Rúnar: Þeir lásu okkur eins og opna bók Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. janúar 2017 21:38 Rúnar Kárason skoraði tvö mörk í sex skotum á móti Spáni. vísir/afp „Ég er persónulega mjög svekktur. Við vorum ekki að ná að leysa þetta í seinni hálfleik,“ sagði Rúnar Kárason, skytta íslenska landsliðsins í handbolta, við Vísi eftir 27-21 tapið gegn Spáni í fyrsta leik liðsins á HM 2017 í Frakklandi. Strákarnir okkar spiluðu vel í fyrri hálfleik og voru 12-10 yfir. Í síðari hálfleik tóku Spánverjar öll völd á vellinum og buðu upp á átta marka sveiflu sem tryggði þeim sex marka sigur. „Við þurftum að hafa rosalega mikið fyrir því að koma okkur í færi og stundum vorum við ekki einu sinni að koma okkur í færi, fannst mér,“ sagði Rúnar um seinni hálfleikinn þar sem lítið sem ekkert gekk upp hjá okkar mönnum. „Við vorum ekki að koma boltanum almennilega á markið en þegar það tókst þá var hann í markinu alveg hrikalega erfiður. Hann er augljóslega mjög góður markvörður en við þurfum að gera betur. Það er krafa á okkur.“ „Við þurfum að vera klókari að koma boltanum betur á markið. Við þurftum að hafa mikið fyrir þessu í sókninni og það kostar rosalega orku. Þar af leiðandi verður erfiðara að verjast,“ sagði Rúnar. Rúnar átti erfitt með að útskýra hvers vegna leikur íslenska liðsins var svona slakur í síðari hálfleik á miðað við þann fyrri þar sem nánast allt gekk upp. „Það er erfitt að segja. Allt í einu kom einhver stund þar sem hlutirnir hættu að ganga upp. Þeir lásu okkur eins og opna bók í rauninni. Þetta eru auðvitað frábærir varnarmenn í spænska liðinu en við vorum ekki að koma með réttu lausnirnar og láta reyna almennilega á þá,“ sagði Rúnar. „Við sýndum okkar rétta andlit í fyrri hálfleik. Við fengum frábæra markvörslu frá Bjögga í dag - og mörk! Hann er að verja víti og svona og því var forskot okkar kannski aðeins of mikið en á þessu þurfum við að halda.“ „Við komum inn í klefa í hálfleik í þvílíkum gír og kannski óheppnir að vera ekki með meira forskot. Ég er alveg svakalega svekktur en lífið heldur áfram,“ sagði Rúnar. Línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson kom sterkur inn í dag og skoraði fjögur mörk í fimm skotum í sínum fyrsta landsleik þannig það voru jákvæðir punktar. „Alveg klárlega. Arnar er að spila frábærlega í dag og Janus að fá mínútur og Ómar. Þetta eru strákar sem geta hjálpað okkur þannig við verðum bra að taka þessu og halda áfram,“ sagði Rúnar Kárason.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Björgvin Páll tryllir á Twitter: "Það fallegasta sem ég hef séð“ Nú er hálfleikur í leik Spánar og Íslands í B-riðli á HM 2017. 12. janúar 2017 20:26 Arnar Björnsson kíkti á barinn í Metz Nú styttist óðum í fyrsta leik Íslands á HM í Frakklandi. Þar mæta strákarnir okkar Spánverjum. 12. janúar 2017 19:15 Umfjöllun: Spánn - Ísland 27-21 | Skelfilegur seinni hálfleikur í tapi fyrir Spáni Ísland tapaði fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 21:00 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
„Ég er persónulega mjög svekktur. Við vorum ekki að ná að leysa þetta í seinni hálfleik,“ sagði Rúnar Kárason, skytta íslenska landsliðsins í handbolta, við Vísi eftir 27-21 tapið gegn Spáni í fyrsta leik liðsins á HM 2017 í Frakklandi. Strákarnir okkar spiluðu vel í fyrri hálfleik og voru 12-10 yfir. Í síðari hálfleik tóku Spánverjar öll völd á vellinum og buðu upp á átta marka sveiflu sem tryggði þeim sex marka sigur. „Við þurftum að hafa rosalega mikið fyrir því að koma okkur í færi og stundum vorum við ekki einu sinni að koma okkur í færi, fannst mér,“ sagði Rúnar um seinni hálfleikinn þar sem lítið sem ekkert gekk upp hjá okkar mönnum. „Við vorum ekki að koma boltanum almennilega á markið en þegar það tókst þá var hann í markinu alveg hrikalega erfiður. Hann er augljóslega mjög góður markvörður en við þurfum að gera betur. Það er krafa á okkur.“ „Við þurfum að vera klókari að koma boltanum betur á markið. Við þurftum að hafa mikið fyrir þessu í sókninni og það kostar rosalega orku. Þar af leiðandi verður erfiðara að verjast,“ sagði Rúnar. Rúnar átti erfitt með að útskýra hvers vegna leikur íslenska liðsins var svona slakur í síðari hálfleik á miðað við þann fyrri þar sem nánast allt gekk upp. „Það er erfitt að segja. Allt í einu kom einhver stund þar sem hlutirnir hættu að ganga upp. Þeir lásu okkur eins og opna bók í rauninni. Þetta eru auðvitað frábærir varnarmenn í spænska liðinu en við vorum ekki að koma með réttu lausnirnar og láta reyna almennilega á þá,“ sagði Rúnar. „Við sýndum okkar rétta andlit í fyrri hálfleik. Við fengum frábæra markvörslu frá Bjögga í dag - og mörk! Hann er að verja víti og svona og því var forskot okkar kannski aðeins of mikið en á þessu þurfum við að halda.“ „Við komum inn í klefa í hálfleik í þvílíkum gír og kannski óheppnir að vera ekki með meira forskot. Ég er alveg svakalega svekktur en lífið heldur áfram,“ sagði Rúnar. Línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson kom sterkur inn í dag og skoraði fjögur mörk í fimm skotum í sínum fyrsta landsleik þannig það voru jákvæðir punktar. „Alveg klárlega. Arnar er að spila frábærlega í dag og Janus að fá mínútur og Ómar. Þetta eru strákar sem geta hjálpað okkur þannig við verðum bra að taka þessu og halda áfram,“ sagði Rúnar Kárason.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Björgvin Páll tryllir á Twitter: "Það fallegasta sem ég hef séð“ Nú er hálfleikur í leik Spánar og Íslands í B-riðli á HM 2017. 12. janúar 2017 20:26 Arnar Björnsson kíkti á barinn í Metz Nú styttist óðum í fyrsta leik Íslands á HM í Frakklandi. Þar mæta strákarnir okkar Spánverjum. 12. janúar 2017 19:15 Umfjöllun: Spánn - Ísland 27-21 | Skelfilegur seinni hálfleikur í tapi fyrir Spáni Ísland tapaði fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 21:00 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Björgvin Páll tryllir á Twitter: "Það fallegasta sem ég hef séð“ Nú er hálfleikur í leik Spánar og Íslands í B-riðli á HM 2017. 12. janúar 2017 20:26
Arnar Björnsson kíkti á barinn í Metz Nú styttist óðum í fyrsta leik Íslands á HM í Frakklandi. Þar mæta strákarnir okkar Spánverjum. 12. janúar 2017 19:15
Umfjöllun: Spánn - Ísland 27-21 | Skelfilegur seinni hálfleikur í tapi fyrir Spáni Ísland tapaði fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. 12. janúar 2017 21:00
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni