Augljós ágreiningur á Alþingi um fjárlagafrumvarpið 2017 Jón Hákon Halldórsson og Þorgeir Helgason skrifa 21. desember 2016 06:45 Stefnt er að því að klára afgreiðslu fjárlaga fyrir jól. Ágreiningur er innan fjárlaganefndar um frumvarpið og ekki allir vissir um að markmiðið náist. vísir/Anton brink Fjárlög Oddný G. Harðardóttir, 1. varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, telur alls óvíst að það náist að afgreiða fjárlagafrumvarpið fyrir aðfangadag. „En ég er þokkalega bjartsýn á að við klárum þetta fyrir áramót. En við sjáum til. Við höldum samt áfram að reyna að ná því fyrir jól,“ segir Oddný.Oddný G. Harðardóttir segist ekki myndu samþykkja frumvarpið að því óbreyttu.mynd/samfylkinginÍ viðtali við RÚV fyrr í mánuðinum sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að hlustað yrði á gagnrýni og ábendingar sem snertu fjárlagafrumvarpið. Það myndi hins vegar ekki taka grundvallarbreytingum í fjárlaganefnd. Við vinnslu fjárlagafrumvarpsins í nefnd hefur enginn skýr meirihluti myndast. Núverandi starfsstjórn tapaði meirihluta í nefndinni þegar Alþingi kom saman og skipað var í nefndina á ný. Innan fjárlaganefndar er augljós ágreiningur. Oddný segir að hún myndi greiða atkvæði gegn frumvarpinu að óbreyttu. Það sé byggt á stefnu ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins og hún hafi margt við það að athuga. „Til þess að bjarga málunum þurfum við fyrst og fremst að setja heilbrigðismál, menntamál og samgöngumál á oddinn. Það er algert lágmark að horft sé á þessa þætti,“ segir Oddný. Í gær samþykkti Íslandsbanki, á aðalfundi bankans, 27 milljarða arðgreiðslu til íslenska ríkisins. Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar, segir að greiðslan muni ekki hafa áhrif á svigrúm fjárlaganefndar. Arðgreiðslan sé hins vegar eyrnamerkt til þess að greiða niður skuldir ríkissjóðs og muni því hafa þau áhrif að vaxtabyrði ríkissjóðs minnkar. Gagnrýni Þorsteins Víglundssonar, fulltrúa Viðreisnar í fjárlaganefnd, er af allt öðrum toga en Oddnýjar. „Ég held að það sé ekki hægt að segja annað út frá hagstjórnarlegum áherslum en að frumvarpið er mjög bólgið,“ segir Þorsteinn. Hann telur að verði fjárlagafrumvarpið samþykkt í upprunalegri mynd auki það útgjöld ríkisins um 60 milljarða á milli ára, sem sé mesta aukning á ríkisútgjöldum frá árinu 2008.Þorsteinn Víglundsson segir frumvarpið valda sér vonbrigðum og gagnrýnir aukin útgjöld í því.vísir/gva„Þá var nú, sérstaklega eftir á, höfð uppi gagnrýni um lítið aðhald í ríkisfjármálum í mikilli þenslu í hagkerfinu. Það má segja að hið sama eigi fyllilega við núna,“ segir Þorsteinn en hann segir frumvarpið hafa valdið sér vonbrigðum. Hann viðurkennir þó að hluti af skýringu útgjaldaaukningarinnar felist í þáttum sem sátt var um að ráðist var í, til dæmis vegna nýrra laga um almannatryggingar. Samkvæmt áætlun þingsins er stefnt að því að klára afgreiðslu fjárlaga fyrir jól. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði við Stöð 2 í fyrrakvöld að tíminn væri naumur en unnið væri eftir þeirri áætlun. „Ég held að það sé eindreginn vilji í nefndinni að reyna að ljúka málum fyrir jólin. Hins vegar er ljóst að tíminn er að hlaupa frá okkur en það er ekki ástæða til að halda annað en að við getum lokið málinu, náist sæmilega góð samstaða hjá nefndinni um breytingartillögur,“ segir Þorsteinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Benedikt segir „andskotann ekki neitt“ að frétta af stjórnarmyndun Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir engan tíma vera til stjórnarmyndunarviðræðna. 20. desember 2016 12:31 Formaður fjárlaganefndar segir alla leggjast á eitt um fjárlög fyrir jól Hann hælir fulltrúum flokkanna í nefndinni fyrir nálgun þeirra á frumvarpið en segir að búast megi við nokkrum breytingum á því við þær aðstæður sem nú ríki á Alþingi. 16. desember 2016 13:30 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Fjárlög Oddný G. Harðardóttir, 1. varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, telur alls óvíst að það náist að afgreiða fjárlagafrumvarpið fyrir aðfangadag. „En ég er þokkalega bjartsýn á að við klárum þetta fyrir áramót. En við sjáum til. Við höldum samt áfram að reyna að ná því fyrir jól,“ segir Oddný.Oddný G. Harðardóttir segist ekki myndu samþykkja frumvarpið að því óbreyttu.mynd/samfylkinginÍ viðtali við RÚV fyrr í mánuðinum sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að hlustað yrði á gagnrýni og ábendingar sem snertu fjárlagafrumvarpið. Það myndi hins vegar ekki taka grundvallarbreytingum í fjárlaganefnd. Við vinnslu fjárlagafrumvarpsins í nefnd hefur enginn skýr meirihluti myndast. Núverandi starfsstjórn tapaði meirihluta í nefndinni þegar Alþingi kom saman og skipað var í nefndina á ný. Innan fjárlaganefndar er augljós ágreiningur. Oddný segir að hún myndi greiða atkvæði gegn frumvarpinu að óbreyttu. Það sé byggt á stefnu ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins og hún hafi margt við það að athuga. „Til þess að bjarga málunum þurfum við fyrst og fremst að setja heilbrigðismál, menntamál og samgöngumál á oddinn. Það er algert lágmark að horft sé á þessa þætti,“ segir Oddný. Í gær samþykkti Íslandsbanki, á aðalfundi bankans, 27 milljarða arðgreiðslu til íslenska ríkisins. Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar, segir að greiðslan muni ekki hafa áhrif á svigrúm fjárlaganefndar. Arðgreiðslan sé hins vegar eyrnamerkt til þess að greiða niður skuldir ríkissjóðs og muni því hafa þau áhrif að vaxtabyrði ríkissjóðs minnkar. Gagnrýni Þorsteins Víglundssonar, fulltrúa Viðreisnar í fjárlaganefnd, er af allt öðrum toga en Oddnýjar. „Ég held að það sé ekki hægt að segja annað út frá hagstjórnarlegum áherslum en að frumvarpið er mjög bólgið,“ segir Þorsteinn. Hann telur að verði fjárlagafrumvarpið samþykkt í upprunalegri mynd auki það útgjöld ríkisins um 60 milljarða á milli ára, sem sé mesta aukning á ríkisútgjöldum frá árinu 2008.Þorsteinn Víglundsson segir frumvarpið valda sér vonbrigðum og gagnrýnir aukin útgjöld í því.vísir/gva„Þá var nú, sérstaklega eftir á, höfð uppi gagnrýni um lítið aðhald í ríkisfjármálum í mikilli þenslu í hagkerfinu. Það má segja að hið sama eigi fyllilega við núna,“ segir Þorsteinn en hann segir frumvarpið hafa valdið sér vonbrigðum. Hann viðurkennir þó að hluti af skýringu útgjaldaaukningarinnar felist í þáttum sem sátt var um að ráðist var í, til dæmis vegna nýrra laga um almannatryggingar. Samkvæmt áætlun þingsins er stefnt að því að klára afgreiðslu fjárlaga fyrir jól. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði við Stöð 2 í fyrrakvöld að tíminn væri naumur en unnið væri eftir þeirri áætlun. „Ég held að það sé eindreginn vilji í nefndinni að reyna að ljúka málum fyrir jólin. Hins vegar er ljóst að tíminn er að hlaupa frá okkur en það er ekki ástæða til að halda annað en að við getum lokið málinu, náist sæmilega góð samstaða hjá nefndinni um breytingartillögur,“ segir Þorsteinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Benedikt segir „andskotann ekki neitt“ að frétta af stjórnarmyndun Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir engan tíma vera til stjórnarmyndunarviðræðna. 20. desember 2016 12:31 Formaður fjárlaganefndar segir alla leggjast á eitt um fjárlög fyrir jól Hann hælir fulltrúum flokkanna í nefndinni fyrir nálgun þeirra á frumvarpið en segir að búast megi við nokkrum breytingum á því við þær aðstæður sem nú ríki á Alþingi. 16. desember 2016 13:30 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Benedikt segir „andskotann ekki neitt“ að frétta af stjórnarmyndun Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir engan tíma vera til stjórnarmyndunarviðræðna. 20. desember 2016 12:31
Formaður fjárlaganefndar segir alla leggjast á eitt um fjárlög fyrir jól Hann hælir fulltrúum flokkanna í nefndinni fyrir nálgun þeirra á frumvarpið en segir að búast megi við nokkrum breytingum á því við þær aðstæður sem nú ríki á Alþingi. 16. desember 2016 13:30
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent