Augljós ágreiningur á Alþingi um fjárlagafrumvarpið 2017 Jón Hákon Halldórsson og Þorgeir Helgason skrifa 21. desember 2016 06:45 Stefnt er að því að klára afgreiðslu fjárlaga fyrir jól. Ágreiningur er innan fjárlaganefndar um frumvarpið og ekki allir vissir um að markmiðið náist. vísir/Anton brink Fjárlög Oddný G. Harðardóttir, 1. varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, telur alls óvíst að það náist að afgreiða fjárlagafrumvarpið fyrir aðfangadag. „En ég er þokkalega bjartsýn á að við klárum þetta fyrir áramót. En við sjáum til. Við höldum samt áfram að reyna að ná því fyrir jól,“ segir Oddný.Oddný G. Harðardóttir segist ekki myndu samþykkja frumvarpið að því óbreyttu.mynd/samfylkinginÍ viðtali við RÚV fyrr í mánuðinum sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að hlustað yrði á gagnrýni og ábendingar sem snertu fjárlagafrumvarpið. Það myndi hins vegar ekki taka grundvallarbreytingum í fjárlaganefnd. Við vinnslu fjárlagafrumvarpsins í nefnd hefur enginn skýr meirihluti myndast. Núverandi starfsstjórn tapaði meirihluta í nefndinni þegar Alþingi kom saman og skipað var í nefndina á ný. Innan fjárlaganefndar er augljós ágreiningur. Oddný segir að hún myndi greiða atkvæði gegn frumvarpinu að óbreyttu. Það sé byggt á stefnu ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins og hún hafi margt við það að athuga. „Til þess að bjarga málunum þurfum við fyrst og fremst að setja heilbrigðismál, menntamál og samgöngumál á oddinn. Það er algert lágmark að horft sé á þessa þætti,“ segir Oddný. Í gær samþykkti Íslandsbanki, á aðalfundi bankans, 27 milljarða arðgreiðslu til íslenska ríkisins. Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar, segir að greiðslan muni ekki hafa áhrif á svigrúm fjárlaganefndar. Arðgreiðslan sé hins vegar eyrnamerkt til þess að greiða niður skuldir ríkissjóðs og muni því hafa þau áhrif að vaxtabyrði ríkissjóðs minnkar. Gagnrýni Þorsteins Víglundssonar, fulltrúa Viðreisnar í fjárlaganefnd, er af allt öðrum toga en Oddnýjar. „Ég held að það sé ekki hægt að segja annað út frá hagstjórnarlegum áherslum en að frumvarpið er mjög bólgið,“ segir Þorsteinn. Hann telur að verði fjárlagafrumvarpið samþykkt í upprunalegri mynd auki það útgjöld ríkisins um 60 milljarða á milli ára, sem sé mesta aukning á ríkisútgjöldum frá árinu 2008.Þorsteinn Víglundsson segir frumvarpið valda sér vonbrigðum og gagnrýnir aukin útgjöld í því.vísir/gva„Þá var nú, sérstaklega eftir á, höfð uppi gagnrýni um lítið aðhald í ríkisfjármálum í mikilli þenslu í hagkerfinu. Það má segja að hið sama eigi fyllilega við núna,“ segir Þorsteinn en hann segir frumvarpið hafa valdið sér vonbrigðum. Hann viðurkennir þó að hluti af skýringu útgjaldaaukningarinnar felist í þáttum sem sátt var um að ráðist var í, til dæmis vegna nýrra laga um almannatryggingar. Samkvæmt áætlun þingsins er stefnt að því að klára afgreiðslu fjárlaga fyrir jól. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði við Stöð 2 í fyrrakvöld að tíminn væri naumur en unnið væri eftir þeirri áætlun. „Ég held að það sé eindreginn vilji í nefndinni að reyna að ljúka málum fyrir jólin. Hins vegar er ljóst að tíminn er að hlaupa frá okkur en það er ekki ástæða til að halda annað en að við getum lokið málinu, náist sæmilega góð samstaða hjá nefndinni um breytingartillögur,“ segir Þorsteinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Benedikt segir „andskotann ekki neitt“ að frétta af stjórnarmyndun Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir engan tíma vera til stjórnarmyndunarviðræðna. 20. desember 2016 12:31 Formaður fjárlaganefndar segir alla leggjast á eitt um fjárlög fyrir jól Hann hælir fulltrúum flokkanna í nefndinni fyrir nálgun þeirra á frumvarpið en segir að búast megi við nokkrum breytingum á því við þær aðstæður sem nú ríki á Alþingi. 16. desember 2016 13:30 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Fjárlög Oddný G. Harðardóttir, 1. varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, telur alls óvíst að það náist að afgreiða fjárlagafrumvarpið fyrir aðfangadag. „En ég er þokkalega bjartsýn á að við klárum þetta fyrir áramót. En við sjáum til. Við höldum samt áfram að reyna að ná því fyrir jól,“ segir Oddný.Oddný G. Harðardóttir segist ekki myndu samþykkja frumvarpið að því óbreyttu.mynd/samfylkinginÍ viðtali við RÚV fyrr í mánuðinum sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að hlustað yrði á gagnrýni og ábendingar sem snertu fjárlagafrumvarpið. Það myndi hins vegar ekki taka grundvallarbreytingum í fjárlaganefnd. Við vinnslu fjárlagafrumvarpsins í nefnd hefur enginn skýr meirihluti myndast. Núverandi starfsstjórn tapaði meirihluta í nefndinni þegar Alþingi kom saman og skipað var í nefndina á ný. Innan fjárlaganefndar er augljós ágreiningur. Oddný segir að hún myndi greiða atkvæði gegn frumvarpinu að óbreyttu. Það sé byggt á stefnu ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins og hún hafi margt við það að athuga. „Til þess að bjarga málunum þurfum við fyrst og fremst að setja heilbrigðismál, menntamál og samgöngumál á oddinn. Það er algert lágmark að horft sé á þessa þætti,“ segir Oddný. Í gær samþykkti Íslandsbanki, á aðalfundi bankans, 27 milljarða arðgreiðslu til íslenska ríkisins. Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar, segir að greiðslan muni ekki hafa áhrif á svigrúm fjárlaganefndar. Arðgreiðslan sé hins vegar eyrnamerkt til þess að greiða niður skuldir ríkissjóðs og muni því hafa þau áhrif að vaxtabyrði ríkissjóðs minnkar. Gagnrýni Þorsteins Víglundssonar, fulltrúa Viðreisnar í fjárlaganefnd, er af allt öðrum toga en Oddnýjar. „Ég held að það sé ekki hægt að segja annað út frá hagstjórnarlegum áherslum en að frumvarpið er mjög bólgið,“ segir Þorsteinn. Hann telur að verði fjárlagafrumvarpið samþykkt í upprunalegri mynd auki það útgjöld ríkisins um 60 milljarða á milli ára, sem sé mesta aukning á ríkisútgjöldum frá árinu 2008.Þorsteinn Víglundsson segir frumvarpið valda sér vonbrigðum og gagnrýnir aukin útgjöld í því.vísir/gva„Þá var nú, sérstaklega eftir á, höfð uppi gagnrýni um lítið aðhald í ríkisfjármálum í mikilli þenslu í hagkerfinu. Það má segja að hið sama eigi fyllilega við núna,“ segir Þorsteinn en hann segir frumvarpið hafa valdið sér vonbrigðum. Hann viðurkennir þó að hluti af skýringu útgjaldaaukningarinnar felist í þáttum sem sátt var um að ráðist var í, til dæmis vegna nýrra laga um almannatryggingar. Samkvæmt áætlun þingsins er stefnt að því að klára afgreiðslu fjárlaga fyrir jól. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði við Stöð 2 í fyrrakvöld að tíminn væri naumur en unnið væri eftir þeirri áætlun. „Ég held að það sé eindreginn vilji í nefndinni að reyna að ljúka málum fyrir jólin. Hins vegar er ljóst að tíminn er að hlaupa frá okkur en það er ekki ástæða til að halda annað en að við getum lokið málinu, náist sæmilega góð samstaða hjá nefndinni um breytingartillögur,“ segir Þorsteinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Benedikt segir „andskotann ekki neitt“ að frétta af stjórnarmyndun Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir engan tíma vera til stjórnarmyndunarviðræðna. 20. desember 2016 12:31 Formaður fjárlaganefndar segir alla leggjast á eitt um fjárlög fyrir jól Hann hælir fulltrúum flokkanna í nefndinni fyrir nálgun þeirra á frumvarpið en segir að búast megi við nokkrum breytingum á því við þær aðstæður sem nú ríki á Alþingi. 16. desember 2016 13:30 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Benedikt segir „andskotann ekki neitt“ að frétta af stjórnarmyndun Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir engan tíma vera til stjórnarmyndunarviðræðna. 20. desember 2016 12:31
Formaður fjárlaganefndar segir alla leggjast á eitt um fjárlög fyrir jól Hann hælir fulltrúum flokkanna í nefndinni fyrir nálgun þeirra á frumvarpið en segir að búast megi við nokkrum breytingum á því við þær aðstæður sem nú ríki á Alþingi. 16. desember 2016 13:30