Ólíklegt að Birna hafi farið úr landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2017 17:44 Lögregla biðlar til þeirra sem kunna að hafa einhverjar upplýsingar að hafa samband við lögreglu. vísir/skjáskot Lögreglan hefur úr litlu að moða en lítur hvarf Birnu Brjánsdóttur mjög alvarlegum augum. Ekkert bendir til þess að hún hafi framið sjálfsvíg en lögregla útilokar ekkert á þessu stigi málsins. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í dag. Fram kom á fundinum að Birna er nýhætt með kærastanum sínum. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á rannsóknardeild lögreglunnar, sagði við Vísi að blaðamannafundinum loknum að rætt hefði verið við kærastann fyrrverandi. Hann liggur ekki undir grun frekar en nokkur annar en hann er búsettur erlendis. Á fundinum kom fram að Birna skemmti sér á Húrra um nóttina og ekkert bendi til þess að neitt hafi amað að henni þar. Hún hafi virkað hress . Hún hafi svo gengið Austurstrætið í austurátt, upp Bankastræti og svo Laugaveg. Hún birtist hins vegar ekki í eftirlitsmyndavél við Laugaveg 31. Telur lögregla líklegast að hún hafi annaðhvort haldið niður Vatnsstíg eða farið upp í rauðan Kia Rio bíl sem var ekið niður Laugaveginn á sömu mínútu og slóðum og Birna var stödd. Mál Birnu er rannsakað sem mannshvarf á þessu stigi en ekki sakamál. Fram kom að slökkt var á síma Birnu af mannavöldum klukkan 5:50 um nóttina, hann varð ekki batteríslaus. Lögregla fengi upplýsingar um leið og kveikt yrði aftur á símanum. Grímur Grímsson, yfirmaður á rannsóknardeild lögreglunnar, sagði að við leitina væri miðað við að Birna væri enn á lífi. Þá er talið mjög ólíklegt að Birna hafi farið úr landi en Lögreglan á Suðurnesjum hefur skoðað eftirlitsmyndavélar í flugstöðinni í Keflavík í dag. Sem fyrr segir telur lögregla líklegt að Birna hafi þegið far með Kia Rio bílnum en vill fyrst og fremst ná tali af ökumanni bifreiðarinnar til að ræða við hann. Ekki er vitað til þess að Birna hafi notfært sér skutlþjónustu áður. Rætt verður við móður og bestu vinkonu Birnu í kvöldfréttatíma Stöðvar 2. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Lögreglan hefur úr litlu að moða en lítur hvarf Birnu Brjánsdóttur mjög alvarlegum augum. Ekkert bendir til þess að hún hafi framið sjálfsvíg en lögregla útilokar ekkert á þessu stigi málsins. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í dag. Fram kom á fundinum að Birna er nýhætt með kærastanum sínum. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á rannsóknardeild lögreglunnar, sagði við Vísi að blaðamannafundinum loknum að rætt hefði verið við kærastann fyrrverandi. Hann liggur ekki undir grun frekar en nokkur annar en hann er búsettur erlendis. Á fundinum kom fram að Birna skemmti sér á Húrra um nóttina og ekkert bendi til þess að neitt hafi amað að henni þar. Hún hafi virkað hress . Hún hafi svo gengið Austurstrætið í austurátt, upp Bankastræti og svo Laugaveg. Hún birtist hins vegar ekki í eftirlitsmyndavél við Laugaveg 31. Telur lögregla líklegast að hún hafi annaðhvort haldið niður Vatnsstíg eða farið upp í rauðan Kia Rio bíl sem var ekið niður Laugaveginn á sömu mínútu og slóðum og Birna var stödd. Mál Birnu er rannsakað sem mannshvarf á þessu stigi en ekki sakamál. Fram kom að slökkt var á síma Birnu af mannavöldum klukkan 5:50 um nóttina, hann varð ekki batteríslaus. Lögregla fengi upplýsingar um leið og kveikt yrði aftur á símanum. Grímur Grímsson, yfirmaður á rannsóknardeild lögreglunnar, sagði að við leitina væri miðað við að Birna væri enn á lífi. Þá er talið mjög ólíklegt að Birna hafi farið úr landi en Lögreglan á Suðurnesjum hefur skoðað eftirlitsmyndavélar í flugstöðinni í Keflavík í dag. Sem fyrr segir telur lögregla líklegt að Birna hafi þegið far með Kia Rio bílnum en vill fyrst og fremst ná tali af ökumanni bifreiðarinnar til að ræða við hann. Ekki er vitað til þess að Birna hafi notfært sér skutlþjónustu áður. Rætt verður við móður og bestu vinkonu Birnu í kvöldfréttatíma Stöðvar 2.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira