Augljós ágreiningur á Alþingi um fjárlagafrumvarpið 2017 Jón Hákon Halldórsson og Þorgeir Helgason skrifa 21. desember 2016 06:45 Stefnt er að því að klára afgreiðslu fjárlaga fyrir jól. Ágreiningur er innan fjárlaganefndar um frumvarpið og ekki allir vissir um að markmiðið náist. vísir/Anton brink Fjárlög Oddný G. Harðardóttir, 1. varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, telur alls óvíst að það náist að afgreiða fjárlagafrumvarpið fyrir aðfangadag. „En ég er þokkalega bjartsýn á að við klárum þetta fyrir áramót. En við sjáum til. Við höldum samt áfram að reyna að ná því fyrir jól,“ segir Oddný.Oddný G. Harðardóttir segist ekki myndu samþykkja frumvarpið að því óbreyttu.mynd/samfylkinginÍ viðtali við RÚV fyrr í mánuðinum sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að hlustað yrði á gagnrýni og ábendingar sem snertu fjárlagafrumvarpið. Það myndi hins vegar ekki taka grundvallarbreytingum í fjárlaganefnd. Við vinnslu fjárlagafrumvarpsins í nefnd hefur enginn skýr meirihluti myndast. Núverandi starfsstjórn tapaði meirihluta í nefndinni þegar Alþingi kom saman og skipað var í nefndina á ný. Innan fjárlaganefndar er augljós ágreiningur. Oddný segir að hún myndi greiða atkvæði gegn frumvarpinu að óbreyttu. Það sé byggt á stefnu ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins og hún hafi margt við það að athuga. „Til þess að bjarga málunum þurfum við fyrst og fremst að setja heilbrigðismál, menntamál og samgöngumál á oddinn. Það er algert lágmark að horft sé á þessa þætti,“ segir Oddný. Í gær samþykkti Íslandsbanki, á aðalfundi bankans, 27 milljarða arðgreiðslu til íslenska ríkisins. Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar, segir að greiðslan muni ekki hafa áhrif á svigrúm fjárlaganefndar. Arðgreiðslan sé hins vegar eyrnamerkt til þess að greiða niður skuldir ríkissjóðs og muni því hafa þau áhrif að vaxtabyrði ríkissjóðs minnkar. Gagnrýni Þorsteins Víglundssonar, fulltrúa Viðreisnar í fjárlaganefnd, er af allt öðrum toga en Oddnýjar. „Ég held að það sé ekki hægt að segja annað út frá hagstjórnarlegum áherslum en að frumvarpið er mjög bólgið,“ segir Þorsteinn. Hann telur að verði fjárlagafrumvarpið samþykkt í upprunalegri mynd auki það útgjöld ríkisins um 60 milljarða á milli ára, sem sé mesta aukning á ríkisútgjöldum frá árinu 2008.Þorsteinn Víglundsson segir frumvarpið valda sér vonbrigðum og gagnrýnir aukin útgjöld í því.vísir/gva„Þá var nú, sérstaklega eftir á, höfð uppi gagnrýni um lítið aðhald í ríkisfjármálum í mikilli þenslu í hagkerfinu. Það má segja að hið sama eigi fyllilega við núna,“ segir Þorsteinn en hann segir frumvarpið hafa valdið sér vonbrigðum. Hann viðurkennir þó að hluti af skýringu útgjaldaaukningarinnar felist í þáttum sem sátt var um að ráðist var í, til dæmis vegna nýrra laga um almannatryggingar. Samkvæmt áætlun þingsins er stefnt að því að klára afgreiðslu fjárlaga fyrir jól. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði við Stöð 2 í fyrrakvöld að tíminn væri naumur en unnið væri eftir þeirri áætlun. „Ég held að það sé eindreginn vilji í nefndinni að reyna að ljúka málum fyrir jólin. Hins vegar er ljóst að tíminn er að hlaupa frá okkur en það er ekki ástæða til að halda annað en að við getum lokið málinu, náist sæmilega góð samstaða hjá nefndinni um breytingartillögur,“ segir Þorsteinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Benedikt segir „andskotann ekki neitt“ að frétta af stjórnarmyndun Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir engan tíma vera til stjórnarmyndunarviðræðna. 20. desember 2016 12:31 Formaður fjárlaganefndar segir alla leggjast á eitt um fjárlög fyrir jól Hann hælir fulltrúum flokkanna í nefndinni fyrir nálgun þeirra á frumvarpið en segir að búast megi við nokkrum breytingum á því við þær aðstæður sem nú ríki á Alþingi. 16. desember 2016 13:30 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Fjárlög Oddný G. Harðardóttir, 1. varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, telur alls óvíst að það náist að afgreiða fjárlagafrumvarpið fyrir aðfangadag. „En ég er þokkalega bjartsýn á að við klárum þetta fyrir áramót. En við sjáum til. Við höldum samt áfram að reyna að ná því fyrir jól,“ segir Oddný.Oddný G. Harðardóttir segist ekki myndu samþykkja frumvarpið að því óbreyttu.mynd/samfylkinginÍ viðtali við RÚV fyrr í mánuðinum sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að hlustað yrði á gagnrýni og ábendingar sem snertu fjárlagafrumvarpið. Það myndi hins vegar ekki taka grundvallarbreytingum í fjárlaganefnd. Við vinnslu fjárlagafrumvarpsins í nefnd hefur enginn skýr meirihluti myndast. Núverandi starfsstjórn tapaði meirihluta í nefndinni þegar Alþingi kom saman og skipað var í nefndina á ný. Innan fjárlaganefndar er augljós ágreiningur. Oddný segir að hún myndi greiða atkvæði gegn frumvarpinu að óbreyttu. Það sé byggt á stefnu ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins og hún hafi margt við það að athuga. „Til þess að bjarga málunum þurfum við fyrst og fremst að setja heilbrigðismál, menntamál og samgöngumál á oddinn. Það er algert lágmark að horft sé á þessa þætti,“ segir Oddný. Í gær samþykkti Íslandsbanki, á aðalfundi bankans, 27 milljarða arðgreiðslu til íslenska ríkisins. Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar, segir að greiðslan muni ekki hafa áhrif á svigrúm fjárlaganefndar. Arðgreiðslan sé hins vegar eyrnamerkt til þess að greiða niður skuldir ríkissjóðs og muni því hafa þau áhrif að vaxtabyrði ríkissjóðs minnkar. Gagnrýni Þorsteins Víglundssonar, fulltrúa Viðreisnar í fjárlaganefnd, er af allt öðrum toga en Oddnýjar. „Ég held að það sé ekki hægt að segja annað út frá hagstjórnarlegum áherslum en að frumvarpið er mjög bólgið,“ segir Þorsteinn. Hann telur að verði fjárlagafrumvarpið samþykkt í upprunalegri mynd auki það útgjöld ríkisins um 60 milljarða á milli ára, sem sé mesta aukning á ríkisútgjöldum frá árinu 2008.Þorsteinn Víglundsson segir frumvarpið valda sér vonbrigðum og gagnrýnir aukin útgjöld í því.vísir/gva„Þá var nú, sérstaklega eftir á, höfð uppi gagnrýni um lítið aðhald í ríkisfjármálum í mikilli þenslu í hagkerfinu. Það má segja að hið sama eigi fyllilega við núna,“ segir Þorsteinn en hann segir frumvarpið hafa valdið sér vonbrigðum. Hann viðurkennir þó að hluti af skýringu útgjaldaaukningarinnar felist í þáttum sem sátt var um að ráðist var í, til dæmis vegna nýrra laga um almannatryggingar. Samkvæmt áætlun þingsins er stefnt að því að klára afgreiðslu fjárlaga fyrir jól. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði við Stöð 2 í fyrrakvöld að tíminn væri naumur en unnið væri eftir þeirri áætlun. „Ég held að það sé eindreginn vilji í nefndinni að reyna að ljúka málum fyrir jólin. Hins vegar er ljóst að tíminn er að hlaupa frá okkur en það er ekki ástæða til að halda annað en að við getum lokið málinu, náist sæmilega góð samstaða hjá nefndinni um breytingartillögur,“ segir Þorsteinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Benedikt segir „andskotann ekki neitt“ að frétta af stjórnarmyndun Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir engan tíma vera til stjórnarmyndunarviðræðna. 20. desember 2016 12:31 Formaður fjárlaganefndar segir alla leggjast á eitt um fjárlög fyrir jól Hann hælir fulltrúum flokkanna í nefndinni fyrir nálgun þeirra á frumvarpið en segir að búast megi við nokkrum breytingum á því við þær aðstæður sem nú ríki á Alþingi. 16. desember 2016 13:30 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Benedikt segir „andskotann ekki neitt“ að frétta af stjórnarmyndun Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir engan tíma vera til stjórnarmyndunarviðræðna. 20. desember 2016 12:31
Formaður fjárlaganefndar segir alla leggjast á eitt um fjárlög fyrir jól Hann hælir fulltrúum flokkanna í nefndinni fyrir nálgun þeirra á frumvarpið en segir að búast megi við nokkrum breytingum á því við þær aðstæður sem nú ríki á Alþingi. 16. desember 2016 13:30