Gunnar Hrafn tjáir sig um veikindin: „Þessi sjúkdómur er tabú“ Lillý Valgerður Pétursdóttir og Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifa 21. desember 2016 19:43 Gunnar Hrafn Jónsson, nýr alþingismaður Pírata, setti inn færslu á Facebook í gær þar sem hann greindi frá alvarlegu þunglyndi sem hann glímir við um þessar mundir. Hann hefur tekið sér tímabundið leyfi frá störfum sínum á Alþingi vegna veikindanna. Inntur eftir ástæðu fyrir því hvers vegna hann ákvað að stíga fram og segja frá veikindum sínum núna segir Gunnar að enn sé algengt að fólk sem þjáist af þunglyndi beri harm sinn í hljóði. Sú staðreynd að þunglyndi skuli vera tabú sé alvarlegt vandamál. „Ég veit að það eru margir í þessu samfélagi sem þjást,“ segir Gunnar en hann fékk mikil viðbrögð í kjölfar færslu sinnar í gær. „Ég hef ekki við að svara fólki sem er að koma „út úr skápnum“ með sitt þunglyndi og þorir ekki að segja frá.“Fleiri deyja af völdum sjálfsmorðs en í umferðinniGunnar telur að þörf sé á vitundarvakningu og að vandamálið felist fyrst og fremst í því að fólk vilji ekki horfast í augu við sjúkdóminn. Hann bendir á að almennt deyi fleiri af völdum sjálfsvígs en í umferðarslysum á ári hverju. „Mér finnst við vera að gera góða hluti í forvörnum varðandi banaslys í umferðinni en það er eins og fólk vilji ekki horfast í augu við að þetta sé eitthvað sem getur komið fyrir það sjálft eða nákomna.“ Gunnar bendir á að árið 2014 féllu 49 manns fyrir eigin hendi en sama ár létust aðeins fjórir í umferðinni.Hefur verið hvattur til þess að fara alla leiðÞótt viðbrögð Gunnars við færslunni í gær hafi langflest verið af jákvæðum toga segir hann að honum hafi einnig borist hatursfull skilaboð. „Ég hef fengið á mig árásir og ég hef verið hvattur til þess að ganga alla leið og fyrirfara mér,“ segir Gunnar. Honum hafi verið bent á að hann ætti ekki að vera á launum hjá ríkinu og að hann hefði ekki átt að sækja um starf alþingismanns. „Ég velti fyrir mér hver viðbrögðin hefðu verið ef ég hefði fengið botnlangabólgu eða verið sykursjúkur. Mér finnst þetta vera gríðarlegir fordómar,“ segir Gunnar. Hann tekur fram að honum þyki síst af öllu skemmtilegt að opinbera veikindi sín fyrir þjóðinni. „Ég er ekki að gera þetta að neinu leyti vega þess að mér þykir gaman að standa fyrir framan alþjóð og opinbera mín veikustu sár. Ég er einungis að gera þetta vegna þess að ég þekki persónulega þrjá mjög góða vini sem hafa fallið frá af völdum þessa sjúkdóms. Við þurfum að efla heilbrigðiskerfið og það verður efst á baugi hjá mér þegar ég kem aftur úr veikindaleyfi. Við verðum að hjálpa þessu fólki.“ Aðspurður um hvort honum hafi erfitt að stíga skrefið og greina frá veikindum segir hann að svo hafi vissulega verið. „Mér fannst vera réttast sem alþingismaður að greina mínum kjósendum frá því hvernig ástandið væri á mér og um leið að taka tabúið burt“Áfengismeðferðin breytti ölluGunnar hafði verið laus við þunglyndið í nokkurn tíma þangað til þess að sjúkdómurinn knúði dyra nú fyrir skemmstu. „Ég var búinn að vera góður í rúmt ár. Ég fór í áfengismeðferð í fyrra og hún breytti í raun og veru lífi mínu.“ Gunnar segir að árið hafi verið gott, eftir áfengismeðferðina náði hann betri tengslum við dóttur sína og fjölskyldu. Þess auki náði hann kjöri á Alþingi nú í haust. „Allt hefur í raun og veru verið eins og dans á rósum þangað til boðefnin í höfðinu á mér fóru að segja eitthvað annað.“ Gunnar lýsir sjúkdómnum sem algjöru svartnætti. „Maður missir allan vilja til allra verka, hættir að hirða sjálfan sig og aðra og hafa samband við vini sína. Maður einangrar sig og bara líður vítiskvalir. Maður grætur einn uppi í rúmi heilu dagana án þess að gera neitt eða fara út eða borða eða gera neitt,“ segir Gunnar. Hann telur þó að með góðri meðferð og réttum lyfjum sé hægt að ná sér af sjúkdómnum. „Ég hef veikst tvisvar alvarlega af þessu [þunglyndi]. Ég komst upp úr því einu sinni og mun gera það aftur. Það er hægt að sleppa við þetta, þú þarft ekki að deyja.“Ætlaði að fyrirfara sér ásamt besta vini sínumGunnar segist hugsa daglega um sjálfsvíg þegar hann er langt niðri. Þegar fólk geti ekki hugsað um neitt jákvætt sé oft ekkert annað í stöðunni. „Þegar maður getur ekki hugsað sér neitt jákvætt þá er bara ein leið út. Þetta er leiðin sem um fimmtíu manns á Íslandi fara á hverju ári,“ segir Gunnar og ítrekar að með eflingu heilbrigðiskerfisins sé hægt að lækka þessa tölu. „Þegar ég kem aftur á þing þá mun ég verða tvíefldur við að bæta þetta kerfi og bjarga þessum mannslífum.“ Gunnar hefur sjálfur reynt sjálfsvíg oftar en einu sinni. „Versta tilfellið var þegar ég og besti vinur minn ætluðum að fyrirfara okkur saman. Ég hætti við á síðustu stundu og reyndi að elta hann uppi. Ég missti hins vegar af honum og hann fannst í fjörunni næsta morgun.“ Gunnar segir að bann við allri vímuefnaneyslu, reglulegar heimsóknir til sálfræðings eða geðlæknis og rétt lyf hafi hjálpað honum í glímunni við þunglyndi. Ýmislegt sé til ráða fyrir þá sem glíma við þennan lúmska sjúkdóm. „Það eru alls konar möguleikar og alls konar von.“ Alþingi Tengdar fréttir Þingmaður tekur sér tímabundið leyfi vegna þunglyndis Gunnar Hrafn segist vilja sýna gott fordæmi sem þingmaður í baráttunni við veikindi sín. 20. desember 2016 19:32 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Gunnar Hrafn Jónsson, nýr alþingismaður Pírata, setti inn færslu á Facebook í gær þar sem hann greindi frá alvarlegu þunglyndi sem hann glímir við um þessar mundir. Hann hefur tekið sér tímabundið leyfi frá störfum sínum á Alþingi vegna veikindanna. Inntur eftir ástæðu fyrir því hvers vegna hann ákvað að stíga fram og segja frá veikindum sínum núna segir Gunnar að enn sé algengt að fólk sem þjáist af þunglyndi beri harm sinn í hljóði. Sú staðreynd að þunglyndi skuli vera tabú sé alvarlegt vandamál. „Ég veit að það eru margir í þessu samfélagi sem þjást,“ segir Gunnar en hann fékk mikil viðbrögð í kjölfar færslu sinnar í gær. „Ég hef ekki við að svara fólki sem er að koma „út úr skápnum“ með sitt þunglyndi og þorir ekki að segja frá.“Fleiri deyja af völdum sjálfsmorðs en í umferðinniGunnar telur að þörf sé á vitundarvakningu og að vandamálið felist fyrst og fremst í því að fólk vilji ekki horfast í augu við sjúkdóminn. Hann bendir á að almennt deyi fleiri af völdum sjálfsvígs en í umferðarslysum á ári hverju. „Mér finnst við vera að gera góða hluti í forvörnum varðandi banaslys í umferðinni en það er eins og fólk vilji ekki horfast í augu við að þetta sé eitthvað sem getur komið fyrir það sjálft eða nákomna.“ Gunnar bendir á að árið 2014 féllu 49 manns fyrir eigin hendi en sama ár létust aðeins fjórir í umferðinni.Hefur verið hvattur til þess að fara alla leiðÞótt viðbrögð Gunnars við færslunni í gær hafi langflest verið af jákvæðum toga segir hann að honum hafi einnig borist hatursfull skilaboð. „Ég hef fengið á mig árásir og ég hef verið hvattur til þess að ganga alla leið og fyrirfara mér,“ segir Gunnar. Honum hafi verið bent á að hann ætti ekki að vera á launum hjá ríkinu og að hann hefði ekki átt að sækja um starf alþingismanns. „Ég velti fyrir mér hver viðbrögðin hefðu verið ef ég hefði fengið botnlangabólgu eða verið sykursjúkur. Mér finnst þetta vera gríðarlegir fordómar,“ segir Gunnar. Hann tekur fram að honum þyki síst af öllu skemmtilegt að opinbera veikindi sín fyrir þjóðinni. „Ég er ekki að gera þetta að neinu leyti vega þess að mér þykir gaman að standa fyrir framan alþjóð og opinbera mín veikustu sár. Ég er einungis að gera þetta vegna þess að ég þekki persónulega þrjá mjög góða vini sem hafa fallið frá af völdum þessa sjúkdóms. Við þurfum að efla heilbrigðiskerfið og það verður efst á baugi hjá mér þegar ég kem aftur úr veikindaleyfi. Við verðum að hjálpa þessu fólki.“ Aðspurður um hvort honum hafi erfitt að stíga skrefið og greina frá veikindum segir hann að svo hafi vissulega verið. „Mér fannst vera réttast sem alþingismaður að greina mínum kjósendum frá því hvernig ástandið væri á mér og um leið að taka tabúið burt“Áfengismeðferðin breytti ölluGunnar hafði verið laus við þunglyndið í nokkurn tíma þangað til þess að sjúkdómurinn knúði dyra nú fyrir skemmstu. „Ég var búinn að vera góður í rúmt ár. Ég fór í áfengismeðferð í fyrra og hún breytti í raun og veru lífi mínu.“ Gunnar segir að árið hafi verið gott, eftir áfengismeðferðina náði hann betri tengslum við dóttur sína og fjölskyldu. Þess auki náði hann kjöri á Alþingi nú í haust. „Allt hefur í raun og veru verið eins og dans á rósum þangað til boðefnin í höfðinu á mér fóru að segja eitthvað annað.“ Gunnar lýsir sjúkdómnum sem algjöru svartnætti. „Maður missir allan vilja til allra verka, hættir að hirða sjálfan sig og aðra og hafa samband við vini sína. Maður einangrar sig og bara líður vítiskvalir. Maður grætur einn uppi í rúmi heilu dagana án þess að gera neitt eða fara út eða borða eða gera neitt,“ segir Gunnar. Hann telur þó að með góðri meðferð og réttum lyfjum sé hægt að ná sér af sjúkdómnum. „Ég hef veikst tvisvar alvarlega af þessu [þunglyndi]. Ég komst upp úr því einu sinni og mun gera það aftur. Það er hægt að sleppa við þetta, þú þarft ekki að deyja.“Ætlaði að fyrirfara sér ásamt besta vini sínumGunnar segist hugsa daglega um sjálfsvíg þegar hann er langt niðri. Þegar fólk geti ekki hugsað um neitt jákvætt sé oft ekkert annað í stöðunni. „Þegar maður getur ekki hugsað sér neitt jákvætt þá er bara ein leið út. Þetta er leiðin sem um fimmtíu manns á Íslandi fara á hverju ári,“ segir Gunnar og ítrekar að með eflingu heilbrigðiskerfisins sé hægt að lækka þessa tölu. „Þegar ég kem aftur á þing þá mun ég verða tvíefldur við að bæta þetta kerfi og bjarga þessum mannslífum.“ Gunnar hefur sjálfur reynt sjálfsvíg oftar en einu sinni. „Versta tilfellið var þegar ég og besti vinur minn ætluðum að fyrirfara okkur saman. Ég hætti við á síðustu stundu og reyndi að elta hann uppi. Ég missti hins vegar af honum og hann fannst í fjörunni næsta morgun.“ Gunnar segir að bann við allri vímuefnaneyslu, reglulegar heimsóknir til sálfræðings eða geðlæknis og rétt lyf hafi hjálpað honum í glímunni við þunglyndi. Ýmislegt sé til ráða fyrir þá sem glíma við þennan lúmska sjúkdóm. „Það eru alls konar möguleikar og alls konar von.“
Alþingi Tengdar fréttir Þingmaður tekur sér tímabundið leyfi vegna þunglyndis Gunnar Hrafn segist vilja sýna gott fordæmi sem þingmaður í baráttunni við veikindi sín. 20. desember 2016 19:32 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Þingmaður tekur sér tímabundið leyfi vegna þunglyndis Gunnar Hrafn segist vilja sýna gott fordæmi sem þingmaður í baráttunni við veikindi sín. 20. desember 2016 19:32
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent