Fjárlaganefnd setur 12 milljarða ofan á fjárlögin Sveinn Arnarsson skrifar 22. desember 2016 07:00 Haraldur Benediktsson er formaður fjárlaganefndar. vísir/vilhelm Samkomulag hefur náðst milli flokka á Alþingi um að ljúka vinnu við fjárlög. Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar, segist vongóður um að hægt verði að samþykkja fjárlög fyrir jól og ganga inn í jólafrí með það að markmiði að mynda starfhæfan meirihluta á þingi. Mikið hefur mætt á fjárlaganefnd síðustu daga og fundað hefur verið stíft til að ná niðurstöðu í nefndinni um að ljúka fjárlögum í sem mestri sátt. Þar sem enginn eiginlegur meirihluti er á þingi hafa allir flokkar lagst á árarnar um að koma til móts hver við annan. „Þar sem lítill tími er til stefnu sammælast flokkarnir um að núverandi ríkisstjórnarflokkar, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, greiði atkvæði með fjárlagafrumvarpinu en aðrir flokkar sitja hjá við afgreiðslu þess. Menn eru sammála um að aðstæðurnar sem uppi eru nú kalli á samstöðu um málið,“ segir Haraldur. „Hins vegar munu allir flokkar standa saman að breytingartillögum á frumvarpinu þess efnis að bæta í útgjöld til fjögurra megin málaflokka.“ Málaflokkarnir sem Haraldur bendir á eru heilbrigðismál, samgöngumál, menntamál og löggæslumál. Fjárlagafrumvarpið gerði ráð fyrir 36 milljarða útgjaldaaukningu en fjárlaganefnd ætlar að bæta við 12 milljörðum að auki. 5,2 milljarðar fara til heilbrigðismála, 4,6 milljarðar til samgöngumála, 1,7 til menntamála og hálfur milljarður fer til Landhelgisgæslu og til löggæslu. „Við höfum unnið stíft síðustu daga og vonumst eftir því að frumvarpið gangi til annarrar umræðu sem fyrst,“ segir Haraldur. „Útgjaldaaukning ríkissjóðs nemur nærri fimmtíu milljörðum króna frá fyrra ári svo margir málaflokkar eru að fá aukið fjármagn sem er vel. Við vonumst svo til þess að hægt sé að samþykkja frumvarpið fyrir jól.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Samkomulag hefur náðst milli flokka á Alþingi um að ljúka vinnu við fjárlög. Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar, segist vongóður um að hægt verði að samþykkja fjárlög fyrir jól og ganga inn í jólafrí með það að markmiði að mynda starfhæfan meirihluta á þingi. Mikið hefur mætt á fjárlaganefnd síðustu daga og fundað hefur verið stíft til að ná niðurstöðu í nefndinni um að ljúka fjárlögum í sem mestri sátt. Þar sem enginn eiginlegur meirihluti er á þingi hafa allir flokkar lagst á árarnar um að koma til móts hver við annan. „Þar sem lítill tími er til stefnu sammælast flokkarnir um að núverandi ríkisstjórnarflokkar, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, greiði atkvæði með fjárlagafrumvarpinu en aðrir flokkar sitja hjá við afgreiðslu þess. Menn eru sammála um að aðstæðurnar sem uppi eru nú kalli á samstöðu um málið,“ segir Haraldur. „Hins vegar munu allir flokkar standa saman að breytingartillögum á frumvarpinu þess efnis að bæta í útgjöld til fjögurra megin málaflokka.“ Málaflokkarnir sem Haraldur bendir á eru heilbrigðismál, samgöngumál, menntamál og löggæslumál. Fjárlagafrumvarpið gerði ráð fyrir 36 milljarða útgjaldaaukningu en fjárlaganefnd ætlar að bæta við 12 milljörðum að auki. 5,2 milljarðar fara til heilbrigðismála, 4,6 milljarðar til samgöngumála, 1,7 til menntamála og hálfur milljarður fer til Landhelgisgæslu og til löggæslu. „Við höfum unnið stíft síðustu daga og vonumst eftir því að frumvarpið gangi til annarrar umræðu sem fyrst,“ segir Haraldur. „Útgjaldaaukning ríkissjóðs nemur nærri fimmtíu milljörðum króna frá fyrra ári svo margir málaflokkar eru að fá aukið fjármagn sem er vel. Við vonumst svo til þess að hægt sé að samþykkja frumvarpið fyrir jól.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira