Strákarnir okkar án Arons: „Þetta hefur stór áhrif á restina af liðinu“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. janúar 2017 12:46 Nokkrir leikmenn þurfa að stíga upp þar sem Aron er ekki með. vísir/getty/hanna „Þetta kemur mér ekki á óvart. Ég tel að það hefði ekki verið skynsamlegt fyrir Aron að taka þátt í þessu móti og þeirri ákefð sem fylgir HM eftir að spila ekki handbolta í tvo og hálfan mánuð. Það hefði ekki verið gott fyrir hann.“ Þetta segir Einar Andri Einarsson, þjálfari toppliðs Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta og sérfræðingur íþróttadeildar 365 um HM í Frakklandi, um þær fréttir að Aron Pálmarsson, hans gamli lærisveinn, verður ekki með Íslandi á HM.Sjá einnig:Strákarnir án Arons: „Ólafur fær mikla ábyrgð sem hann stendur vonandi undir“ Aron er búinn að glíma við meiðsli síðan í nóvember og fyrr í dag tók læknalið Íslands þá ákvörðun að hann getur ekki spilað. Einar Andri er sammála Gunnari Magnússyni um að nú er Ólafur Guðmundsson orðinn leikmaður númer eitt vinstra megin á vellinum. „Ég myndi telja að Ólafur fái tækifæri til að vera aðalkallinn vinstra megin á þessu móti og vonandi nýtir hann þann séns. Þetta breytir samt ansi miklu fyrir liðið þó að við erum búnir að vera að spila án Arons. Það vonuðust allir eftir því að hann gæti verið að minnsta kosti eitthvað með á HM,“ segir Einar Andri.Haukamaðurinn Janus Daði Smárason fær stærra hlutverk eins og fleiri.Vísir/Vilhelm„Ólafur þarf að taka að sér enn stærra hlutverk en áður og það þurfa Janus Daði og Gunnar Steinn Jónsson einnig að gera. Svo er spurning hvað Arnór Atlason getur gert fyrir okkur. Allir þessi leikmenn þurfa að bera meiri ábyrgð en áður.“ Aron Pálmarsson er langbesti leikmaður íslenska liðsins. Um það verður ekki deilt. Þegar hann er ekki með fer ansi mikið úr liðinu og þarf fleiri en einn til að fylla í hans skarð.Sjá einnig:Þetta er ógeðslega leiðinlegt „Aron í fullu formi á þessu móti er að spila 50-60 mínútur í leik. Þær mínútur koma til með að deilast niður á þessa leikmenn sem ég taldi upp. Aron hefði vanalega verið að taka kannski fimmtán skot og tíu úrslitaákvarðanir í sendingum þannig þetta mun hafa margföldunaráhrif fyrir aðra leikmenn liðsins,“ segir Einar Andri, en hverjar eru þá væntingarnar núna? „Þetta breytir allri heildarmyndinni. Maður vonaðist eftir því að Aron myndi koma inn eftir Spánarleikinn og gefa okkur meiri möguleika á móti Slóvenum í leik tvö. Það er alveg ljóst að leikirnir við þrjú sterkustu liðin; Spán, Slóveníu og Makedóníu, verða enn þá erfiðari án Arons. Þetta breytir stóru myndinni og lækkar væntingarstuðulinn talsvert,“ segir Einar Andri Einarsson. Í spilaranum neðst í fréttinni má sjá Einar Andra fara yfir frammistöðu ungu leikmannanna eftir æfingamótið í Danmörku.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Sjá meira
„Þetta kemur mér ekki á óvart. Ég tel að það hefði ekki verið skynsamlegt fyrir Aron að taka þátt í þessu móti og þeirri ákefð sem fylgir HM eftir að spila ekki handbolta í tvo og hálfan mánuð. Það hefði ekki verið gott fyrir hann.“ Þetta segir Einar Andri Einarsson, þjálfari toppliðs Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta og sérfræðingur íþróttadeildar 365 um HM í Frakklandi, um þær fréttir að Aron Pálmarsson, hans gamli lærisveinn, verður ekki með Íslandi á HM.Sjá einnig:Strákarnir án Arons: „Ólafur fær mikla ábyrgð sem hann stendur vonandi undir“ Aron er búinn að glíma við meiðsli síðan í nóvember og fyrr í dag tók læknalið Íslands þá ákvörðun að hann getur ekki spilað. Einar Andri er sammála Gunnari Magnússyni um að nú er Ólafur Guðmundsson orðinn leikmaður númer eitt vinstra megin á vellinum. „Ég myndi telja að Ólafur fái tækifæri til að vera aðalkallinn vinstra megin á þessu móti og vonandi nýtir hann þann séns. Þetta breytir samt ansi miklu fyrir liðið þó að við erum búnir að vera að spila án Arons. Það vonuðust allir eftir því að hann gæti verið að minnsta kosti eitthvað með á HM,“ segir Einar Andri.Haukamaðurinn Janus Daði Smárason fær stærra hlutverk eins og fleiri.Vísir/Vilhelm„Ólafur þarf að taka að sér enn stærra hlutverk en áður og það þurfa Janus Daði og Gunnar Steinn Jónsson einnig að gera. Svo er spurning hvað Arnór Atlason getur gert fyrir okkur. Allir þessi leikmenn þurfa að bera meiri ábyrgð en áður.“ Aron Pálmarsson er langbesti leikmaður íslenska liðsins. Um það verður ekki deilt. Þegar hann er ekki með fer ansi mikið úr liðinu og þarf fleiri en einn til að fylla í hans skarð.Sjá einnig:Þetta er ógeðslega leiðinlegt „Aron í fullu formi á þessu móti er að spila 50-60 mínútur í leik. Þær mínútur koma til með að deilast niður á þessa leikmenn sem ég taldi upp. Aron hefði vanalega verið að taka kannski fimmtán skot og tíu úrslitaákvarðanir í sendingum þannig þetta mun hafa margföldunaráhrif fyrir aðra leikmenn liðsins,“ segir Einar Andri, en hverjar eru þá væntingarnar núna? „Þetta breytir allri heildarmyndinni. Maður vonaðist eftir því að Aron myndi koma inn eftir Spánarleikinn og gefa okkur meiri möguleika á móti Slóvenum í leik tvö. Það er alveg ljóst að leikirnir við þrjú sterkustu liðin; Spán, Slóveníu og Makedóníu, verða enn þá erfiðari án Arons. Þetta breytir stóru myndinni og lækkar væntingarstuðulinn talsvert,“ segir Einar Andri Einarsson. Í spilaranum neðst í fréttinni má sjá Einar Andra fara yfir frammistöðu ungu leikmannanna eftir æfingamótið í Danmörku.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn