Ekkert samkomulag um nefndaskipun Heimir Már Pétursson skrifar 19. janúar 2017 20:13 Formönnum þingflokka á Alþingi tókst ekki að ná samkomulagi um skipan í nefndir þingsins þegar það kemur saman í næstu viku á fundi þeirra í morgun. Stjórnarflokkarnir bjóða stjórnarandstöðunni formennsku í tveimur nefndum en hún vill formennsku í fjórum. Aðstæður eru um margt óvenjulegar á Alþingi eftir síðustu kosningar þar sem einungis munar einum þingmanni á þingstyrk stjórnar og stjórnarandstöðu. En horfa á til þingstyrks flokka við skipun í nefndir. Þannig er það orðað í þingsköpum en þar segir einnig að þingflokkar eigi að reyna að komast að samkomulagi um skipan í formannsembætti nefndanna. Þingflokksformenn flokkanna komu saman til fundar á Alþingi í morgun til að ræða málin. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir fullan vilja til að ná niðurstöðu. „Við erum bara á því stigi núna þingflokksformenn að vera að reifa mismunandi sjónarmið og erum ekki komin að niðurstöðu. Enn sem komið er alla vega er fullur vilji til að reyna að ná niðurstöðu sem allir geta verið sáttir við,“ segir Birgir. Stjórnarandstaðan er sameinuð í sínum kröfum en stjórnarflokkarnir sem fengu samanlagt 46,7 prósent atkvæða í kosningunum eru með 50,7 prósent þingmanna. „Sem myndi þýða það að stjórnarflokkarnir fengju meirihluta í öllum nefndum og gætu þar með valið formenn og varaformenn samkvæmt sínum meirihluta í hverri nefnd fyrir sig.“Eins og það hljómar yrði það væntanlega verri kostur fyrir stjórnarandstöðuna? „Já, það þýðir náttúrlega meiri hörku á báða bóga. Það er auðvitað eitthvað sem menn eru að reyna að sneiða hjá,“ segir Birgir. En á nokkrum undanförnum kjörtímabilum hefur stjórnarandstöðu verið boðin formennska í tveimur af átta fastanefndum þingsins og það er það sem stjórnarflokkarnir bjóða nú. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna segir hins vegar að stjórnarandstaðan ætti að vera með helming formanna.Hvað teljið þið eðlilegt að þið fáið marga formenn? „Það er nú ekki flókið að reikna það út. Ef það eru 32 stjórnarþingmenn og 31 í stjórnarandstöðunni þá er það helmingur,“ segir Svandís. Þingflokksformönnunum tókst ekki að ná samkomulagi á fundi sínum í dag en nýr fundur hefur verið boðaður í fyrramálið. Ef ekki tekst að semja um nefndirnar áður en þing kemur saman á þriðjudag þarf að kjósa í hverja nefnd fyrir sig.Hvers vegna gæti það ekki gengið núna? „Það er vegna þess að það er gert ráð fyrir því í þingskapalögum að það sé horft til þingstyrks. Eins og allir vita er þessi ríkisstjórn byggð á eins tæpum meirihluta og mögulegt er. Þannig að það hlýtur auðvitað að endurspeglast í verkaskiptingu hér innan þingsins ef við meinum eitthvað með sjálfstæði.“ Svandís segir það ekki til marks um samstarfsvilja ef samkomulag tekst ekki og það að forsætisráðherra neiti að mæta fyrir þingnefnd vegna aflandsmálanna og vanvirði þannig þingið. „Já mér finnst það og ég verð að segja að það kemur mér á óvart af hans hálfu ef ég á að horfa til þess hvernig Bjarni var á síðasta kjörtímabili. Þótt ég hafi verið í harðri stjórnarandstöðu við hann var hann ávalt reiðubúinn að koma hér til samtals við Alþingi þegar eftir því var óskað. Þess vegna finnst mér upptakturinn að forsætisráðherratíð hans gagnvart alþingi ekki lofa góðu. Því miður,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Alþingi Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Formönnum þingflokka á Alþingi tókst ekki að ná samkomulagi um skipan í nefndir þingsins þegar það kemur saman í næstu viku á fundi þeirra í morgun. Stjórnarflokkarnir bjóða stjórnarandstöðunni formennsku í tveimur nefndum en hún vill formennsku í fjórum. Aðstæður eru um margt óvenjulegar á Alþingi eftir síðustu kosningar þar sem einungis munar einum þingmanni á þingstyrk stjórnar og stjórnarandstöðu. En horfa á til þingstyrks flokka við skipun í nefndir. Þannig er það orðað í þingsköpum en þar segir einnig að þingflokkar eigi að reyna að komast að samkomulagi um skipan í formannsembætti nefndanna. Þingflokksformenn flokkanna komu saman til fundar á Alþingi í morgun til að ræða málin. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir fullan vilja til að ná niðurstöðu. „Við erum bara á því stigi núna þingflokksformenn að vera að reifa mismunandi sjónarmið og erum ekki komin að niðurstöðu. Enn sem komið er alla vega er fullur vilji til að reyna að ná niðurstöðu sem allir geta verið sáttir við,“ segir Birgir. Stjórnarandstaðan er sameinuð í sínum kröfum en stjórnarflokkarnir sem fengu samanlagt 46,7 prósent atkvæða í kosningunum eru með 50,7 prósent þingmanna. „Sem myndi þýða það að stjórnarflokkarnir fengju meirihluta í öllum nefndum og gætu þar með valið formenn og varaformenn samkvæmt sínum meirihluta í hverri nefnd fyrir sig.“Eins og það hljómar yrði það væntanlega verri kostur fyrir stjórnarandstöðuna? „Já, það þýðir náttúrlega meiri hörku á báða bóga. Það er auðvitað eitthvað sem menn eru að reyna að sneiða hjá,“ segir Birgir. En á nokkrum undanförnum kjörtímabilum hefur stjórnarandstöðu verið boðin formennska í tveimur af átta fastanefndum þingsins og það er það sem stjórnarflokkarnir bjóða nú. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna segir hins vegar að stjórnarandstaðan ætti að vera með helming formanna.Hvað teljið þið eðlilegt að þið fáið marga formenn? „Það er nú ekki flókið að reikna það út. Ef það eru 32 stjórnarþingmenn og 31 í stjórnarandstöðunni þá er það helmingur,“ segir Svandís. Þingflokksformönnunum tókst ekki að ná samkomulagi á fundi sínum í dag en nýr fundur hefur verið boðaður í fyrramálið. Ef ekki tekst að semja um nefndirnar áður en þing kemur saman á þriðjudag þarf að kjósa í hverja nefnd fyrir sig.Hvers vegna gæti það ekki gengið núna? „Það er vegna þess að það er gert ráð fyrir því í þingskapalögum að það sé horft til þingstyrks. Eins og allir vita er þessi ríkisstjórn byggð á eins tæpum meirihluta og mögulegt er. Þannig að það hlýtur auðvitað að endurspeglast í verkaskiptingu hér innan þingsins ef við meinum eitthvað með sjálfstæði.“ Svandís segir það ekki til marks um samstarfsvilja ef samkomulag tekst ekki og það að forsætisráðherra neiti að mæta fyrir þingnefnd vegna aflandsmálanna og vanvirði þannig þingið. „Já mér finnst það og ég verð að segja að það kemur mér á óvart af hans hálfu ef ég á að horfa til þess hvernig Bjarni var á síðasta kjörtímabili. Þótt ég hafi verið í harðri stjórnarandstöðu við hann var hann ávalt reiðubúinn að koma hér til samtals við Alþingi þegar eftir því var óskað. Þess vegna finnst mér upptakturinn að forsætisráðherratíð hans gagnvart alþingi ekki lofa góðu. Því miður,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Alþingi Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira