Eigendalausu félögin Stjórnarmaðurinn skrifar 12. janúar 2017 11:00 Eitt af vandamálum á íslenskum fjármálamarkaði er nokkuð sem kalla mætti umboðsvanda. Birtingarmyndin er sú að lífeyrissjóðir eru langfyrirferðarmesti aðilinn. Eins og allir vita höndla þeir sem stýra lífeyrissjóðunum með annarra manna fé. Aðhaldið að störfum þeirra er í raun sáralítið, enda langur vegur á milli þess sem framkvæmir fjárfestinguna, fylgir henni eftir og þeirra sem eru endanlegir eigendur verðmætanna – fólksins í landinu. Þetta veldur því að mörg skráðu félaganna í kauphöllinni eru í raun eigendalaus. Lífeyrissjóðirnir veita stjórnendum skráðra félaga ekki sérstaklega mikið aðhald. Stjórnendur verða værukærir og hálfgerður doði skapast í rekstrinum. Þeir þurfa ekki að vera á tánum með sama hætti og ef eigandinn væri manneskja af holdi og blóði. Við þetta bætist svo að stjórnendur eiga oft á tíðum engan eða hverfandi hlut í félögunum sem þeir stjórna. Þessi staða skapar líka vandamál varðandi skilvirkni á markaði. Fjármálamarkaður þar sem langstærstur hluti þátttakenda þarf ekki að standa skil á gjörðum sínum eða á ekki allt undir að vel gangi getur vart talist skilvirkur. Dæmi um þetta er lækkun á verði Haga í Kauphöllinni að undanförnu sem virðist að einhverju leyti eiga rætur að rekja til þess að markaðsaðilar óttast áhrif lokunar verslana í Smáralind og Glæsibæ á rekstrarniðurstöður félagsins. Þessar lokanir og þær breytingar sem fylgja á rekstrarumhverfi Haga hafa legið fyrir lengi, og ættu því í raun fyrir löngu að hafa skilað sér út í hlutabréfaverðið. Svo virðist sem einhverjir hafi sofið á verðinum og ekki rankað við sér fyrr en um síðir. Eðlilega, enda er hvatinn til að fylgjast vel með einfaldlega ekki sá sami þegar sýslað er með annarra manna fé. Hin hliðin á peningnum er svo sú að hafi menn trú á þeim breytingum sem þessar lokanir eru liður í ætti verðið að hækka fremur en hitt. Bréfin gáfu aðeins eftir og vafalaust einhverjir sem sjá tækifæri í því eins og gengur, enda hafa Hagar spyrnt við nú í byrjun viku. Stóra myndin er sú að heilbrigður hlutabréfamarkaður byggist á því að jafnvægi sé milli einkafjárfesta og þeirra sem kalla mætti stofnanafjárfesta. Því hefur farið fjarri á árunum eftir hrun en horfir hægt og bítandi til bóta. Komnir eru eftirtektarverðir einkafjárfestar í nokkur kauphallarfélaganna. Vonandi verður framhald á. Það er lífsspursmál fyrir heilbrigðan og skilvirkan hlutabréfamarkað.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Birtist í Fréttablaðinu Stjórnarmaðurinn Mest lesið Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Bilun hjá Símanum Neytendur „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Neytendur Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Viðskipti innlent Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent Sesselja nýr forstjóri Genis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Sjá meira
Eitt af vandamálum á íslenskum fjármálamarkaði er nokkuð sem kalla mætti umboðsvanda. Birtingarmyndin er sú að lífeyrissjóðir eru langfyrirferðarmesti aðilinn. Eins og allir vita höndla þeir sem stýra lífeyrissjóðunum með annarra manna fé. Aðhaldið að störfum þeirra er í raun sáralítið, enda langur vegur á milli þess sem framkvæmir fjárfestinguna, fylgir henni eftir og þeirra sem eru endanlegir eigendur verðmætanna – fólksins í landinu. Þetta veldur því að mörg skráðu félaganna í kauphöllinni eru í raun eigendalaus. Lífeyrissjóðirnir veita stjórnendum skráðra félaga ekki sérstaklega mikið aðhald. Stjórnendur verða værukærir og hálfgerður doði skapast í rekstrinum. Þeir þurfa ekki að vera á tánum með sama hætti og ef eigandinn væri manneskja af holdi og blóði. Við þetta bætist svo að stjórnendur eiga oft á tíðum engan eða hverfandi hlut í félögunum sem þeir stjórna. Þessi staða skapar líka vandamál varðandi skilvirkni á markaði. Fjármálamarkaður þar sem langstærstur hluti þátttakenda þarf ekki að standa skil á gjörðum sínum eða á ekki allt undir að vel gangi getur vart talist skilvirkur. Dæmi um þetta er lækkun á verði Haga í Kauphöllinni að undanförnu sem virðist að einhverju leyti eiga rætur að rekja til þess að markaðsaðilar óttast áhrif lokunar verslana í Smáralind og Glæsibæ á rekstrarniðurstöður félagsins. Þessar lokanir og þær breytingar sem fylgja á rekstrarumhverfi Haga hafa legið fyrir lengi, og ættu því í raun fyrir löngu að hafa skilað sér út í hlutabréfaverðið. Svo virðist sem einhverjir hafi sofið á verðinum og ekki rankað við sér fyrr en um síðir. Eðlilega, enda er hvatinn til að fylgjast vel með einfaldlega ekki sá sami þegar sýslað er með annarra manna fé. Hin hliðin á peningnum er svo sú að hafi menn trú á þeim breytingum sem þessar lokanir eru liður í ætti verðið að hækka fremur en hitt. Bréfin gáfu aðeins eftir og vafalaust einhverjir sem sjá tækifæri í því eins og gengur, enda hafa Hagar spyrnt við nú í byrjun viku. Stóra myndin er sú að heilbrigður hlutabréfamarkaður byggist á því að jafnvægi sé milli einkafjárfesta og þeirra sem kalla mætti stofnanafjárfesta. Því hefur farið fjarri á árunum eftir hrun en horfir hægt og bítandi til bóta. Komnir eru eftirtektarverðir einkafjárfestar í nokkur kauphallarfélaganna. Vonandi verður framhald á. Það er lífsspursmál fyrir heilbrigðan og skilvirkan hlutabréfamarkað.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnarmaðurinn Mest lesið Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Bilun hjá Símanum Neytendur „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Neytendur Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Viðskipti innlent Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent Sesselja nýr forstjóri Genis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Sjá meira