Þetta er ógeðslega leiðinlegt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. janúar 2017 06:00 Aron er í kapphlaupi við tímann. vísir/getty Þegar aðeins einn dagur er í að Ísland hefji leik á heimsmeistaramótinu í Frakklandi er enn óvissa um hverjir séu að fara að spila fyrir liðið. Stærsta spurningamerkið er auðvitað stjarna liðsins, Aron Pálmarsson, en hann er þó kominn til Frakklands og æfði með liðinu í gær. Vignir Svavarsson er enn á Íslandi veikur og Stefán Rafn Sigurmannsson kom til Frakklands vegna meiðsla Bjarka Más Elíssonar. Stríðsjálkarnir Arnór Atlason og Ásgeir Örn Hallgrímsson virðast þó vera klárir í bátana. „Ég er búinn með eina æfingu hérna þar sem ég beitti mér svona 70-80 prósent. Þetta gekk svona allt í lagi. Sumt var í lagi en ég var verri í ákveðnum hreyfingum. Ég fékk svo sprautu fyrir um viku síðan og við erum að bíða eftir að virknin í henni „kikki“ almennilega inn,“ sagði Aron eftir æfingu íslenska liðsins í Metz í gær en hann segist vera í kappi við tímann og ómögulegt að segja hvernig hans mál endi. Sjá einnig: Aron: Ég er í kappi við tímann „Kannski verð ég miklu betri á morgun og svo kannski ekki. Ég vonast eftir hinu besta. Ég er svipaður og ég var eftir æfingar síðast en öðruvísi samt út af sprautunni. Vonandi skilar sprautan sínu og það heldur bjartsýninni gangandi.“ Það þarf auðvitað ekkert að fjölyrða um mikilvægi Arons í íslenska liðinu. Hann er besti leikmaður liðsins og það yrði gríðarlegt högg ef hann spilar ekki. Kemur til greina að hann sleppi fyrstu leikjunum og komi svo inn jafnvel um miðja riðlakeppnina? „Það er auðvitað möguleiki að sleppa fyrsta eða jafnvel tveim fyrstu. Á meðan möguleikinn er fyrir hendi að ég geti spilað þá mun ég vera hérna. Ef ég verð ekki orðinn nógu góður fyrir þriðja eða fjórða leik þá hef ég ekkert að gera hérna. Það er erfitt að segja eitthvað því ég veit svo lítið sjálfur. Þetta er bara bið,“ segir Aron og það leynir sér ekki að þetta ástand fer í taugarnar á honum. Sjá einnig: Kristján Arason: Eigum að gera kröfu á 3. sætið í riðlinum „Ég er orðinn mjög pirraður á þessu því þetta er búið að standa yfir allt of lengi. Það versta fyrir íþróttamann er að vera meiddur og þetta er ógeðslega leiðinlegt. Annað hvort í spesæfingum eða horfa á hina æfa. Það fer í hausinn á manni en ég reyni að tækla þetta eins vel og ég get. Þessi meiðsli eru búin að vera að plaga mig síðan í byrjun nóvember.“ Íslenska liðið æfir aftur í dag og eftir æfingu dagsins ætti að koma í ljós hvort Aron verði klár í fyrsta leik gegn Spánverjum eður ei.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Sjá meira
Þegar aðeins einn dagur er í að Ísland hefji leik á heimsmeistaramótinu í Frakklandi er enn óvissa um hverjir séu að fara að spila fyrir liðið. Stærsta spurningamerkið er auðvitað stjarna liðsins, Aron Pálmarsson, en hann er þó kominn til Frakklands og æfði með liðinu í gær. Vignir Svavarsson er enn á Íslandi veikur og Stefán Rafn Sigurmannsson kom til Frakklands vegna meiðsla Bjarka Más Elíssonar. Stríðsjálkarnir Arnór Atlason og Ásgeir Örn Hallgrímsson virðast þó vera klárir í bátana. „Ég er búinn með eina æfingu hérna þar sem ég beitti mér svona 70-80 prósent. Þetta gekk svona allt í lagi. Sumt var í lagi en ég var verri í ákveðnum hreyfingum. Ég fékk svo sprautu fyrir um viku síðan og við erum að bíða eftir að virknin í henni „kikki“ almennilega inn,“ sagði Aron eftir æfingu íslenska liðsins í Metz í gær en hann segist vera í kappi við tímann og ómögulegt að segja hvernig hans mál endi. Sjá einnig: Aron: Ég er í kappi við tímann „Kannski verð ég miklu betri á morgun og svo kannski ekki. Ég vonast eftir hinu besta. Ég er svipaður og ég var eftir æfingar síðast en öðruvísi samt út af sprautunni. Vonandi skilar sprautan sínu og það heldur bjartsýninni gangandi.“ Það þarf auðvitað ekkert að fjölyrða um mikilvægi Arons í íslenska liðinu. Hann er besti leikmaður liðsins og það yrði gríðarlegt högg ef hann spilar ekki. Kemur til greina að hann sleppi fyrstu leikjunum og komi svo inn jafnvel um miðja riðlakeppnina? „Það er auðvitað möguleiki að sleppa fyrsta eða jafnvel tveim fyrstu. Á meðan möguleikinn er fyrir hendi að ég geti spilað þá mun ég vera hérna. Ef ég verð ekki orðinn nógu góður fyrir þriðja eða fjórða leik þá hef ég ekkert að gera hérna. Það er erfitt að segja eitthvað því ég veit svo lítið sjálfur. Þetta er bara bið,“ segir Aron og það leynir sér ekki að þetta ástand fer í taugarnar á honum. Sjá einnig: Kristján Arason: Eigum að gera kröfu á 3. sætið í riðlinum „Ég er orðinn mjög pirraður á þessu því þetta er búið að standa yfir allt of lengi. Það versta fyrir íþróttamann er að vera meiddur og þetta er ógeðslega leiðinlegt. Annað hvort í spesæfingum eða horfa á hina æfa. Það fer í hausinn á manni en ég reyni að tækla þetta eins vel og ég get. Þessi meiðsli eru búin að vera að plaga mig síðan í byrjun nóvember.“ Íslenska liðið æfir aftur í dag og eftir æfingu dagsins ætti að koma í ljós hvort Aron verði klár í fyrsta leik gegn Spánverjum eður ei.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Sjá meira