Grunaðir um manndráp Snærós Sindradóttir skrifar 20. janúar 2017 00:45 Mennirnir voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness en ákæruvaldið hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar og fer fram á gæsluvarðhald í fjórar vikur. Vísir/Anton Brink Mennirnir tveir sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í gær, grunaðir um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur, voru úrskurðaðir á grundvelli 211. gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. Mennirnir voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness en ákæruvaldið hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar og fer fram á gæsluvarðhald í fjórar vikur. Ekki hefur spurst til Birnu í sex daga. Ekki er venjan að Hæstiréttur taki sér langan tíma til að dæma þegar gæsluvarðhaldsúrskurðir eru kærðir, jafnan tvo til þrjá daga.Leggja áherslu á að kortleggja ferðir bílsins Mennirnir voru handteknir um hádegisbil á miðvikudag af íslenskum sérsveitarmönnum um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq. Þriðja manninum, sem handtekinn var um borð síðar sama dag, var sleppt að loknum yfirheyrslum í gær en lögregla telur sig hafa útilokað aðild hans að hvarfi Birnu. Fréttablaðið hefur áður greint frá því að á eftirlitsmyndavélum í Hafnarfjarðarhöfn, hafi tveir menn sést koma að togaranum á rauðri Kia Rio bifreið, á milli klukkan sex og hálf sjö að morgni laugardags. Skömmu síðar hafi bíllinn farið á ný af hafnarsvæðinu í um klukkustund. Nokkuð ráp var á bílnum fram eftir degi en honum var skilað síðla dags, skömmu áður en togarinn leysti landfestar og hélt út á miðin. Lögregla leggur mikla áherslu á að kortleggja ferðir bílsins um höfuðborgarsvæðið.Gögn bentu til misindisverki Vísir greindi frá því í gær að rannsóknargögn sem fundist hefðu í bílnum bentu til þess að misindisverk hefði farið þar fram. Rannsókn tæknideildar lögreglunnar í Polar Nanoq hefur jafnframt leitt í ljós nokkuð af gögnum sem lögregla telur að geti komið að gagni við að upplýsa málið. Í tvo daga hafa björgunarsveitir leitað á Strandarheiði, á vegarkaflanum sem liggur upp að Keili, með leitarhunda og nokkurn mannskap. Leit verður haldið áfram á því svæði í dag. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Tveir menn sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur komu saman á rauðri Kia Rio bifreið að Hafnarfjarðarhöfn klukkan rúmlega sex að morgni laugardags. Annar þeirra fór um borð í togarann en hinn ók í burtu. 19. janúar 2017 15:40 Skipstjóri Regina C segir úlfalda gerðan úr mýflugu Jóan Pauli segir það ekki rétt að verið sé að senda grænlenska skipverja heim fyrr en ætlað var vegna þess að þeir hafi orðið fyrir aðkasti Íslendinga. 19. janúar 2017 19:24 Rannsóknargögn úr rauða Kia Rio-bílnum benda til misindisverks Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. 19. janúar 2017 12:00 „Yfirgnæfandi líkur“ á að skipverjarnir hafi verið í bílnum á Laugaveginum um nóttina Fótgangandi í miðbæ Reykjavíkur umræddan morgun liggja ekki lengur undir grun. 19. janúar 2017 20:35 Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Mennirnir tveir sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í gær, grunaðir um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur, voru úrskurðaðir á grundvelli 211. gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. Mennirnir voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness en ákæruvaldið hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar og fer fram á gæsluvarðhald í fjórar vikur. Ekki hefur spurst til Birnu í sex daga. Ekki er venjan að Hæstiréttur taki sér langan tíma til að dæma þegar gæsluvarðhaldsúrskurðir eru kærðir, jafnan tvo til þrjá daga.Leggja áherslu á að kortleggja ferðir bílsins Mennirnir voru handteknir um hádegisbil á miðvikudag af íslenskum sérsveitarmönnum um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq. Þriðja manninum, sem handtekinn var um borð síðar sama dag, var sleppt að loknum yfirheyrslum í gær en lögregla telur sig hafa útilokað aðild hans að hvarfi Birnu. Fréttablaðið hefur áður greint frá því að á eftirlitsmyndavélum í Hafnarfjarðarhöfn, hafi tveir menn sést koma að togaranum á rauðri Kia Rio bifreið, á milli klukkan sex og hálf sjö að morgni laugardags. Skömmu síðar hafi bíllinn farið á ný af hafnarsvæðinu í um klukkustund. Nokkuð ráp var á bílnum fram eftir degi en honum var skilað síðla dags, skömmu áður en togarinn leysti landfestar og hélt út á miðin. Lögregla leggur mikla áherslu á að kortleggja ferðir bílsins um höfuðborgarsvæðið.Gögn bentu til misindisverki Vísir greindi frá því í gær að rannsóknargögn sem fundist hefðu í bílnum bentu til þess að misindisverk hefði farið þar fram. Rannsókn tæknideildar lögreglunnar í Polar Nanoq hefur jafnframt leitt í ljós nokkuð af gögnum sem lögregla telur að geti komið að gagni við að upplýsa málið. Í tvo daga hafa björgunarsveitir leitað á Strandarheiði, á vegarkaflanum sem liggur upp að Keili, með leitarhunda og nokkurn mannskap. Leit verður haldið áfram á því svæði í dag.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Tveir menn sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur komu saman á rauðri Kia Rio bifreið að Hafnarfjarðarhöfn klukkan rúmlega sex að morgni laugardags. Annar þeirra fór um borð í togarann en hinn ók í burtu. 19. janúar 2017 15:40 Skipstjóri Regina C segir úlfalda gerðan úr mýflugu Jóan Pauli segir það ekki rétt að verið sé að senda grænlenska skipverja heim fyrr en ætlað var vegna þess að þeir hafi orðið fyrir aðkasti Íslendinga. 19. janúar 2017 19:24 Rannsóknargögn úr rauða Kia Rio-bílnum benda til misindisverks Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. 19. janúar 2017 12:00 „Yfirgnæfandi líkur“ á að skipverjarnir hafi verið í bílnum á Laugaveginum um nóttina Fótgangandi í miðbæ Reykjavíkur umræddan morgun liggja ekki lengur undir grun. 19. janúar 2017 20:35 Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Tveir menn sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur komu saman á rauðri Kia Rio bifreið að Hafnarfjarðarhöfn klukkan rúmlega sex að morgni laugardags. Annar þeirra fór um borð í togarann en hinn ók í burtu. 19. janúar 2017 15:40
Skipstjóri Regina C segir úlfalda gerðan úr mýflugu Jóan Pauli segir það ekki rétt að verið sé að senda grænlenska skipverja heim fyrr en ætlað var vegna þess að þeir hafi orðið fyrir aðkasti Íslendinga. 19. janúar 2017 19:24
Rannsóknargögn úr rauða Kia Rio-bílnum benda til misindisverks Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. 19. janúar 2017 12:00
„Yfirgnæfandi líkur“ á að skipverjarnir hafi verið í bílnum á Laugaveginum um nóttina Fótgangandi í miðbæ Reykjavíkur umræddan morgun liggja ekki lengur undir grun. 19. janúar 2017 20:35