Körfubolti

Bonneau stigahæstur í dramatískum sigri á toppliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stefan Bonneau.
Stefan Bonneau. Vísir/Ernir
Svendborg Rabbits, lið Arnar Guðjónssonar, vann eins stigs sigur á toppliði Horsens IC í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Svendborg Rabbits vann leikinn 69-68 en Kamerúninn Nana Harding skoraði sigurkörfuna nokkrum sekúndum fyrir leikslok.

Þetta var aðeins annað tap Horsens IC á tímabilinu en liðið var búið að vinna fjóra leiki í röð og 13 af fyrstu 14 leikjum sínum í vetur.

Stefan Bonneau, fyrrum leikmaður Njarðvíkur, var stigahæstur hjá liði Svendborg Rabbits í kvöld en hann skoraði 15 stig á 30 mínútum. hitti úr 5 af 12 skotum þar af 2 af 5 fyrir utan þriggja stiga línuna.

Axel Kárason spilaði í rúmar 19 mínútur, hann klikkaði á öllum þremur skotum sínum en var með 3 fráköst og 2 stoðsendingar.

Svendborg Rabbits er í 3. sæti deildarinnar nú sex stigum á eftir toppliði Horsens IC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×