Framlag Farfugla Dóra Magnúsdóttir skrifar 19. janúar 2017 07:00 Sameinuðu þjóðirnar, SÞ, hafa útnefnt 2017 sem Alþjóðlegt ár sjálfbærrar ferðaþjónustu (International Year of Sustainable Tourism for Development). Það eru góðar fréttir fyrir íslenska ferðaþjónustu sem þarf á aðferðum sjálfbærrar þróunar að halda sem og nýjum hugsunarhætti eftir gríðarlegan vöxt á umliðnum árum. Rannsóknir styðja að hægt er að hafa meiri áhrif á hegðan fólks þegar það ferðast heldur en þegar það er í daglegri rútínu. Fólk er opnara fyrir nýjum hughrifum og vill mögulega breyta sínu daglega mynstri í þágu umhverfisjónarmiða. Áhrifamáttur fólks í ferðaþjónustu er því verulegur, og mikilvægt að starfsfólk í greininni sé meðvitað um mátt sinn til að efla sjálfbærni og ábyrga ferðahegðun með ráðgjöf og góðri fyrirmynd. Það er því engin tilviljun að SÞ völdu ferðaþjónustu til að vekja athygli á sjálfbærri þróun í heiminum. Ferðaþjónusta er afar mikilvæg fyrir efnahag jarðarbúa; afar mörg störf eru innan greinarinnar og það eru miklir möguleikar á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með breyttri ferðahegðun. Að auki getur ferðaþjónustan stuðlað að verndun fjölbreytts lífríkis og ólíkrar samfélagsgerðar, menningar og hefða. Eitt mikilvægasta framlag ferðaþjónustunnar er aukinn skilningur milli menningarsvæða sem getur stuðlað að friði og sátt. Nýlega var stigið mikilvægt skref hérlendis þegar 260 fyrirtæki í ferðaþjónustu skrifuðu undir samning um ábyrga ferðaþjónustu, verkefni sem leitt er af Festu og Íslenska ferðaklasanum. Þó svo að ábyrg og sjálfbær ferðaþjónusta sé ekki sami hluturinn, getur sú ábyrga leitt til sjálfbærrar þróunar sé rétt á spöðunum haldið. Farfuglar, samtök sem stofnuð voru árið 1939 og starfa ekki í hagnaðarskyni, skrifuðu undir samninginn um ábyrga ferðaþjónustu. Farfuglar tilheyra Hostelling International, alþjóðasamtökum Farfuglaheimila í 89 löndum, sem mörg munu vinna að verkefnum tengdum sjálfbærni á árinu. Farfuglar lögðu fram stefnu í lok síðasta árs, sem byggir á sjálfbærri þróun rekstrarins og hafa mikilvæg skref nú þegar verið stigin; svo sem samningur við starfsmenn sem hvetur til notkunar á samgöngum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, skógrækt til kolefnisjöfnunar, rík áhersla á hægari ferðamáta (slow-travel) og notkun á hráefni sem framleitt er í nærumhverfi. Að auki eru fjölmörg önnur verkefni í þróun fyrir á því alþjóðlega og spennandi sjálfbærniári sem framundan er.https://skemman.is/stream/get/1946/23656/54071/1/MS_Emilia_Prodea.pdfhttp://www.tourism4development2017.org/ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Magnúsdóttir Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar, SÞ, hafa útnefnt 2017 sem Alþjóðlegt ár sjálfbærrar ferðaþjónustu (International Year of Sustainable Tourism for Development). Það eru góðar fréttir fyrir íslenska ferðaþjónustu sem þarf á aðferðum sjálfbærrar þróunar að halda sem og nýjum hugsunarhætti eftir gríðarlegan vöxt á umliðnum árum. Rannsóknir styðja að hægt er að hafa meiri áhrif á hegðan fólks þegar það ferðast heldur en þegar það er í daglegri rútínu. Fólk er opnara fyrir nýjum hughrifum og vill mögulega breyta sínu daglega mynstri í þágu umhverfisjónarmiða. Áhrifamáttur fólks í ferðaþjónustu er því verulegur, og mikilvægt að starfsfólk í greininni sé meðvitað um mátt sinn til að efla sjálfbærni og ábyrga ferðahegðun með ráðgjöf og góðri fyrirmynd. Það er því engin tilviljun að SÞ völdu ferðaþjónustu til að vekja athygli á sjálfbærri þróun í heiminum. Ferðaþjónusta er afar mikilvæg fyrir efnahag jarðarbúa; afar mörg störf eru innan greinarinnar og það eru miklir möguleikar á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með breyttri ferðahegðun. Að auki getur ferðaþjónustan stuðlað að verndun fjölbreytts lífríkis og ólíkrar samfélagsgerðar, menningar og hefða. Eitt mikilvægasta framlag ferðaþjónustunnar er aukinn skilningur milli menningarsvæða sem getur stuðlað að friði og sátt. Nýlega var stigið mikilvægt skref hérlendis þegar 260 fyrirtæki í ferðaþjónustu skrifuðu undir samning um ábyrga ferðaþjónustu, verkefni sem leitt er af Festu og Íslenska ferðaklasanum. Þó svo að ábyrg og sjálfbær ferðaþjónusta sé ekki sami hluturinn, getur sú ábyrga leitt til sjálfbærrar þróunar sé rétt á spöðunum haldið. Farfuglar, samtök sem stofnuð voru árið 1939 og starfa ekki í hagnaðarskyni, skrifuðu undir samninginn um ábyrga ferðaþjónustu. Farfuglar tilheyra Hostelling International, alþjóðasamtökum Farfuglaheimila í 89 löndum, sem mörg munu vinna að verkefnum tengdum sjálfbærni á árinu. Farfuglar lögðu fram stefnu í lok síðasta árs, sem byggir á sjálfbærri þróun rekstrarins og hafa mikilvæg skref nú þegar verið stigin; svo sem samningur við starfsmenn sem hvetur til notkunar á samgöngum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, skógrækt til kolefnisjöfnunar, rík áhersla á hægari ferðamáta (slow-travel) og notkun á hráefni sem framleitt er í nærumhverfi. Að auki eru fjölmörg önnur verkefni í þróun fyrir á því alþjóðlega og spennandi sjálfbærniári sem framundan er.https://skemman.is/stream/get/1946/23656/54071/1/MS_Emilia_Prodea.pdfhttp://www.tourism4development2017.org/ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar