Árásarmaðurinn hundeltur um alla Evrópu en finnst ekki Guðsteinn Bjarnason skrifar 5. janúar 2017 07:00 Borgarstjórar stærsta stjórnarandstöðuflokks Tyrklands minntust hinna látnu með því að leggja blóm á gangstéttina fyrir utan næturklúbbinn Reina í Istanbúl. vísir/epa Tyrkir hafa handtekið um 40 manns í tengslum við fjöldamorðin í næturklúbbi í Istanbúl á nýársnótt. Stjórnvöld segja hina handteknu alla tengjast hryðjuverkasamtökunum Íslömsku ríki, en á meðal hinna handteknu eru um tuttugu manns á barnsaldri, níu drengir og ellefu stúlkur. Þrjár fjölskyldur, sem allar eru sagðar tengjast árásarmanninum, eru meðal hinna handteknu. Flestir hinna handteknu eru frá Túrkistan, Dagestan og Kirgistan, en árásarmaðurinn sjálfur er sagður vera frá Kirgistan.Árásarmaðurinn tók myndband af sjálfum sér nálægt árásarstaðnum. Fréttablaðið/EPAÞá segjast tyrknesk stjórnvöld hafa borið kennsl á árásarmanninn. Hann er sagður 28 ára gamall og hafa komið til Tyrklands frá Sýrlandi. Hann var enn ófundinn í gær, en honum tókst að komast burt frá skemmtistaðnum í Istanbúl á nýársnótt eftir að hafa myrt þar 39 manns og sært um sjötíu. Í nóvember síðastliðnum var hann staddur í bænum Konja ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum. Hann hafði leigt sér hús þar. Eiginkona hans sagðist í viðtali við tyrkneska dagblaðið Hurriyet ekkert hafa vitað af því að maður sinn hafi hrifist af boðskap Íslamska ríkisins, hvað þá að hann hafi framið þetta voðaverk. „Ég frétti af árásinni í sjónvarpi,“ sagði hún. Tyrkneskir fjölmiðlar segja hann heita Lakhe Mashrapov og hafa barist með vígasveitum Íslamska ríkisins í Sýrlandi, meðal annars í götubardögum. Hann sé því vel þjálfaður í vopnaburði. Stjórnvöld hafa birt myndband sem hann tók af sjálfum sér þar sem hann gekk um á Taksimtorgi í Istanbúl innan um almenning. Ekki er ljóst hvort þetta myndband var tekið upp áður en hann hélt inn á skemmtistaðinn Reina til að drepa fólk eða eftir að hann var búinn að því. Íslamska ríkið, eða Daish, lýsti yfir ábyrgð á hryðjuverkinu strax á mánudaginn, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem þessi samtök segja hreint út að maður á þeirra vegum hafi framið árás af þessu tagi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kirgistan Tyrkland Tengdar fréttir Árásin í Istanbúl: Ungi Kirgisinn ekki árásarmaðurinn Lögreglan í Tyrklandi leitar enn að manni sem skaut 39 manns til bana og særði tæplega sjötíu á skemmtistað í Istanbúl á nýársnótt. 3. janúar 2017 23:01 Árásin í Istanbúl: Leitað að 28 ára Kirgisa Lögregla í Tyrklandi leitar enn að manninum sem skaut 39 manns til bana og særði tæplega sjötíu á skemmtistað í Istanbúl á nýársnótt. 3. janúar 2017 10:39 Árásarmannsins leitað og átta teknir höndum Hátt í fimm hundruð manns hafa fallið í árásum í Tyrklandi undanfarin tvö ár. Átta manns voru handteknir í gær í tengslum við skotárásina í næturklúbbi í Istanbúl á nýársnótt. 3. janúar 2017 07:00 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Fleiri fréttir Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Sjá meira
Tyrkir hafa handtekið um 40 manns í tengslum við fjöldamorðin í næturklúbbi í Istanbúl á nýársnótt. Stjórnvöld segja hina handteknu alla tengjast hryðjuverkasamtökunum Íslömsku ríki, en á meðal hinna handteknu eru um tuttugu manns á barnsaldri, níu drengir og ellefu stúlkur. Þrjár fjölskyldur, sem allar eru sagðar tengjast árásarmanninum, eru meðal hinna handteknu. Flestir hinna handteknu eru frá Túrkistan, Dagestan og Kirgistan, en árásarmaðurinn sjálfur er sagður vera frá Kirgistan.Árásarmaðurinn tók myndband af sjálfum sér nálægt árásarstaðnum. Fréttablaðið/EPAÞá segjast tyrknesk stjórnvöld hafa borið kennsl á árásarmanninn. Hann er sagður 28 ára gamall og hafa komið til Tyrklands frá Sýrlandi. Hann var enn ófundinn í gær, en honum tókst að komast burt frá skemmtistaðnum í Istanbúl á nýársnótt eftir að hafa myrt þar 39 manns og sært um sjötíu. Í nóvember síðastliðnum var hann staddur í bænum Konja ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum. Hann hafði leigt sér hús þar. Eiginkona hans sagðist í viðtali við tyrkneska dagblaðið Hurriyet ekkert hafa vitað af því að maður sinn hafi hrifist af boðskap Íslamska ríkisins, hvað þá að hann hafi framið þetta voðaverk. „Ég frétti af árásinni í sjónvarpi,“ sagði hún. Tyrkneskir fjölmiðlar segja hann heita Lakhe Mashrapov og hafa barist með vígasveitum Íslamska ríkisins í Sýrlandi, meðal annars í götubardögum. Hann sé því vel þjálfaður í vopnaburði. Stjórnvöld hafa birt myndband sem hann tók af sjálfum sér þar sem hann gekk um á Taksimtorgi í Istanbúl innan um almenning. Ekki er ljóst hvort þetta myndband var tekið upp áður en hann hélt inn á skemmtistaðinn Reina til að drepa fólk eða eftir að hann var búinn að því. Íslamska ríkið, eða Daish, lýsti yfir ábyrgð á hryðjuverkinu strax á mánudaginn, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem þessi samtök segja hreint út að maður á þeirra vegum hafi framið árás af þessu tagi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kirgistan Tyrkland Tengdar fréttir Árásin í Istanbúl: Ungi Kirgisinn ekki árásarmaðurinn Lögreglan í Tyrklandi leitar enn að manni sem skaut 39 manns til bana og særði tæplega sjötíu á skemmtistað í Istanbúl á nýársnótt. 3. janúar 2017 23:01 Árásin í Istanbúl: Leitað að 28 ára Kirgisa Lögregla í Tyrklandi leitar enn að manninum sem skaut 39 manns til bana og særði tæplega sjötíu á skemmtistað í Istanbúl á nýársnótt. 3. janúar 2017 10:39 Árásarmannsins leitað og átta teknir höndum Hátt í fimm hundruð manns hafa fallið í árásum í Tyrklandi undanfarin tvö ár. Átta manns voru handteknir í gær í tengslum við skotárásina í næturklúbbi í Istanbúl á nýársnótt. 3. janúar 2017 07:00 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Fleiri fréttir Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Sjá meira
Árásin í Istanbúl: Ungi Kirgisinn ekki árásarmaðurinn Lögreglan í Tyrklandi leitar enn að manni sem skaut 39 manns til bana og særði tæplega sjötíu á skemmtistað í Istanbúl á nýársnótt. 3. janúar 2017 23:01
Árásin í Istanbúl: Leitað að 28 ára Kirgisa Lögregla í Tyrklandi leitar enn að manninum sem skaut 39 manns til bana og særði tæplega sjötíu á skemmtistað í Istanbúl á nýársnótt. 3. janúar 2017 10:39
Árásarmannsins leitað og átta teknir höndum Hátt í fimm hundruð manns hafa fallið í árásum í Tyrklandi undanfarin tvö ár. Átta manns voru handteknir í gær í tengslum við skotárásina í næturklúbbi í Istanbúl á nýársnótt. 3. janúar 2017 07:00