Körfubolti

Elvar Már stoðsendingahæstur í háspennuleik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elvar Már gaf 12 stoðsendingar.
Elvar Már gaf 12 stoðsendingar. vísir/ernir
Elvar Már Friðriksson var stoðsendingahæstur á vellinum þegar Barry bar sigurorð af Eckerd, 95-97, í tvíframlengdum leik í háskólaboltanum í Bandaríkjunum.

Elvar skoraði 13 stig, tók sex fráköst og gaf 12 stoðsendingar. Hann hitti úr fimm af 14 skotum sínum utan af velli.

Kristófer Acox og félagar í Furman þurftu að sætta sig við tap fyrir Chattanooga, 80-64.

Kristófer var á sínum stað í byrjunarliði Furman og lék í 36 mínútur. Íslenski landsliðsmaðurinn skoraði 18 stig, tók sex fráköst og stal tveimur boltum.

Hildur Björg Kjartansdóttir og stöllur hennar í Rio Grande Valley áttu ekki í neinum vandræðum með að leggja UMKC að velli. Lokatölur 74-39, Rio Grande Valley í vil.

Hildur var í byrjunarliði Rio Grande Valley og lék í 24 mínútur. Hún skoraði sex stig, tók sex fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.

Þá skoraði Gunnar Ólafsson eitt stig og tók fjögur fráköst þegar St. Francis vann Mount Saint Vincent á heimavelli, 69-51.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×