Smári segir Viðreisn og Bjarta framtíð vinna gegn breytingum Heimir Már Pétursson skrifar 21. desember 2016 13:15 Smári McCarthy segir að flokkar sem boðuðu breytingar leggist gegn breytingum. Vísir Fráfarandi stjórnarflokkar ásamt Viðreisn og Bjartri framtíð standa saman að meirihlutaáliti um lífeyrissjóðsfrumvarpið sem kemur til atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. Smári McCarthy, talsmaður Pírata í málinu, segir að þar með leggist flokkar sem boðuðu breytingar, gegn breytingum og segir málið unnið allt of hratt. Frumvarp fjármálaráðherra um jöfnun lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna og fólks á almennum launamarkaði er eitt stærsta málið sem komið hefur til kasta Alþingis í langan tíma. Markmið frumvarpsins er augljóst og felst í nafni þess og felur í sér útgjöld fyrir ríkissjóð upp á 108,5 milljarða króna til uppgjörs skulda ríkissjóðs og sveitarfélaga við lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Fráfarandis stjórnarflokkar ásamt Viðreisn og Bjartri framtíð mynduðu meirihluta í efnhags- og viðskiptanefnd milli fyrstu og annarrar umræðu, sem hófst á Alþingi í gær. Flokkarnir vilja samþykkja frumvarp Bjarna Benediktssonar nánast óbreytt og taka því ekki tillit til gagnrýni samtaka opinberra starfsmanna sem telja réttindi sinna félaga ekki nægjanlega tryggð með frumvarpinu og að það gangi gegn samkomulagi sem gert var milli þeirra, ríkis og sveitarfélaga í september. Vinstri græn og Píratar leggja fram sitt hvort álitið og leggja til breytingar en leggjast almennt gegn frumvarpinu og ætla að greiða atkvæði gegn því. „Það er búið að færa mjög góð rök fyrir því að þessi lausn sé ófullnægjandi. Hún muni ekki duga til að laga það sem er að lífeyriskerfinu. Að auki gengur þetta gegn samkomulagi sem gert var milli starfsmanna hins opinbera og ríkisins,“ segir Smári.Heimatilbúið vandamál Sagt hafi verið að ef um 130 milljarðar króna verði ekki fluttir til fyrir áramót komi næsta ár út með miklum halla nema önnur leið verði fundin til að færa þessa fjármuni til. „Ég lít samt svo á að þetta sé heimatilbúið vandamál. Þetta er eitthvað sem alveg er hægt að finna aðrar leiðir til að leysa. Fyrir utan að það hefur komið fram, m.a. hjá þekktum hagfræðingum, að vandamálið í lífeyriskerfinu sé ekki og verði ekki skortur á peningum,“ segir Smári. Heldur þurfi að laga það sem í raun og veru sé að lífeyriskerfinu. Það vekur athygli að Viðreisn og Björt framtíð mynda meirihluta í málinu með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Smári segist ekki lesa neitt í það varðandi mögulega stjórnarmyndun. „Nema það að þarna hafa kannski tveir flokkar sem hafa talað fyrir breytingum í raun verið að vinna gegn breytingum. Alla vega ekki verið að vinna hlutina á þann hátt sem þeir boðuðu fyrir kosningar um að það yrði farið mjög vel og vandlega ofan í mál. Ef við ætlum að endurbyggja traust almennings til Alþingis verðum við að fara að vinna hlutina miklu betur. Miklu hægar og klára málin af skynsemi. Það er ekki það sem er að fara að gerast í dag,“ segir Smári McCarthy. Fulltrúi Samfylkingarinnar gerir í sínu áliti tvær breytingartillögur sem koma til móts við gagnrýni stéttarfélaganna en ekki liggur fyrir hvernig Samfylkingin ætlar að greiða atkvæði um málið náist þær breytingatillögur ekki í gegn. Alþingi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Fráfarandi stjórnarflokkar ásamt Viðreisn og Bjartri framtíð standa saman að meirihlutaáliti um lífeyrissjóðsfrumvarpið sem kemur til atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. Smári McCarthy, talsmaður Pírata í málinu, segir að þar með leggist flokkar sem boðuðu breytingar, gegn breytingum og segir málið unnið allt of hratt. Frumvarp fjármálaráðherra um jöfnun lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna og fólks á almennum launamarkaði er eitt stærsta málið sem komið hefur til kasta Alþingis í langan tíma. Markmið frumvarpsins er augljóst og felst í nafni þess og felur í sér útgjöld fyrir ríkissjóð upp á 108,5 milljarða króna til uppgjörs skulda ríkissjóðs og sveitarfélaga við lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Fráfarandis stjórnarflokkar ásamt Viðreisn og Bjartri framtíð mynduðu meirihluta í efnhags- og viðskiptanefnd milli fyrstu og annarrar umræðu, sem hófst á Alþingi í gær. Flokkarnir vilja samþykkja frumvarp Bjarna Benediktssonar nánast óbreytt og taka því ekki tillit til gagnrýni samtaka opinberra starfsmanna sem telja réttindi sinna félaga ekki nægjanlega tryggð með frumvarpinu og að það gangi gegn samkomulagi sem gert var milli þeirra, ríkis og sveitarfélaga í september. Vinstri græn og Píratar leggja fram sitt hvort álitið og leggja til breytingar en leggjast almennt gegn frumvarpinu og ætla að greiða atkvæði gegn því. „Það er búið að færa mjög góð rök fyrir því að þessi lausn sé ófullnægjandi. Hún muni ekki duga til að laga það sem er að lífeyriskerfinu. Að auki gengur þetta gegn samkomulagi sem gert var milli starfsmanna hins opinbera og ríkisins,“ segir Smári.Heimatilbúið vandamál Sagt hafi verið að ef um 130 milljarðar króna verði ekki fluttir til fyrir áramót komi næsta ár út með miklum halla nema önnur leið verði fundin til að færa þessa fjármuni til. „Ég lít samt svo á að þetta sé heimatilbúið vandamál. Þetta er eitthvað sem alveg er hægt að finna aðrar leiðir til að leysa. Fyrir utan að það hefur komið fram, m.a. hjá þekktum hagfræðingum, að vandamálið í lífeyriskerfinu sé ekki og verði ekki skortur á peningum,“ segir Smári. Heldur þurfi að laga það sem í raun og veru sé að lífeyriskerfinu. Það vekur athygli að Viðreisn og Björt framtíð mynda meirihluta í málinu með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Smári segist ekki lesa neitt í það varðandi mögulega stjórnarmyndun. „Nema það að þarna hafa kannski tveir flokkar sem hafa talað fyrir breytingum í raun verið að vinna gegn breytingum. Alla vega ekki verið að vinna hlutina á þann hátt sem þeir boðuðu fyrir kosningar um að það yrði farið mjög vel og vandlega ofan í mál. Ef við ætlum að endurbyggja traust almennings til Alþingis verðum við að fara að vinna hlutina miklu betur. Miklu hægar og klára málin af skynsemi. Það er ekki það sem er að fara að gerast í dag,“ segir Smári McCarthy. Fulltrúi Samfylkingarinnar gerir í sínu áliti tvær breytingartillögur sem koma til móts við gagnrýni stéttarfélaganna en ekki liggur fyrir hvernig Samfylkingin ætlar að greiða atkvæði um málið náist þær breytingatillögur ekki í gegn.
Alþingi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira