Formenn BHM og Kennarasambands Íslands segja lög um jöfnun lífeyrisréttinda mikil vonbrigði Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. desember 2016 20:00 Alþingi samþykkti í gærkvöldi frumvarp sem ætlað er að jafna lífeyrisréttindi á almennum og opinberum vinnumarkaði. Formenn BHM og Kennarasambands Íslands segja lögin mikil vonbrigði og hefur stjórn kennarasambandsins samþykkt að stefna íslenska ríkinu. 38 þingmenn greiddu frumvarpinu atkvæði sitt, fjórtán sögðu nei og átta sátu hjá. Frumvarpið var lagt fram eftir að samkomulag náðist milli ríkis og sveitarfélaga annars vegar og heildarsamtaka launþega hins vegar síðastliðinn september. Þar kom fram að markmið með breytingunum væri meðal annars að gera launafólki betur kleift að færa sig milli almenns og opinbers vinnumarkaðar hvenær sem er starfsævinnar án þess að það hafi áhrif á ávinnslu lífeyrisréttinda. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir lögin vonbrigði og ekki í samræmi við fyrrgreint samkomulag. „Ég verð að segja alveg eins og er að nýtt alþingi nýir þingmenn sem hafa lofað bót og betun og bættum vinnubröðum þau fuku beint út um gluggann í gær hjá meirihluta þessara þingmanna og það veldur okkur miklum vonbrigðum,“ segir Þórunn. Nú verði farið í það að upplýsa félagsmenn aðildarfélaga BHM um stöðuna. Gagnrýnin snýst einkum um að í samkomulaginu sé talað um að tryggja þegar áunnin réttindi allra sjóðsfélaga en í lögunum sé talað um virka greiðendur sem þýðir að þeir sem hafa ekki greitt í lífeyrissjóð síðustu 12 mánuði fá ekki lífeyrisaukann. „Þetta er gjörbreytt umhverfi fyrir opinbera starfsmenn. Mesta bylting sem gerð hefur verið á lífeyriskerfi á Íslandi í meira en fjörutíu ár. Við þurfum að vinna úr stöðunni. Við breytum ekki niðurstöðu Alþingis, allavega ekki í bráð, og við reynum að horfast í augu við ný verkefni eins og þau eru,“ segir Þórunn. Þórður Á. Hjaltested, formaður Kennarasambands Íslands, tekur í sama streng og Þórunn. „Við höfðum aldrei trúað því að Alþingi myndi gera þetta án þess að taka tillit til þeirra umsagna sem við ásamt BSRB og BHM settum fram. Við ætlum að leita til dómstóla. Við teljum þarna brotið á eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar. Við munum leita til lögfræðinga og skoða okkar mál og það er alveg ákveðið að við munum fara þessa leið,“ segir Þórður. Alþingi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Alþingi samþykkti í gærkvöldi frumvarp sem ætlað er að jafna lífeyrisréttindi á almennum og opinberum vinnumarkaði. Formenn BHM og Kennarasambands Íslands segja lögin mikil vonbrigði og hefur stjórn kennarasambandsins samþykkt að stefna íslenska ríkinu. 38 þingmenn greiddu frumvarpinu atkvæði sitt, fjórtán sögðu nei og átta sátu hjá. Frumvarpið var lagt fram eftir að samkomulag náðist milli ríkis og sveitarfélaga annars vegar og heildarsamtaka launþega hins vegar síðastliðinn september. Þar kom fram að markmið með breytingunum væri meðal annars að gera launafólki betur kleift að færa sig milli almenns og opinbers vinnumarkaðar hvenær sem er starfsævinnar án þess að það hafi áhrif á ávinnslu lífeyrisréttinda. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir lögin vonbrigði og ekki í samræmi við fyrrgreint samkomulag. „Ég verð að segja alveg eins og er að nýtt alþingi nýir þingmenn sem hafa lofað bót og betun og bættum vinnubröðum þau fuku beint út um gluggann í gær hjá meirihluta þessara þingmanna og það veldur okkur miklum vonbrigðum,“ segir Þórunn. Nú verði farið í það að upplýsa félagsmenn aðildarfélaga BHM um stöðuna. Gagnrýnin snýst einkum um að í samkomulaginu sé talað um að tryggja þegar áunnin réttindi allra sjóðsfélaga en í lögunum sé talað um virka greiðendur sem þýðir að þeir sem hafa ekki greitt í lífeyrissjóð síðustu 12 mánuði fá ekki lífeyrisaukann. „Þetta er gjörbreytt umhverfi fyrir opinbera starfsmenn. Mesta bylting sem gerð hefur verið á lífeyriskerfi á Íslandi í meira en fjörutíu ár. Við þurfum að vinna úr stöðunni. Við breytum ekki niðurstöðu Alþingis, allavega ekki í bráð, og við reynum að horfast í augu við ný verkefni eins og þau eru,“ segir Þórunn. Þórður Á. Hjaltested, formaður Kennarasambands Íslands, tekur í sama streng og Þórunn. „Við höfðum aldrei trúað því að Alþingi myndi gera þetta án þess að taka tillit til þeirra umsagna sem við ásamt BSRB og BHM settum fram. Við ætlum að leita til dómstóla. Við teljum þarna brotið á eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar. Við munum leita til lögfræðinga og skoða okkar mál og það er alveg ákveðið að við munum fara þessa leið,“ segir Þórður.
Alþingi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent