Ungu strákana langar á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2017 06:00 Ólafur Guðmundsson var með 6 mörk og 4 stoðsendingar í leiknum. Vísir/Getty Íslenska handboltalandsliðið byrjar lokaundirbúning sinn vel fyrir HM í Frakklandi þrátt fyrir skakkaföll, mikla endurnýjun og meiðsli lykilmanna. Þriggja marka sigur á HM-liði Egypta, 30-27, í fyrsta leik Bygma-æfingamótsins í gær gefur góð fyrirheit fyrir komandi mót þar sem við Íslendingar munum sjá mörg ný andlit í aðalhlutverkum hjá liðinu. Aron Pálmarsson er heima á Íslandi og margir reynsluboltanna voru lengst af á bekknum í leiknum í gær. Það skipti ekki máli því landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson henti ungu strákunum út í djúpu laugina og fékk mörg jákvæð svör frá framtíðarmönnum liðsins. „Við tökum átján leikmenn hingað út til þess að prófa þá. Ef ég spila þeim ekki í þessum leikjum, hvenær á ég þá að sjá þá? Það er stór munur á milli æfinga og leikja. Við vildum sjá viðbrögð manna,“ sagði Geir Sveinsson eftir leikinn.Geir Sveinsson.Vísir/ErnirGott leikhlé eftir tíu mínútur Byrjunin lofaði vissulega ekki góðu. Geir þurfti að taka leikhlé eftir aðeins tíu mínútur en íslenska liðið var þá búið að fá á sig átta auðveld mörk og komið fjórum mörkum undir, 8-4. „Eftir brösuga byrjun þá var ég ánægður með hvernig liðið kom til baka eftir það. Þeir komu sterkir til leiks og það var góður stígandi í þessu. Ég er ánægður með sigurinn,“ sagði Geir og hann þurfti að tala menn til. „Við vorum komnir með einhver átta eða níu mörk á okkur eftir tíu mínútur og það hefði hugsanlega verið hægt að bregðast fyrr við miðað við það hvernig þetta var að þróast,“ sagði Geir. Aron Rafn Eðvarðsson kom öflugur inn í íslenska markið og Janus Daði Smárason keyrði upp hraðann með ákefð sinni en hann gaf með því tóninn. Íslenska liðið minnkaði muninn í eitt mark fyrir hálfleik, 14-13, og náði síðan forystunni í fyrsta sinn eftir 5-1 kafla um miðjan seinni hálfleik. Það var gaman að sjá kraftinn og hungrið í íslenska liðinu í seinni hálfleiknum sem liðið vann á endanum með fjögurra marka mun, 17-13. Sigur íslenska liðsins var síðan nokkuð öruggur. Ánægður með ungu strákana „Við náðum að snúa þessu við og ég var einstaklega ánægður með það. Ég var líka sérstaklega ánægður með frammistöðu margra af ungu strákunum sem komu ferskir inn í þetta. Menn virkilega vildu og gáfu í þetta. Það er margt jákvætt sem við getum tekið út úr þessum leik. Það er samt margt sem þarf að vinna með og bæta. Aðalatriðið er að menn séu áræðnir, þori og láti vaða. Strákarnir gerðu það,“ sagði Geir. Ómar Ingi Magnússon og Arnar Freyr Arnarsson eru tveir ungir leikmenn sem minntu líka vel á sig í gær en Ómar Ingi skoraði sex mörk og nýtti vítin sín vel. Arnar Freyr fiskaði tvö víti og var að komast í færin á línunni þótt nýtingin hefði mátt vera betri. Ólafur Guðmundsson tók mikla ábyrgð í fjarveru lykilmanna og skilaði fínum leik. Hann gerði fullt af mistökum en missti aldrei móðinn sem var mjög ánægjulegt að sjá. Bjarki Már Elísson kom inn í vinstra hornið fyrir Guðjón Val Sigurðsson í hálfleik og sýndi að við eigum tvo háklassa vinstri hornamenn.Allir inná nema Bjarki Geir Sveinsson var ánægður með marga leikmenn íslenska liðsins í gær. „Bjarki Gunnarsson var sá eini sem fór ekkert inn á en annars náðum við að keyra á sautján leikmönnum sem er ansi mikið í einum leik. Það er ánægjulegt að það skyldi takast. Við eigum eftir að skera niður um tvo leikmenn og þá þurfa menn að sýna karakter og frammistöðu inni á vellinum. Það var sterkt að sjá marga gera það,“ sagði Geir. Íslenska landsliðið mætir Ungverjum í dag en lokaleikurinn er síðan á móti Dönum á sunnudaginn. Danir, undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, unnu þriggja marka sigur á Ungverjalandi í gær. Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið byrjar lokaundirbúning sinn vel fyrir HM í Frakklandi þrátt fyrir skakkaföll, mikla endurnýjun og meiðsli lykilmanna. Þriggja marka sigur á HM-liði Egypta, 30-27, í fyrsta leik Bygma-æfingamótsins í gær gefur góð fyrirheit fyrir komandi mót þar sem við Íslendingar munum sjá mörg ný andlit í aðalhlutverkum hjá liðinu. Aron Pálmarsson er heima á Íslandi og margir reynsluboltanna voru lengst af á bekknum í leiknum í gær. Það skipti ekki máli því landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson henti ungu strákunum út í djúpu laugina og fékk mörg jákvæð svör frá framtíðarmönnum liðsins. „Við tökum átján leikmenn hingað út til þess að prófa þá. Ef ég spila þeim ekki í þessum leikjum, hvenær á ég þá að sjá þá? Það er stór munur á milli æfinga og leikja. Við vildum sjá viðbrögð manna,“ sagði Geir Sveinsson eftir leikinn.Geir Sveinsson.Vísir/ErnirGott leikhlé eftir tíu mínútur Byrjunin lofaði vissulega ekki góðu. Geir þurfti að taka leikhlé eftir aðeins tíu mínútur en íslenska liðið var þá búið að fá á sig átta auðveld mörk og komið fjórum mörkum undir, 8-4. „Eftir brösuga byrjun þá var ég ánægður með hvernig liðið kom til baka eftir það. Þeir komu sterkir til leiks og það var góður stígandi í þessu. Ég er ánægður með sigurinn,“ sagði Geir og hann þurfti að tala menn til. „Við vorum komnir með einhver átta eða níu mörk á okkur eftir tíu mínútur og það hefði hugsanlega verið hægt að bregðast fyrr við miðað við það hvernig þetta var að þróast,“ sagði Geir. Aron Rafn Eðvarðsson kom öflugur inn í íslenska markið og Janus Daði Smárason keyrði upp hraðann með ákefð sinni en hann gaf með því tóninn. Íslenska liðið minnkaði muninn í eitt mark fyrir hálfleik, 14-13, og náði síðan forystunni í fyrsta sinn eftir 5-1 kafla um miðjan seinni hálfleik. Það var gaman að sjá kraftinn og hungrið í íslenska liðinu í seinni hálfleiknum sem liðið vann á endanum með fjögurra marka mun, 17-13. Sigur íslenska liðsins var síðan nokkuð öruggur. Ánægður með ungu strákana „Við náðum að snúa þessu við og ég var einstaklega ánægður með það. Ég var líka sérstaklega ánægður með frammistöðu margra af ungu strákunum sem komu ferskir inn í þetta. Menn virkilega vildu og gáfu í þetta. Það er margt jákvætt sem við getum tekið út úr þessum leik. Það er samt margt sem þarf að vinna með og bæta. Aðalatriðið er að menn séu áræðnir, þori og láti vaða. Strákarnir gerðu það,“ sagði Geir. Ómar Ingi Magnússon og Arnar Freyr Arnarsson eru tveir ungir leikmenn sem minntu líka vel á sig í gær en Ómar Ingi skoraði sex mörk og nýtti vítin sín vel. Arnar Freyr fiskaði tvö víti og var að komast í færin á línunni þótt nýtingin hefði mátt vera betri. Ólafur Guðmundsson tók mikla ábyrgð í fjarveru lykilmanna og skilaði fínum leik. Hann gerði fullt af mistökum en missti aldrei móðinn sem var mjög ánægjulegt að sjá. Bjarki Már Elísson kom inn í vinstra hornið fyrir Guðjón Val Sigurðsson í hálfleik og sýndi að við eigum tvo háklassa vinstri hornamenn.Allir inná nema Bjarki Geir Sveinsson var ánægður með marga leikmenn íslenska liðsins í gær. „Bjarki Gunnarsson var sá eini sem fór ekkert inn á en annars náðum við að keyra á sautján leikmönnum sem er ansi mikið í einum leik. Það er ánægjulegt að það skyldi takast. Við eigum eftir að skera niður um tvo leikmenn og þá þurfa menn að sýna karakter og frammistöðu inni á vellinum. Það var sterkt að sjá marga gera það,“ sagði Geir. Íslenska landsliðið mætir Ungverjum í dag en lokaleikurinn er síðan á móti Dönum á sunnudaginn. Danir, undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, unnu þriggja marka sigur á Ungverjalandi í gær.
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira