Næsti formaður KSÍ hefur þrjár vikur til stefnu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. janúar 2017 14:45 Eitt þessara þriggja gæti verið næsti formaður KSÍ. Þau þurfa að tilkynna um framboð formlega til KSÍ í síðasta lagi 28. janúar. Vísir Frestur til að tilkynna kjör til formanns Knattspyrnusambands Íslands rennur út laugardaginn 28. janúar eða eftir rétt rúmar þrjár vikur. Óhætt er að segja að landslagið hafi gjörbreyst varðandi baráttuna um formannskjörið eftir að Geir Þorsteinsson, formaður frá árinu 2007, tilkynnti öllum að óvörum í gær að hann væri hættur við framboð sitt. Guðni Bergsson, fyrrverandi landsliðsmaður og atvinnumaður, tilkynnti framboð sitt um miðjan desember. Í ítarlegu viðtali við Vísi kom meðal annars fram að Guðni ætlar að þiggja laun fyrir starfið, sem í dag eru um ein og hálf milljón króna. Þá vilji hann nýjan þjóðarleikvang og breyta störfum landsliðsnefndar karla. Björn Einarsson, formaður Víkings og forstjóri TVG Ziemsen, hefur ýjað sterklega að framboði og á fréttastofa von á því að Björn tilkynni framboð sitt innan tíðar. Hann hefur sagst vilja breytt umhverfi hjá KSÍ, bæta ímynd sambandsins og ætlar ekki að þiggja laun verði hann kjörinn.Guðrún Inga og Halla útiloka ekkert Björn og Guðni hafa báðir kynnt sínar hugmyndir um formannsembætti KSÍ fyrir Íslenskum Toppfótbolta, samtökum félaganna í efstu deild karla sem formenn knattspyrnudeilda félaganna skipa.Þá segir Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ og stjórnarmaður undanfarin tíu ár, ekki útiloka framboð til formanns í samtali við Fótbolta.net. Guðrún Inga yrði fyrsta konan til að gegna formannsstöðu hjá KSÍ frá stofnun en einu sinni hefur kona boðið sig fram til að gegna embættinu. Það var Halla Gunnarsdóttir árið 2007 en hún hefur sömuleiðis sagst ekki útiloka að bjóða sig fram á nýjan leik.Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir í símtali við Vísi sömuleiðis ekki útiloka neitt varðandi framboð frekar en nokkuð annað. Hún hafi þó ekki gengið með formannsdraum í maganum. Formaður KSÍ er kjörinn í atkvæðagreiðslu fulltrúa aðildafélagnna á ársþingi KSÍ. Félögin hafa mismörg atkvæði eftir því hvaða deildum þau spila. Þannig hafa félögin í efstu deild fjögur atkvæði en svo minni eftir því sem neðar er farið í deildarkeppninni. Í kringum 120-130 fulltrúar hafa greitt atkvæði á undanförnum ársþingum. Frestur til að skila tillögum að breytingum á lögum eða reglugerðum KSÍ rennur út miðvikudaginn 11. janúar.Frétt uppfærð klukkan 15:15 KSÍ Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Frestur til að tilkynna kjör til formanns Knattspyrnusambands Íslands rennur út laugardaginn 28. janúar eða eftir rétt rúmar þrjár vikur. Óhætt er að segja að landslagið hafi gjörbreyst varðandi baráttuna um formannskjörið eftir að Geir Þorsteinsson, formaður frá árinu 2007, tilkynnti öllum að óvörum í gær að hann væri hættur við framboð sitt. Guðni Bergsson, fyrrverandi landsliðsmaður og atvinnumaður, tilkynnti framboð sitt um miðjan desember. Í ítarlegu viðtali við Vísi kom meðal annars fram að Guðni ætlar að þiggja laun fyrir starfið, sem í dag eru um ein og hálf milljón króna. Þá vilji hann nýjan þjóðarleikvang og breyta störfum landsliðsnefndar karla. Björn Einarsson, formaður Víkings og forstjóri TVG Ziemsen, hefur ýjað sterklega að framboði og á fréttastofa von á því að Björn tilkynni framboð sitt innan tíðar. Hann hefur sagst vilja breytt umhverfi hjá KSÍ, bæta ímynd sambandsins og ætlar ekki að þiggja laun verði hann kjörinn.Guðrún Inga og Halla útiloka ekkert Björn og Guðni hafa báðir kynnt sínar hugmyndir um formannsembætti KSÍ fyrir Íslenskum Toppfótbolta, samtökum félaganna í efstu deild karla sem formenn knattspyrnudeilda félaganna skipa.Þá segir Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ og stjórnarmaður undanfarin tíu ár, ekki útiloka framboð til formanns í samtali við Fótbolta.net. Guðrún Inga yrði fyrsta konan til að gegna formannsstöðu hjá KSÍ frá stofnun en einu sinni hefur kona boðið sig fram til að gegna embættinu. Það var Halla Gunnarsdóttir árið 2007 en hún hefur sömuleiðis sagst ekki útiloka að bjóða sig fram á nýjan leik.Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir í símtali við Vísi sömuleiðis ekki útiloka neitt varðandi framboð frekar en nokkuð annað. Hún hafi þó ekki gengið með formannsdraum í maganum. Formaður KSÍ er kjörinn í atkvæðagreiðslu fulltrúa aðildafélagnna á ársþingi KSÍ. Félögin hafa mismörg atkvæði eftir því hvaða deildum þau spila. Þannig hafa félögin í efstu deild fjögur atkvæði en svo minni eftir því sem neðar er farið í deildarkeppninni. Í kringum 120-130 fulltrúar hafa greitt atkvæði á undanförnum ársþingum. Frestur til að skila tillögum að breytingum á lögum eða reglugerðum KSÍ rennur út miðvikudaginn 11. janúar.Frétt uppfærð klukkan 15:15
KSÍ Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira