Bjarki: Eigum ekki að sýna Spánverjum neina virðingu Arnar Björnsson í Metz skrifar 11. janúar 2017 16:00 Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson er einn margra í landsliðinu sem hefur ekki getað beitt sér að fullu vegna meiðsla. „Ég var að glíma við smávægileg meiðsli í mjöðminni en prófaði á æfingu í gær og það gekk rosalega vel. Ég er bjartsýnn á að þetta haldi og verði gott,“ sagði Bjarki Már eftir æfingu liðsins í gær. „Ef ég myndi ekki treysta mér þá myndi ég ekki gefa kost á mér. Ég er bara klár.“ Bjarki gekk til liðs við Füchse Berlin sumarið 2015 og er næstmarkahæsti maður liðsins en Berlínarliðið er í fjórða sæti í Bundesligunni. Hann er búinn að skora 62 mörk úr vinstra horninu og aðeins Petar Nenadic er búinn að skora fleiri mörk fyrir Füchse. „Ég er einbeittur og vil standa mig og nýta það tækifæri sem ég fæ og reyna að hjálpa liðinu,“ segir Bjarki sem tekur núna þátt í sínu fyrsta stórmóti. Bjarki viðurkennir alveg að honum hafi fundist að það væri kominn tími á að hann fengi tækifærið. „Jú, jú en þjálfarinn velur náttúrulega alltaf sitt lið og maður verður alltaf að bera virðingu fyrir því. Ég er búinn að bíða lengi eftir sénsinum og hann er loksins kominn, ef þetta fer sem horfir. Ég hlakka bara til að hjálpa liðinu eins og ég get,“ segir Bjarki. Fyrsti andstæðingurinn er afar erfiður enda Spánverjar sem eru með valinn mann í hverju rúmi. „Við þurfum að undirbúa okkur vel, mæta með kassann úti og gefa allt í þetta. Við höfum engu að tapa. Við eigum ekki að sýna þeim neina virðingu og fara í leikinn af krafti og sjá hvað gerist,“ segir Bjarki sem skoraði sjö mörk úr níu skotum í leikjunum tveimur sem hann spilaði á æfingamótinu í Danmörku.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Höttur | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Sjá meira
Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson er einn margra í landsliðinu sem hefur ekki getað beitt sér að fullu vegna meiðsla. „Ég var að glíma við smávægileg meiðsli í mjöðminni en prófaði á æfingu í gær og það gekk rosalega vel. Ég er bjartsýnn á að þetta haldi og verði gott,“ sagði Bjarki Már eftir æfingu liðsins í gær. „Ef ég myndi ekki treysta mér þá myndi ég ekki gefa kost á mér. Ég er bara klár.“ Bjarki gekk til liðs við Füchse Berlin sumarið 2015 og er næstmarkahæsti maður liðsins en Berlínarliðið er í fjórða sæti í Bundesligunni. Hann er búinn að skora 62 mörk úr vinstra horninu og aðeins Petar Nenadic er búinn að skora fleiri mörk fyrir Füchse. „Ég er einbeittur og vil standa mig og nýta það tækifæri sem ég fæ og reyna að hjálpa liðinu,“ segir Bjarki sem tekur núna þátt í sínu fyrsta stórmóti. Bjarki viðurkennir alveg að honum hafi fundist að það væri kominn tími á að hann fengi tækifærið. „Jú, jú en þjálfarinn velur náttúrulega alltaf sitt lið og maður verður alltaf að bera virðingu fyrir því. Ég er búinn að bíða lengi eftir sénsinum og hann er loksins kominn, ef þetta fer sem horfir. Ég hlakka bara til að hjálpa liðinu eins og ég get,“ segir Bjarki. Fyrsti andstæðingurinn er afar erfiður enda Spánverjar sem eru með valinn mann í hverju rúmi. „Við þurfum að undirbúa okkur vel, mæta með kassann úti og gefa allt í þetta. Við höfum engu að tapa. Við eigum ekki að sýna þeim neina virðingu og fara í leikinn af krafti og sjá hvað gerist,“ segir Bjarki sem skoraði sjö mörk úr níu skotum í leikjunum tveimur sem hann spilaði á æfingamótinu í Danmörku.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Höttur | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Sjá meira