Vill konu í formann KSÍ og útilokar ekki framboð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2016 23:21 Halla Gunnarsdóttir bauð sig fram til formanns 2007 og útilokar ekki að endurtaka leikinn í febrúar. Halla Gunnarsdóttir telur tímabært að kona verði formaður Knattspyrnusambands Íslands. Formaður verður kjörinn á ársþingi KSÍ sem þetta árið fer fram í Vestmannaeyjum þann 11. febrúar. Halla hefur spilað knattspyrnu frá unga aldri og síðar starfað við þjálfun. Halla segist í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins ekki útiloka að bjóða fram krafta sína líkt og hún gerði árið 2007 þegar hún fór í formannsslag með Jafet Ólafssyni og Geir Þorsteinssyni, þáverandi framkvæmdastjóra KSÍ. Geir vann með yfirburðum, fékk 86 atkvæði, Jafet 29 atkvæði og Halla þrjú atkvæði. Síðan verða liðin tíu ár í febrúar og íhuga Björn Einarsson, formaður Víkings, og Guðni Bergsson, fyrrverandi landsliðsmaður, báðir framboð til formanns. Fyrir liggur að Geir bíður áfram fram krafta sína í starfið sem er eitt það virtasta og best launaða í íþróttahreyfingunni.Framboðið olli uppnámi Halla segir að framboð hennar árið 2007 hafi ollið uppnámi innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Á tímabili hafi hún talið sig eiga möguleika á sigri, ekki vegna eigin rökhugsunar, heldur vegna þeirra viðbragða sem hún segir framboð hennar hafa kallað fram. „ Það var ekki bara KSÍ; ef það er einhver íþrótt á Íslandi sem hefur verið Mekka fyrir karlmennskuna er það fótbolti og það stigu margir fram og höfðu mjög sterkar skoðanir á þessu. Einhver sagði að þetta væri ekki huggulegt kvöldverðarboð fyrir konu, heldur alvörustarf. Ég fékk líka minn skammt af gagnrýni fyrir að fara ekki réttu leiðina; inn í stjórnir aðildarfélaga og þaðan inn í stjórn KSÍ og bjóða mig síðan fram til formanns,“ segir Halla við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Halla, sem starfað hefur sem blaðamaður, verið aðstoðarmaður ráðherra og unnið á alþjóðlegri lögfræðistofu í Bretlandi, hefur undanfarið ár starfað að uppbyggingu kvennalista í Bretlandi. Rætt var við Höllu í Fréttatímanum í upphafi árs um þau kaflaskil.Lofaði að afnema kynbundin launamunÓhætt er að segja að Halla hafi ekki ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur við framboð sitt fyrir tæpum tíu árum. Fyrir lá að Geir naut stuðnings fráfarandi formanns, Eggerts Magnússonar, og engin kona hafði áður gegnt embættinu. Hún fór þó gallhörð fram og sagðist myndu leiðrétta kynbundin launamun hjá leikmönnum karlalandsliðsins og kvennalandsliðsins. Aðspurð hvort hún væri að senda kynjapólitísk skilaboð með framboði sínu svaraði Halla: „Ef þú ert að spyrja mig hvort ég er að fara í framboð af því að ég er kona, þá er svarið einfaldlega: Ég er að fara í framboð þótt ég sé kona.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00 Björn myndi afþakka á aðra milljón yrði hann formaður KSÍ Laun formanns eru 1140 þúsund miðað við upplýsingar frá ársþinginu í fyrra. 6. desember 2016 10:56 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Halla Gunnarsdóttir telur tímabært að kona verði formaður Knattspyrnusambands Íslands. Formaður verður kjörinn á ársþingi KSÍ sem þetta árið fer fram í Vestmannaeyjum þann 11. febrúar. Halla hefur spilað knattspyrnu frá unga aldri og síðar starfað við þjálfun. Halla segist í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins ekki útiloka að bjóða fram krafta sína líkt og hún gerði árið 2007 þegar hún fór í formannsslag með Jafet Ólafssyni og Geir Þorsteinssyni, þáverandi framkvæmdastjóra KSÍ. Geir vann með yfirburðum, fékk 86 atkvæði, Jafet 29 atkvæði og Halla þrjú atkvæði. Síðan verða liðin tíu ár í febrúar og íhuga Björn Einarsson, formaður Víkings, og Guðni Bergsson, fyrrverandi landsliðsmaður, báðir framboð til formanns. Fyrir liggur að Geir bíður áfram fram krafta sína í starfið sem er eitt það virtasta og best launaða í íþróttahreyfingunni.Framboðið olli uppnámi Halla segir að framboð hennar árið 2007 hafi ollið uppnámi innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Á tímabili hafi hún talið sig eiga möguleika á sigri, ekki vegna eigin rökhugsunar, heldur vegna þeirra viðbragða sem hún segir framboð hennar hafa kallað fram. „ Það var ekki bara KSÍ; ef það er einhver íþrótt á Íslandi sem hefur verið Mekka fyrir karlmennskuna er það fótbolti og það stigu margir fram og höfðu mjög sterkar skoðanir á þessu. Einhver sagði að þetta væri ekki huggulegt kvöldverðarboð fyrir konu, heldur alvörustarf. Ég fékk líka minn skammt af gagnrýni fyrir að fara ekki réttu leiðina; inn í stjórnir aðildarfélaga og þaðan inn í stjórn KSÍ og bjóða mig síðan fram til formanns,“ segir Halla við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Halla, sem starfað hefur sem blaðamaður, verið aðstoðarmaður ráðherra og unnið á alþjóðlegri lögfræðistofu í Bretlandi, hefur undanfarið ár starfað að uppbyggingu kvennalista í Bretlandi. Rætt var við Höllu í Fréttatímanum í upphafi árs um þau kaflaskil.Lofaði að afnema kynbundin launamunÓhætt er að segja að Halla hafi ekki ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur við framboð sitt fyrir tæpum tíu árum. Fyrir lá að Geir naut stuðnings fráfarandi formanns, Eggerts Magnússonar, og engin kona hafði áður gegnt embættinu. Hún fór þó gallhörð fram og sagðist myndu leiðrétta kynbundin launamun hjá leikmönnum karlalandsliðsins og kvennalandsliðsins. Aðspurð hvort hún væri að senda kynjapólitísk skilaboð með framboði sínu svaraði Halla: „Ef þú ert að spyrja mig hvort ég er að fara í framboð af því að ég er kona, þá er svarið einfaldlega: Ég er að fara í framboð þótt ég sé kona.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00 Björn myndi afþakka á aðra milljón yrði hann formaður KSÍ Laun formanns eru 1140 þúsund miðað við upplýsingar frá ársþinginu í fyrra. 6. desember 2016 10:56 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00
Björn myndi afþakka á aðra milljón yrði hann formaður KSÍ Laun formanns eru 1140 þúsund miðað við upplýsingar frá ársþinginu í fyrra. 6. desember 2016 10:56