Leitin á Strandarheiði: Meðal annars kannað hvort manneskja hafi farið þar á bíl Birgir Olgeirsson skrifar 18. janúar 2017 18:45 „Við skoðum allar vísbendingar,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson sem stýrir leit björgunarsveitarmanna á Strandarheiði og við Hafnarfjarðarhöfn vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Guðbrandur segir björgunarsveitarmenn fylgja eftir vísbendingum sem hafa borist vegna málsins. Vísbendingarnar geta skipt tugum eða hundruðum og er farið í gegnum þær allar. „Þetta þarf ekki að þýða neitt endilega ,en getur þýtt allt,“ segir Guðbrandur.Frá leitaraðgerðum við Hafnarfjarðarhöfn.Vísir/Anton BrinkÚtgangspunkturinn er alltaf persónan sjálf Leitað er með fram slóðum á Strandarheiði og er þá til dæmis kannað hvort möguleiki sé á því að manneskja hafi farið þar á bíl. Þá var slökkt á síma Birnu kvöldið sem hún hvarf og eru björgunarsveitarmenn vakandi fyrir því að leita eftir síma á svæðinu. „Útgangspunkturinn er alltaf persónan sjálf en okkar fólk er alltaf vant því að leita eftir allskonar vísbendingum og allt sem okkur finnst markvert er skráð niður og passað upp á.“Allskonar vísbendingar borist Hann segir að borist hafi allskonar vísbendingar sem geta náð frá því að einhver hafi séð eitthvað sem honum fannst skrýtið eða einhver hafi verið á ferli á einum stað. „Og þetta er einn af þeim stöðum en það er ekkert sem segir okkur að þetta sé eitthvað líklegra en eitthvað annað. Þetta er ein af þeim vísbendingum sem við erum að skoða.“"Við reynum að safna eins mikið af vísbendingum og við getum.“vísir/eyþórLeitað í myrkri Tæplega fjörutíu björgunarsveitarmenn leita á um 10 ferkílómetra svæði og er notast við þrjú hundateymi en Guðbrandur segir líkur á að hundum verði bætt við leitina síðar í kvöld. Hann segir að leit verði haldið áfram þar til búið verður að fara yfir svæðið. „Við erum að leita með hundum á Strandarheiði og þá skiptir ekki máli hvort það er myrkur eða dagsbirta.“Öllu safnað saman Hann segir að við svona leit komi upp þúsundir vísbendinga sem björgunarsveitarmenn kanna nánar. „Ef við finnum sígarettupakka þá er hann tekinn og ljósmyndaður. Við reynum að safna eins mikið af vísbendingum og við getum. Síðan kemur kannski seinna í ljós að 99 prósent vísbendinga eða 100 prósent tilheyri einhverju öðru.“ Guðbrandur segir hundana ekki hafa markað lykt á þessu svæði. Sporhundur hafi aðeins einu sinni markað lykt við leit að Birnu og það hafi verið á Laugaveginum, þar sem hún sást síðast. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leitað að Birnu í Hafnarfirði og á Strandarheiði Sérhæft leitarfólk Landsbjargar hefur verið kallað út til að halda áfram leit að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 18. janúar 2017 14:05 Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23 Kafarar í Hafnarfjarðarhöfn Kafarar að störfum í höfninni. 18. janúar 2017 13:11 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
„Við skoðum allar vísbendingar,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson sem stýrir leit björgunarsveitarmanna á Strandarheiði og við Hafnarfjarðarhöfn vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Guðbrandur segir björgunarsveitarmenn fylgja eftir vísbendingum sem hafa borist vegna málsins. Vísbendingarnar geta skipt tugum eða hundruðum og er farið í gegnum þær allar. „Þetta þarf ekki að þýða neitt endilega ,en getur þýtt allt,“ segir Guðbrandur.Frá leitaraðgerðum við Hafnarfjarðarhöfn.Vísir/Anton BrinkÚtgangspunkturinn er alltaf persónan sjálf Leitað er með fram slóðum á Strandarheiði og er þá til dæmis kannað hvort möguleiki sé á því að manneskja hafi farið þar á bíl. Þá var slökkt á síma Birnu kvöldið sem hún hvarf og eru björgunarsveitarmenn vakandi fyrir því að leita eftir síma á svæðinu. „Útgangspunkturinn er alltaf persónan sjálf en okkar fólk er alltaf vant því að leita eftir allskonar vísbendingum og allt sem okkur finnst markvert er skráð niður og passað upp á.“Allskonar vísbendingar borist Hann segir að borist hafi allskonar vísbendingar sem geta náð frá því að einhver hafi séð eitthvað sem honum fannst skrýtið eða einhver hafi verið á ferli á einum stað. „Og þetta er einn af þeim stöðum en það er ekkert sem segir okkur að þetta sé eitthvað líklegra en eitthvað annað. Þetta er ein af þeim vísbendingum sem við erum að skoða.“"Við reynum að safna eins mikið af vísbendingum og við getum.“vísir/eyþórLeitað í myrkri Tæplega fjörutíu björgunarsveitarmenn leita á um 10 ferkílómetra svæði og er notast við þrjú hundateymi en Guðbrandur segir líkur á að hundum verði bætt við leitina síðar í kvöld. Hann segir að leit verði haldið áfram þar til búið verður að fara yfir svæðið. „Við erum að leita með hundum á Strandarheiði og þá skiptir ekki máli hvort það er myrkur eða dagsbirta.“Öllu safnað saman Hann segir að við svona leit komi upp þúsundir vísbendinga sem björgunarsveitarmenn kanna nánar. „Ef við finnum sígarettupakka þá er hann tekinn og ljósmyndaður. Við reynum að safna eins mikið af vísbendingum og við getum. Síðan kemur kannski seinna í ljós að 99 prósent vísbendinga eða 100 prósent tilheyri einhverju öðru.“ Guðbrandur segir hundana ekki hafa markað lykt á þessu svæði. Sporhundur hafi aðeins einu sinni markað lykt við leit að Birnu og það hafi verið á Laugaveginum, þar sem hún sást síðast.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leitað að Birnu í Hafnarfirði og á Strandarheiði Sérhæft leitarfólk Landsbjargar hefur verið kallað út til að halda áfram leit að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 18. janúar 2017 14:05 Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23 Kafarar í Hafnarfjarðarhöfn Kafarar að störfum í höfninni. 18. janúar 2017 13:11 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Leitað að Birnu í Hafnarfirði og á Strandarheiði Sérhæft leitarfólk Landsbjargar hefur verið kallað út til að halda áfram leit að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt laugardags. 18. janúar 2017 14:05
Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23