Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Birgir Olgeirsson skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað ítarlega um samkomulag sem tekist hefur um afgreiðslu fjárlaga á Alþingi. Bjartsýni ríkir um að fjárlög verði afgreidd fyrir jól. Í kvöldfréttum verður einnig sýnt opinskátt viðtal við Gunnar Hrafn Jónsson, þingmanna Pírata, en hann hefur tekið sér leyfi frá þingstörfum vegna þunglyndis. Hann hyggst koma tvíefldur á þing og einbeita sér að geðheilbrigðismálum.

Þá kynnum við okkur aðstæður í Herkastalanum en þar verður brátt opnað gistirými fyrir hælisleitendur. Rúmlega 1100 hælisumsóknir hafa borist það sem af er ári.

Einnig verður rætt við hjartalækni sem segir mikilvægt að gæta hófs við neyslu á söltum mat yfir hátíðirnar. Grænmeti og fiskur geti hjálpað við að draga úr skaðlegum áhrif þess.

Þetta og miklu meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×