Donald Trump: „Þetta er eitthvað sem myndi gerast í Þýskalandi nasismans“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. janúar 2017 23:51 Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, á blaðamannafundinum í dag. vísir/epa Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, fór mikinn á sínum fyrsta blaðamannafundi í dag. Eitt af því sem mikið var rætt eru ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur Trump og kosningateymi hans þess efnis að þau hafi unnið með Rússum auk þess sem fjallað var um fréttir um að Rússar hefðu yfir höndum efni, myndbönd og annað, sem gætu komið sér illa fyrir forsetann. Trump var harðorður í garð leyniþjónustu Bandaríkjanna og sakaði hana um að leka röngum upplýsingum í fjölmiðla þar sem ekkert væri hæft í þeim ásökunum að hann hefði unnið með Rússum. Þá hefðu þeir ekki undir höndum neitt sem gæti komið sér illa fyrir hann sem forseta Bandaríkjanna. „Þetta er eitthvað sem myndi gerast í Þýskalandi nasismans,“ sagði Trump svo um leyniþjónustuna. Upplýsingarnar sem komu fram í gær, meðal annars í frétt CNN og Vísir greindi frá, voru í samantekt sem bæði Trump og Barack Obama, fráfarandi forseti, fengu kynningu á í liðinni viku. Trump sagði á blaðamannafundinum í dag að fjölmiðlar hefðu aldrei átt að fjalla um þessa samantekt enda væri þetta allt uppspuni og lygafréttir. Þá sagði hann að það væri skammarlegt að leyniþjónustan hefði leyft upplýsingum á borð við þessar að leka út. Hér að neðan má svo sjá nokkur tíst frá Trump þar sem hann var líka að svara fyrir ásakanirnar. Intelligence agencies should never have allowed this fake news to "leak" into the public. One last shot at me.Are we living in Nazi Germany?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 11, 2017 Russia just said the unverified report paid for by political opponents is "A COMPLETE AND TOTAL FABRICATION, UTTER NONSENSE." Very unfair!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 11, 2017 Russia has never tried to use leverage over me. I HAVE NOTHING TO DO WITH RUSSIA - NO DEALS, NO LOANS, NO NOTHING!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 11, 2017 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tillerson hyggst lýsa yfir áhyggjum af framferði Rússa Utanríkisráðherraefni Donald Trump mætir fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings síðar í dag. 11. janúar 2017 11:00 Sjáðu fyrsta blaðamannafund Donald Trump Donald Trump hélt sinn fyrsta blaðamannafund sem verðandi forseti Bandaríkjanna í dag. 11. janúar 2017 15:57 Trump telur Rússa líklega bera ábyrgð á tölvuárásum fyrir kosningarnar Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna hélt sinn fyrsta blaðamannafund í dag síðan hann var kjörinn forseti Bandaríkjanna. Á fundinum var meðal annars farið yfir skýrslu, sem nýlega kom fram, þar sem rússnesk stjórnvöld eru sögð bera ábyrgð á tölvuárásum sem demókrataflokkurinn varð fyrir rétt fyrir forsetakosningarnar. 11. janúar 2017 18:14 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, fór mikinn á sínum fyrsta blaðamannafundi í dag. Eitt af því sem mikið var rætt eru ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur Trump og kosningateymi hans þess efnis að þau hafi unnið með Rússum auk þess sem fjallað var um fréttir um að Rússar hefðu yfir höndum efni, myndbönd og annað, sem gætu komið sér illa fyrir forsetann. Trump var harðorður í garð leyniþjónustu Bandaríkjanna og sakaði hana um að leka röngum upplýsingum í fjölmiðla þar sem ekkert væri hæft í þeim ásökunum að hann hefði unnið með Rússum. Þá hefðu þeir ekki undir höndum neitt sem gæti komið sér illa fyrir hann sem forseta Bandaríkjanna. „Þetta er eitthvað sem myndi gerast í Þýskalandi nasismans,“ sagði Trump svo um leyniþjónustuna. Upplýsingarnar sem komu fram í gær, meðal annars í frétt CNN og Vísir greindi frá, voru í samantekt sem bæði Trump og Barack Obama, fráfarandi forseti, fengu kynningu á í liðinni viku. Trump sagði á blaðamannafundinum í dag að fjölmiðlar hefðu aldrei átt að fjalla um þessa samantekt enda væri þetta allt uppspuni og lygafréttir. Þá sagði hann að það væri skammarlegt að leyniþjónustan hefði leyft upplýsingum á borð við þessar að leka út. Hér að neðan má svo sjá nokkur tíst frá Trump þar sem hann var líka að svara fyrir ásakanirnar. Intelligence agencies should never have allowed this fake news to "leak" into the public. One last shot at me.Are we living in Nazi Germany?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 11, 2017 Russia just said the unverified report paid for by political opponents is "A COMPLETE AND TOTAL FABRICATION, UTTER NONSENSE." Very unfair!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 11, 2017 Russia has never tried to use leverage over me. I HAVE NOTHING TO DO WITH RUSSIA - NO DEALS, NO LOANS, NO NOTHING!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 11, 2017
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tillerson hyggst lýsa yfir áhyggjum af framferði Rússa Utanríkisráðherraefni Donald Trump mætir fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings síðar í dag. 11. janúar 2017 11:00 Sjáðu fyrsta blaðamannafund Donald Trump Donald Trump hélt sinn fyrsta blaðamannafund sem verðandi forseti Bandaríkjanna í dag. 11. janúar 2017 15:57 Trump telur Rússa líklega bera ábyrgð á tölvuárásum fyrir kosningarnar Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna hélt sinn fyrsta blaðamannafund í dag síðan hann var kjörinn forseti Bandaríkjanna. Á fundinum var meðal annars farið yfir skýrslu, sem nýlega kom fram, þar sem rússnesk stjórnvöld eru sögð bera ábyrgð á tölvuárásum sem demókrataflokkurinn varð fyrir rétt fyrir forsetakosningarnar. 11. janúar 2017 18:14 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Tillerson hyggst lýsa yfir áhyggjum af framferði Rússa Utanríkisráðherraefni Donald Trump mætir fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings síðar í dag. 11. janúar 2017 11:00
Sjáðu fyrsta blaðamannafund Donald Trump Donald Trump hélt sinn fyrsta blaðamannafund sem verðandi forseti Bandaríkjanna í dag. 11. janúar 2017 15:57
Trump telur Rússa líklega bera ábyrgð á tölvuárásum fyrir kosningarnar Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna hélt sinn fyrsta blaðamannafund í dag síðan hann var kjörinn forseti Bandaríkjanna. Á fundinum var meðal annars farið yfir skýrslu, sem nýlega kom fram, þar sem rússnesk stjórnvöld eru sögð bera ábyrgð á tölvuárásum sem demókrataflokkurinn varð fyrir rétt fyrir forsetakosningarnar. 11. janúar 2017 18:14