Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna hefur kallað eftir því að ríkið fjölgi til muna kjarnorkusprengjum í sinni eign. BBC greinir frá.
Maðurinn, sem brátt verður sá valdamesti í heimi sagði að Bandaríkin yrðu að gera slíkar ráðstafanir þar til að heimurinn færi að nálgast málefni kjarnorkuvopna á skynsamlegan hátt.
Trump tjáði sig rétt eftir að forseti Rússlands, Vladimír Pútín tilkynnti að Rússar þyrftu að stækka sitt eigið kjarnorkuvopnabúr.
Barack Obama núverandi forseti landsins hefur lagt áherslu á það í sinni stjórnartíð að fækka slíkum kjarnorkuvopnum.
Bandaríkin hafa yfir að ráða 7100 kjarnaoddum á meðan Rússar eiga 7300 slíka.
Trump vill fjölga bandarískum kjarnaoddum
Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
