Rammaáætlun bíður á núllstillingu Svavar Hávarðsson skrifar 13. janúar 2017 07:00 Sessunautarnir og nú ráðherrarnir Björt Ólafsdóttir og Jón Gunnarsson hafa tekist harkalega á um rammaáætlun. Nú bíður þeirra samvinna um lyktir málsins. vísir/Anton Brink Of snemmt er að svara því hvort þingsályktunartillaga um rammaáætlun – áætlun um vernd og orkunýtingu – verður lögð fram aftur í óbreyttri mynd, að sögn Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra. Þingsályktun um rammaáætlun var lögð fyrir Alþingi í byrjun september í haust og var málinu vísað til atvinnuveganefndar eftir fyrstu umræðu. Tillagan var lögð fyrir þingið að höfðu samráði Sigrúnar Magnúsdóttur, þáverandi umhverfis- og auðlindaráðherra, og Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem fór með orkumál. Tillagan sem þær lögðu fram var samhljóða niðurstöðum verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar, sem skilaði lokaskýrslu sinni í lok ágúst. Sé litið til stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þá er þar ekki heldur að finna svör um framhald málsins. Þar segir í kaflanum Umhverfis- og auðlindamál: „Ráðstöfun nýtingarréttinda á auðlindum í opinberri eigu skal vera gagnsæ. Ekki skal gengið á eignar- og nýtingarrétt einstaklinga nema brýnir almannahagsmunir krefjist þess. Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða verður lögð fyrir Alþingi til samþykktar sem framsýn og fagleg sáttargjörð milli ólíkra sjónarmiða um virkjun og vernd.“ Fyrrverandi umhverfisráðherra sagði á þeim tíma sem hún lagði tillöguna fram að það væri mikils virði að Alþingi fengi niðurstöður verkefnastjórnarinnar til efnislegrar meðferðar sem fyrst – sem rættist auðvitað ekki. Málið kom ekki til afgreiðslu Alþingis vegna pólitísks umróts síðasta árs og kosninga. En ef litið er til meðferðar Alþingis þegar 2. áfangi rammaáætlunar var til meðferðar árið 2011 ætti nefndarvinna að standa sem hæst – en umfjöllun teygði sig þá yfir sjö mánaða tímabil. Þess í stað hefur málalisti atvinnuveganefndar núllast út við kosningar.Nýr umhverfisráðherra verður að mæla fyrir málinu á nýjan leik, þar sem óafgreidd mál flytjast ekki á milli þinga. Björt getur þá annaðhvort ákveðið að leggja þingsályktunartillögu Sigrúnar og Ragnheiðar Elínar frá því í ágúst fram óbreytta – eða gera einhverjar breytingar á flokkun virkjunarkosta, sem aftur myndi kalla á nýtt tólf vikna umsagnarferli áður en málið getur farið inn í þingið. Þess er skemmst að minnast að eftir að þingsályktunartillagan var lögð fyrir þingið í haust gerði Jón Gunnarsson, þáverandi formaður atvinnuveganefndar og núverandi ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, það að tillögu sinni að nýtingarflokkur rammaáætlunarinnar yrði afgreiddur fyrir þinglok, en bið- og verndarflokkur frystur svo hægt væri að rannsaka þá virkjunarkosti betur. Þessu tók stjórnarandstaðan vægast sagt illa, og þar á meðal Björt umhverfisráðherra. Þau Jón, sem sátu saman í atvinnuveganefnd, ræddu þetta mál í Morgunútvarpi Rásar tvö og úr urðu hörð orðaskipti. Jón sagði að Björt yrði að kynna sér málið betur. Björt svaraði: „Ég nenni ekki að sitja undir þessu. Ég nenni ekki enn eina ferðina að hér sé miðaldra karl sem segi – heyrðu vinkona, viltu gjöra svo vel kynna þér málið aðeins betur. Ég nenni ekki svona kjaftæði. Ég er búin að sitja með þér í atvinnuveganefnd í þrjú ár og Jón getur ekki sagt að við hjá Bjartri framtíð, og ég í þeirri nefnd, séum ekki sanngjörn í því mati að meta þessa hluti,“ sagði Björt og hélt því fram að munurinn væri einfaldlega sá að Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkurinn væru með ólíka stefnu í þessum málum. Formlega séð er málið ekki á borði atvinnuveganefndar, eins og áður sagði núllaðist málalisti hennar út við kosningar. Í sjálfu sér er heldur ekkert sjálfgefið að málið fari þangað eftir að umhverfisráðherra hefur mælt fyrir því, enda hefur verið þráfaldlega á það bent að mál á verksviði umhverfisráðherra eigi miklu frekar heima í umhverfisnefnd þingsins. Þessi gagnrýni hefur oftar en ekki heyrst samhliða gagnrýni á hugmyndir Jóns um afgreiðslu mála sem tengjast rammaáætlun – en fyrir liggur að hann sem formaður atvinnuveganefndar var ekki sáttur við í hvaða farvegi málið er í. Núverandi verkefnisstjórn rammaáætlunar er skipuð til 25. mars næstkomandi, og eitt af fyrstu verkefnum Bjartar sem nýs umhverfisráðherra verður því að skipa nýja verkefnisstjórn. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira
Of snemmt er að svara því hvort þingsályktunartillaga um rammaáætlun – áætlun um vernd og orkunýtingu – verður lögð fram aftur í óbreyttri mynd, að sögn Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra. Þingsályktun um rammaáætlun var lögð fyrir Alþingi í byrjun september í haust og var málinu vísað til atvinnuveganefndar eftir fyrstu umræðu. Tillagan var lögð fyrir þingið að höfðu samráði Sigrúnar Magnúsdóttur, þáverandi umhverfis- og auðlindaráðherra, og Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem fór með orkumál. Tillagan sem þær lögðu fram var samhljóða niðurstöðum verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar, sem skilaði lokaskýrslu sinni í lok ágúst. Sé litið til stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þá er þar ekki heldur að finna svör um framhald málsins. Þar segir í kaflanum Umhverfis- og auðlindamál: „Ráðstöfun nýtingarréttinda á auðlindum í opinberri eigu skal vera gagnsæ. Ekki skal gengið á eignar- og nýtingarrétt einstaklinga nema brýnir almannahagsmunir krefjist þess. Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða verður lögð fyrir Alþingi til samþykktar sem framsýn og fagleg sáttargjörð milli ólíkra sjónarmiða um virkjun og vernd.“ Fyrrverandi umhverfisráðherra sagði á þeim tíma sem hún lagði tillöguna fram að það væri mikils virði að Alþingi fengi niðurstöður verkefnastjórnarinnar til efnislegrar meðferðar sem fyrst – sem rættist auðvitað ekki. Málið kom ekki til afgreiðslu Alþingis vegna pólitísks umróts síðasta árs og kosninga. En ef litið er til meðferðar Alþingis þegar 2. áfangi rammaáætlunar var til meðferðar árið 2011 ætti nefndarvinna að standa sem hæst – en umfjöllun teygði sig þá yfir sjö mánaða tímabil. Þess í stað hefur málalisti atvinnuveganefndar núllast út við kosningar.Nýr umhverfisráðherra verður að mæla fyrir málinu á nýjan leik, þar sem óafgreidd mál flytjast ekki á milli þinga. Björt getur þá annaðhvort ákveðið að leggja þingsályktunartillögu Sigrúnar og Ragnheiðar Elínar frá því í ágúst fram óbreytta – eða gera einhverjar breytingar á flokkun virkjunarkosta, sem aftur myndi kalla á nýtt tólf vikna umsagnarferli áður en málið getur farið inn í þingið. Þess er skemmst að minnast að eftir að þingsályktunartillagan var lögð fyrir þingið í haust gerði Jón Gunnarsson, þáverandi formaður atvinnuveganefndar og núverandi ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, það að tillögu sinni að nýtingarflokkur rammaáætlunarinnar yrði afgreiddur fyrir þinglok, en bið- og verndarflokkur frystur svo hægt væri að rannsaka þá virkjunarkosti betur. Þessu tók stjórnarandstaðan vægast sagt illa, og þar á meðal Björt umhverfisráðherra. Þau Jón, sem sátu saman í atvinnuveganefnd, ræddu þetta mál í Morgunútvarpi Rásar tvö og úr urðu hörð orðaskipti. Jón sagði að Björt yrði að kynna sér málið betur. Björt svaraði: „Ég nenni ekki að sitja undir þessu. Ég nenni ekki enn eina ferðina að hér sé miðaldra karl sem segi – heyrðu vinkona, viltu gjöra svo vel kynna þér málið aðeins betur. Ég nenni ekki svona kjaftæði. Ég er búin að sitja með þér í atvinnuveganefnd í þrjú ár og Jón getur ekki sagt að við hjá Bjartri framtíð, og ég í þeirri nefnd, séum ekki sanngjörn í því mati að meta þessa hluti,“ sagði Björt og hélt því fram að munurinn væri einfaldlega sá að Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkurinn væru með ólíka stefnu í þessum málum. Formlega séð er málið ekki á borði atvinnuveganefndar, eins og áður sagði núllaðist málalisti hennar út við kosningar. Í sjálfu sér er heldur ekkert sjálfgefið að málið fari þangað eftir að umhverfisráðherra hefur mælt fyrir því, enda hefur verið þráfaldlega á það bent að mál á verksviði umhverfisráðherra eigi miklu frekar heima í umhverfisnefnd þingsins. Þessi gagnrýni hefur oftar en ekki heyrst samhliða gagnrýni á hugmyndir Jóns um afgreiðslu mála sem tengjast rammaáætlun – en fyrir liggur að hann sem formaður atvinnuveganefndar var ekki sáttur við í hvaða farvegi málið er í. Núverandi verkefnisstjórn rammaáætlunar er skipuð til 25. mars næstkomandi, og eitt af fyrstu verkefnum Bjartar sem nýs umhverfisráðherra verður því að skipa nýja verkefnisstjórn. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira