Einhver slökkti á síma Birnu um nóttina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2017 17:28 Fjöldi fólks, vinir og vandamenn, leitaði að Birnu Brjánsdóttur í Hafnarfirði í gær. Birna sást síðast aðfaranótt laugardagsins. Rannsókn lögreglu hefur litlu skilað. Vísir/Eyþór Lögregla telur að slökkt hafi verið á síma Birnu Brjánsdóttur af mannavöldum. Hann hafi ekki orðið batteríslaus. Sími Birnu tengdist símamastrinu á gömlu slökkvistöðinni í Hafnarfirði klukkan 05:50 aðfaranótt laugardags. Síðan hefur ekki verið kveikt á símanum. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag. Fyrir svörum voru Ásgeir Ásgeirsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn sem stýrir leitinni að Birnu, og Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins. Lögreglan telur tvo möguleika líklegasta í stöðunni miðað við þær upplýsingar sem sjá má úr eftirlitsmyndavélum á sjötta tímanum um nóttina. Annaðhvort hafi Birna farið af Laugavegi niður Vatnsstíg eða farið upp í rauðan Kia Rio bíl sem ekið var niður Laugaveginn á svipuðum tíma. Foreldrar Birnu hafa aðstoðað lögreglu sem hefur meðal annars skoðað Facebook-aðgang hennar. Hins vegar hefur lögregla ekki fengið aðgang að öðrum samfélagsmiðlum en unnið er að því að fá aðgang að þeim. Birna er búsett hjá föður sínum í Bakkahverfinu í Breiðholti en virtist ekki reyna að ná athygli leigubílstjóra á göngu sinni frá Húrra við Tryggvagötu, niður Austurstræti og upp Bankastræti. Það bendi til þess að Birna hafi ekki verið í leit að leigubíl. Sömuleiðis telur fjölskylda hennar ólíklegt að hún hafi ætlað að ganga alla leiðina heim í Breiðholtið. Fjölskylda Birnu segir hana ekki neyta annarra vímuefna en áfengis. Lögregla segir að af eftirlitsmyndavélum að dæma hafi Birna bara verið að skemmta sér á Húrra og ekkert sem gerist þar sem bendi til þess að eitthvað hafi amað að. Á blaðamannafundinum kom fram að Birna var einhleyp en hún og kærasti hennar voru nýhætt saman. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Lögregla telur að slökkt hafi verið á síma Birnu Brjánsdóttur af mannavöldum. Hann hafi ekki orðið batteríslaus. Sími Birnu tengdist símamastrinu á gömlu slökkvistöðinni í Hafnarfirði klukkan 05:50 aðfaranótt laugardags. Síðan hefur ekki verið kveikt á símanum. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag. Fyrir svörum voru Ásgeir Ásgeirsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn sem stýrir leitinni að Birnu, og Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins. Lögreglan telur tvo möguleika líklegasta í stöðunni miðað við þær upplýsingar sem sjá má úr eftirlitsmyndavélum á sjötta tímanum um nóttina. Annaðhvort hafi Birna farið af Laugavegi niður Vatnsstíg eða farið upp í rauðan Kia Rio bíl sem ekið var niður Laugaveginn á svipuðum tíma. Foreldrar Birnu hafa aðstoðað lögreglu sem hefur meðal annars skoðað Facebook-aðgang hennar. Hins vegar hefur lögregla ekki fengið aðgang að öðrum samfélagsmiðlum en unnið er að því að fá aðgang að þeim. Birna er búsett hjá föður sínum í Bakkahverfinu í Breiðholti en virtist ekki reyna að ná athygli leigubílstjóra á göngu sinni frá Húrra við Tryggvagötu, niður Austurstræti og upp Bankastræti. Það bendi til þess að Birna hafi ekki verið í leit að leigubíl. Sömuleiðis telur fjölskylda hennar ólíklegt að hún hafi ætlað að ganga alla leiðina heim í Breiðholtið. Fjölskylda Birnu segir hana ekki neyta annarra vímuefna en áfengis. Lögregla segir að af eftirlitsmyndavélum að dæma hafi Birna bara verið að skemmta sér á Húrra og ekkert sem gerist þar sem bendi til þess að eitthvað hafi amað að. Á blaðamannafundinum kom fram að Birna var einhleyp en hún og kærasti hennar voru nýhætt saman.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira