafir. Engu að síður er fyllsta ástæða til að íslenskri löggjöf verði breytt í átt að ætluðu samþykki þar sem það speglar vilja þorra þjóðarinnar. En jafnframt verður að vernda rétt allra einstaklinga til ákvörðunar um eigin hagi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur verið talsverð umfjöllun um líffæragjafir í fjölmiðlum í tilefni af lagabreytingu í Frakklandi á þann veg að allir þegnar séu sjálfkrafa líffæragjafar við andlát, hafi þeir ekki áður lýst sig andvíga með skriflegri yfirlýsingu. Ýmsir hafa haldið fram þeirri skoðun að við Íslendingar ættum að fara sömu leið og Frakkar svo unnt sé að mæta skorti á líffærum til ígræðslu. Opinber umræða um líffæragjafir er mikilvæg því hún getur stuðlað að fjölgun líffæragjafa. Á hinn bóginn er þetta viðkvæmt mál og nauðsynlegt að öllum sé ljóst hvaða afleiðingar breyting á löggjöf hefur í för með sér.Lög um líffæragjafir Í Frakklandi hefur lengi verið við lýði löggjöf um líffæragjafir sem byggir á ætluðu samþykki. Samkvæmt henni var gert ráð fyrir að fólk væri reiðubúið að gefa líffæri sín, en engu að síður þurfti að hafa samráð við aðstandendur. Samkvæmt nýju lögunum þarf hins vegar ekki lengur að leita til aðstandenda í því skyni að kanna afstöðu hins látna til líffæragjafar. Haldin verður skrá yfir andvíga, en óvíst er að hún muni nægja til að tryggja rétt þeirra sem ekki vilja gefa líffæri sín. Lögin eru því umdeild, ekki síst vegna ótta við að alvarlegur ágreiningur við fjölskyldu hins látna geti skapast. Meðal flestra annarra þjóða er leitað til ættingja þótt lög feli í sér ætlað samþykki og er það víðast hvar lagaleg skylda. Á Íslandi voru sett lög um ákvörðun dauða og brottnám líffæra til ígræðslu árið 1991 og byggja þau á upplýstu samþykki, en þá er gengið út frá því að hinn látni væri andvígur líffæragjöf nema hann hefði áður lýst yfir vilja til að gefa líffæri sín. Löggjöf Dana er hliðstæð okkar en Finnar, Norðmenn og Svíar búa við ætlað samþykki eins og meirihluti Evrópuþjóða. Nýlega var lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á lögunum um brottnám líffæra úr upplýstu í ætlað samþykki en það hlaut ekki brautargengi. Áform munu vera um að leggja slíkt frumvarp fram að nýju.Leiðir til að fjölga líffæragjöfum Deilt hefur verið um hvort lagaleg umgjörð hafi áhrif á fjölda líffæragjafa. Það er óneitanlega vísbending í þá átt að tíðni líffæragjafa er áberandi hærri í löndum þar sem lög fela í sér ætlað samþykki. Á hinn bóginn hefur ekki verið sýnt fram á með vissu að breyting úr upplýstu í ætlað samþykki leiði til fjölgunar gjafa. Þetta er þó ekki auðvelt að meta því að oftast hefur verið ráðist í aðrar aðgerðir samhliða lagabreytingu. Margvíslegar leiðir hafa verið reyndar til að fjölga líffæragjöfum og hefur reynslan verið best þar sem beitt hefur verið fjölþættu átaki. Auk löggjafar sem byggir á ætluðu samþykki hefur almenningsfræðsla og leiðir sem stuðla að umræðu innan fjölskyldunnar reynst hafa mikla þýðingu. Einnig hefur öflugt skipulag og umgjörð um líffæragjafaferlið gefið góða raun. Athyglisvert er að opinber skrá um vilja til að gefa líffæri eða hið gagnstæða hefur hvergi náð flugi. Hér á landi hefur verið farin fremur einföld leið þar sem fólk getur skráð vilja sinn til líffæragjafar á vef Embættis landlæknis (https://donor.landlaeknir.is) og á www.heilsuvera.is. Standa vonir til að hún muni skila árangri.Er ástæða til að breyta íslensku löggjöfinni? Hérlendis hefur sýnt sig að stór hluti almennings er hlynntur líffæragjöf við andlát. Flestir virðast telja það eðlilegt viðhorf, enda geta allir einhvern tíma þurft á líffæraígræðslu að halda og því eðlilegt að þeir sem sækjast eftir slíkri meðferð séu jafnframt reiðubúnir að gefa líffæri sín. En þetta gildir ekki um alla og geta ýmsar ástæður legið að baki, m.a. menningarlegur bakgrunnur og trúarskoðanir. Það er mat okkar að það sé óskynsamlegt að ganga jafnlangt og Frakkar með nýjum lögum um líffæragjafir. Engu að síður er fyllsta ástæða til að íslenskri löggjöf verði breytt í átt að ætluðu samþykki þar sem það speglar vilja þorra þjóðarinnar. En jafnframt verður að vernda rétt allra einstaklinga til ákvörðunar um eigin hagi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun