Löggjöf um líffæragjafir: Er franska leiðin skynsamleg fyrir Íslendinga? Runólfur Pálsson og Birgir Jakobsson skrifar 11. janúar 2017 07:00 Að undanförnu hefur verið talsverð umfjöllun um líffæragjafir í fjölmiðlum í tilefni af lagabreytingu í Frakklandi á þann veg að allir þegnar séu sjálfkrafa líffæragjafar við andlát, hafi þeir ekki áður lýst sig andvíga með skriflegri yfirlýsingu. Ýmsir hafa haldið fram þeirri skoðun að við Íslendingar ættum að fara sömu leið og Frakkar svo unnt sé að mæta skorti á líffærum til ígræðslu. Opinber umræða um líffæragjafir er mikilvæg því hún getur stuðlað að fjölgun líffæragjafa. Á hinn bóginn er þetta viðkvæmt mál og nauðsynlegt að öllum sé ljóst hvaða afleiðingar breyting á löggjöf hefur í för með sér.Lög um líffæragjafir Í Frakklandi hefur lengi verið við lýði löggjöf um líffæragjafir sem byggir á ætluðu samþykki. Samkvæmt henni var gert ráð fyrir að fólk væri reiðubúið að gefa líffæri sín, en engu að síður þurfti að hafa samráð við aðstandendur. Samkvæmt nýju lögunum þarf hins vegar ekki lengur að leita til aðstandenda í því skyni að kanna afstöðu hins látna til líffæragjafar. Haldin verður skrá yfir andvíga, en óvíst er að hún muni nægja til að tryggja rétt þeirra sem ekki vilja gefa líffæri sín. Lögin eru því umdeild, ekki síst vegna ótta við að alvarlegur ágreiningur við fjölskyldu hins látna geti skapast. Meðal flestra annarra þjóða er leitað til ættingja þótt lög feli í sér ætlað samþykki og er það víðast hvar lagaleg skylda. Á Íslandi voru sett lög um ákvörðun dauða og brottnám líffæra til ígræðslu árið 1991 og byggja þau á upplýstu samþykki, en þá er gengið út frá því að hinn látni væri andvígur líffæragjöf nema hann hefði áður lýst yfir vilja til að gefa líffæri sín. Löggjöf Dana er hliðstæð okkar en Finnar, Norðmenn og Svíar búa við ætlað samþykki eins og meirihluti Evrópuþjóða. Nýlega var lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á lögunum um brottnám líffæra úr upplýstu í ætlað samþykki en það hlaut ekki brautargengi. Áform munu vera um að leggja slíkt frumvarp fram að nýju.Leiðir til að fjölga líffæragjöfum Deilt hefur verið um hvort lagaleg umgjörð hafi áhrif á fjölda líffæragjafa. Það er óneitanlega vísbending í þá átt að tíðni líffæragjafa er áberandi hærri í löndum þar sem lög fela í sér ætlað samþykki. Á hinn bóginn hefur ekki verið sýnt fram á með vissu að breyting úr upplýstu í ætlað samþykki leiði til fjölgunar gjafa. Þetta er þó ekki auðvelt að meta því að oftast hefur verið ráðist í aðrar aðgerðir samhliða lagabreytingu. Margvíslegar leiðir hafa verið reyndar til að fjölga líffæragjöfum og hefur reynslan verið best þar sem beitt hefur verið fjölþættu átaki. Auk löggjafar sem byggir á ætluðu samþykki hefur almenningsfræðsla og leiðir sem stuðla að umræðu innan fjölskyldunnar reynst hafa mikla þýðingu. Einnig hefur öflugt skipulag og umgjörð um líffæragjafaferlið gefið góða raun. Athyglisvert er að opinber skrá um vilja til að gefa líffæri eða hið gagnstæða hefur hvergi náð flugi. Hér á landi hefur verið farin fremur einföld leið þar sem fólk getur skráð vilja sinn til líffæragjafar á vef Embættis landlæknis (https://donor.landlaeknir.is) og á www.heilsuvera.is. Standa vonir til að hún muni skila árangri.Er ástæða til að breyta íslensku löggjöfinni? Hérlendis hefur sýnt sig að stór hluti almennings er hlynntur líffæragjöf við andlát. Flestir virðast telja það eðlilegt viðhorf, enda geta allir einhvern tíma þurft á líffæraígræðslu að halda og því eðlilegt að þeir sem sækjast eftir slíkri meðferð séu jafnframt reiðubúnir að gefa líffæri sín. En þetta gildir ekki um alla og geta ýmsar ástæður legið að baki, m.a. menningarlegur bakgrunnur og trúarskoðanir. Það er mat okkar að það sé óskynsamlegt að ganga jafnlangt og Frakkar með nýjum lögum um líffæragjafir. Engu að síður er fyllsta ástæða til að íslenskri löggjöf verði breytt í átt að ætluðu samþykki þar sem það speglar vilja þorra þjóðarinnar. En jafnframt verður að vernda rétt allra einstaklinga til ákvörðunar um eigin hagi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur verið talsverð umfjöllun um líffæragjafir í fjölmiðlum í tilefni af lagabreytingu í Frakklandi á þann veg að allir þegnar séu sjálfkrafa líffæragjafar við andlát, hafi þeir ekki áður lýst sig andvíga með skriflegri yfirlýsingu. Ýmsir hafa haldið fram þeirri skoðun að við Íslendingar ættum að fara sömu leið og Frakkar svo unnt sé að mæta skorti á líffærum til ígræðslu. Opinber umræða um líffæragjafir er mikilvæg því hún getur stuðlað að fjölgun líffæragjafa. Á hinn bóginn er þetta viðkvæmt mál og nauðsynlegt að öllum sé ljóst hvaða afleiðingar breyting á löggjöf hefur í för með sér.Lög um líffæragjafir Í Frakklandi hefur lengi verið við lýði löggjöf um líffæragjafir sem byggir á ætluðu samþykki. Samkvæmt henni var gert ráð fyrir að fólk væri reiðubúið að gefa líffæri sín, en engu að síður þurfti að hafa samráð við aðstandendur. Samkvæmt nýju lögunum þarf hins vegar ekki lengur að leita til aðstandenda í því skyni að kanna afstöðu hins látna til líffæragjafar. Haldin verður skrá yfir andvíga, en óvíst er að hún muni nægja til að tryggja rétt þeirra sem ekki vilja gefa líffæri sín. Lögin eru því umdeild, ekki síst vegna ótta við að alvarlegur ágreiningur við fjölskyldu hins látna geti skapast. Meðal flestra annarra þjóða er leitað til ættingja þótt lög feli í sér ætlað samþykki og er það víðast hvar lagaleg skylda. Á Íslandi voru sett lög um ákvörðun dauða og brottnám líffæra til ígræðslu árið 1991 og byggja þau á upplýstu samþykki, en þá er gengið út frá því að hinn látni væri andvígur líffæragjöf nema hann hefði áður lýst yfir vilja til að gefa líffæri sín. Löggjöf Dana er hliðstæð okkar en Finnar, Norðmenn og Svíar búa við ætlað samþykki eins og meirihluti Evrópuþjóða. Nýlega var lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á lögunum um brottnám líffæra úr upplýstu í ætlað samþykki en það hlaut ekki brautargengi. Áform munu vera um að leggja slíkt frumvarp fram að nýju.Leiðir til að fjölga líffæragjöfum Deilt hefur verið um hvort lagaleg umgjörð hafi áhrif á fjölda líffæragjafa. Það er óneitanlega vísbending í þá átt að tíðni líffæragjafa er áberandi hærri í löndum þar sem lög fela í sér ætlað samþykki. Á hinn bóginn hefur ekki verið sýnt fram á með vissu að breyting úr upplýstu í ætlað samþykki leiði til fjölgunar gjafa. Þetta er þó ekki auðvelt að meta því að oftast hefur verið ráðist í aðrar aðgerðir samhliða lagabreytingu. Margvíslegar leiðir hafa verið reyndar til að fjölga líffæragjöfum og hefur reynslan verið best þar sem beitt hefur verið fjölþættu átaki. Auk löggjafar sem byggir á ætluðu samþykki hefur almenningsfræðsla og leiðir sem stuðla að umræðu innan fjölskyldunnar reynst hafa mikla þýðingu. Einnig hefur öflugt skipulag og umgjörð um líffæragjafaferlið gefið góða raun. Athyglisvert er að opinber skrá um vilja til að gefa líffæri eða hið gagnstæða hefur hvergi náð flugi. Hér á landi hefur verið farin fremur einföld leið þar sem fólk getur skráð vilja sinn til líffæragjafar á vef Embættis landlæknis (https://donor.landlaeknir.is) og á www.heilsuvera.is. Standa vonir til að hún muni skila árangri.Er ástæða til að breyta íslensku löggjöfinni? Hérlendis hefur sýnt sig að stór hluti almennings er hlynntur líffæragjöf við andlát. Flestir virðast telja það eðlilegt viðhorf, enda geta allir einhvern tíma þurft á líffæraígræðslu að halda og því eðlilegt að þeir sem sækjast eftir slíkri meðferð séu jafnframt reiðubúnir að gefa líffæri sín. En þetta gildir ekki um alla og geta ýmsar ástæður legið að baki, m.a. menningarlegur bakgrunnur og trúarskoðanir. Það er mat okkar að það sé óskynsamlegt að ganga jafnlangt og Frakkar með nýjum lögum um líffæragjafir. Engu að síður er fyllsta ástæða til að íslenskri löggjöf verði breytt í átt að ætluðu samþykki þar sem það speglar vilja þorra þjóðarinnar. En jafnframt verður að vernda rétt allra einstaklinga til ákvörðunar um eigin hagi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun