Einar Andri gerir upp leik Íslands: Aginn hvarf í seinni hálfleik en Arnar er framtíðin Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. janúar 2017 21:52 Arnar Freyr Arnarsson átti frábæra frumraun. vísir/getty „Við vorum í lagi til að byrja með. Mér fannst strákarnir vel innstilltir í leikinn, það var gott jafnvægi í mönnum og þeir ákafir og tilbúnir. Það var engin hræðsla og menn voru áhyggjulausir.“ Þetta segir Einar Andri Einarsson, þjálfari toppliðs Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta og sérfræðingur 365 um HM í Handbolta, um byrjunina á leik strákanna okkar gegn Spáni í kvöld. Ísland var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12-10, en tapaði síðari hálfleiknum með átta mörkum og leiknum með sjö mörkum, 27-21.Sjá einnig:Rúnar: Þeir lásu okkur eins og opna bók „Við stýrðum hraðanum vel í fyrri hálfleik og Björgvin auðvitað í heimsklassa í markinu. Mér fannst leikurinn vel settur upp. Byrjunarliðið virkaði vel og þó að við rúlluðum á liðinu skiluðu allir einhverju bæði í vörn og sókn. Fyrri hálfleikurinn var frábær,“ segir Einar Andri, en hvað gerðist þá í þeim síðari? „Við missum agann í fyrstu tveimur sóknunum. Við förum í tvær aðgerðir í röð eftir svona 25 sekúndur á miðað við það, að við vorum að eiga mínútu langar sóknir og velja færin vel í fyrri hálfleik. Við missum agann og taktinn úr þessu og svo voru brottvísanirnar svakalega dýrar.“Spánverjarnir voru erfiðir í sóknarleiknum í seinni hálfleik.vísir/epaArnar Freyr frábær Íslenska liðið var enn þá yfir eftir tíu mínútur í seinni hálfleik en þá fór allt í lás í sóknarleiknum. Hann var ekki góður, frekar hægur og fyrirsjáanlegur. „Það hættu allir að sækja á markið og hættu að reyna að vinna stöðuna maður á mann og draga í sig næsta varnarmann. Þá lenti þetta rosalega á Ólafi og Rúnari þar sem þeir þurftu að skjóta á markið úr erfiðum stöðum. Það er ósanngjarnt að kenna þeim um þetta. Það var bara sama hver kom inn á í seinni hálfleik það gerðist lítið og þá kom óöryggi í þetta. Menn hættu að sækja á markið, fóru í staðinn að sækja til hliðar og þá fengu Spánverjarnir hraðaupphlaup,“ segir Einar Andri. Arnar Freyr Arnarsson átti stórleik í sínum fyrsta landsleik og Björgvin var flottur í markinu. Einar Andri sér jákvæða punkta eftir fyrsta leik. „Það er ekki spurning. Björgvin Páll var í heimsklassa í leiknum og Arnar Freyr sýndi að hann verður þarna á línunni næstu fimmtán árin. Þetta var geggjuð byrjun á landsliðsferli. Það verður erfitt að finna betri fyrsta leik á heimsmeistaramóti,“ segir Einar Andri. „Varnarleikurinn var í heildina góður og Bjöggi frábær. Arnar var frábær og fyrri hálfleikurinn þó allt detti niður í seinni hálfleik. Það er alveg hægt að horfa jákvæðum augum á þetta. Við erum búnir með erfiðasta leikinn og hann var enginn skandall. Menn lögðu allt í þetta. Það er það sem við viljum,“ segir Einar Andri Einarsson.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Björgvin Páll tryllir á Twitter: "Það fallegasta sem ég hef séð“ Nú er hálfleikur í leik Spánar og Íslands í B-riðli á HM 2017. 12. janúar 2017 20:26 Rúnar: Þeir lásu okkur eins og opna bók Skytta íslenska landsliðsins var mjög svekkt með hrunið í seinni hálfleik á HM gegn Spáni. 12. janúar 2017 21:38 Janus Daði: Hættum að geta skorað Janus Daði Smárason þreytti frumraun sína á stórmóti þegar Ísland tapaði 27-21 fyrir Spáni á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 21:36 Umfjöllun: Spánn - Ísland 27-21 | Skelfilegur seinni hálfleikur í tapi fyrir Spáni Ísland tapaði fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 21:00 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
„Við vorum í lagi til að byrja með. Mér fannst strákarnir vel innstilltir í leikinn, það var gott jafnvægi í mönnum og þeir ákafir og tilbúnir. Það var engin hræðsla og menn voru áhyggjulausir.“ Þetta segir Einar Andri Einarsson, þjálfari toppliðs Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta og sérfræðingur 365 um HM í Handbolta, um byrjunina á leik strákanna okkar gegn Spáni í kvöld. Ísland var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12-10, en tapaði síðari hálfleiknum með átta mörkum og leiknum með sjö mörkum, 27-21.Sjá einnig:Rúnar: Þeir lásu okkur eins og opna bók „Við stýrðum hraðanum vel í fyrri hálfleik og Björgvin auðvitað í heimsklassa í markinu. Mér fannst leikurinn vel settur upp. Byrjunarliðið virkaði vel og þó að við rúlluðum á liðinu skiluðu allir einhverju bæði í vörn og sókn. Fyrri hálfleikurinn var frábær,“ segir Einar Andri, en hvað gerðist þá í þeim síðari? „Við missum agann í fyrstu tveimur sóknunum. Við förum í tvær aðgerðir í röð eftir svona 25 sekúndur á miðað við það, að við vorum að eiga mínútu langar sóknir og velja færin vel í fyrri hálfleik. Við missum agann og taktinn úr þessu og svo voru brottvísanirnar svakalega dýrar.“Spánverjarnir voru erfiðir í sóknarleiknum í seinni hálfleik.vísir/epaArnar Freyr frábær Íslenska liðið var enn þá yfir eftir tíu mínútur í seinni hálfleik en þá fór allt í lás í sóknarleiknum. Hann var ekki góður, frekar hægur og fyrirsjáanlegur. „Það hættu allir að sækja á markið og hættu að reyna að vinna stöðuna maður á mann og draga í sig næsta varnarmann. Þá lenti þetta rosalega á Ólafi og Rúnari þar sem þeir þurftu að skjóta á markið úr erfiðum stöðum. Það er ósanngjarnt að kenna þeim um þetta. Það var bara sama hver kom inn á í seinni hálfleik það gerðist lítið og þá kom óöryggi í þetta. Menn hættu að sækja á markið, fóru í staðinn að sækja til hliðar og þá fengu Spánverjarnir hraðaupphlaup,“ segir Einar Andri. Arnar Freyr Arnarsson átti stórleik í sínum fyrsta landsleik og Björgvin var flottur í markinu. Einar Andri sér jákvæða punkta eftir fyrsta leik. „Það er ekki spurning. Björgvin Páll var í heimsklassa í leiknum og Arnar Freyr sýndi að hann verður þarna á línunni næstu fimmtán árin. Þetta var geggjuð byrjun á landsliðsferli. Það verður erfitt að finna betri fyrsta leik á heimsmeistaramóti,“ segir Einar Andri. „Varnarleikurinn var í heildina góður og Bjöggi frábær. Arnar var frábær og fyrri hálfleikurinn þó allt detti niður í seinni hálfleik. Það er alveg hægt að horfa jákvæðum augum á þetta. Við erum búnir með erfiðasta leikinn og hann var enginn skandall. Menn lögðu allt í þetta. Það er það sem við viljum,“ segir Einar Andri Einarsson.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Björgvin Páll tryllir á Twitter: "Það fallegasta sem ég hef séð“ Nú er hálfleikur í leik Spánar og Íslands í B-riðli á HM 2017. 12. janúar 2017 20:26 Rúnar: Þeir lásu okkur eins og opna bók Skytta íslenska landsliðsins var mjög svekkt með hrunið í seinni hálfleik á HM gegn Spáni. 12. janúar 2017 21:38 Janus Daði: Hættum að geta skorað Janus Daði Smárason þreytti frumraun sína á stórmóti þegar Ísland tapaði 27-21 fyrir Spáni á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 21:36 Umfjöllun: Spánn - Ísland 27-21 | Skelfilegur seinni hálfleikur í tapi fyrir Spáni Ísland tapaði fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 21:00 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Björgvin Páll tryllir á Twitter: "Það fallegasta sem ég hef séð“ Nú er hálfleikur í leik Spánar og Íslands í B-riðli á HM 2017. 12. janúar 2017 20:26
Rúnar: Þeir lásu okkur eins og opna bók Skytta íslenska landsliðsins var mjög svekkt með hrunið í seinni hálfleik á HM gegn Spáni. 12. janúar 2017 21:38
Janus Daði: Hættum að geta skorað Janus Daði Smárason þreytti frumraun sína á stórmóti þegar Ísland tapaði 27-21 fyrir Spáni á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 21:36
Umfjöllun: Spánn - Ísland 27-21 | Skelfilegur seinni hálfleikur í tapi fyrir Spáni Ísland tapaði fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 21:00