Formenn BHM og Kennarasambands Íslands segja lög um jöfnun lífeyrisréttinda mikil vonbrigði Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. desember 2016 20:00 Alþingi samþykkti í gærkvöldi frumvarp sem ætlað er að jafna lífeyrisréttindi á almennum og opinberum vinnumarkaði. Formenn BHM og Kennarasambands Íslands segja lögin mikil vonbrigði og hefur stjórn kennarasambandsins samþykkt að stefna íslenska ríkinu. 38 þingmenn greiddu frumvarpinu atkvæði sitt, fjórtán sögðu nei og átta sátu hjá. Frumvarpið var lagt fram eftir að samkomulag náðist milli ríkis og sveitarfélaga annars vegar og heildarsamtaka launþega hins vegar síðastliðinn september. Þar kom fram að markmið með breytingunum væri meðal annars að gera launafólki betur kleift að færa sig milli almenns og opinbers vinnumarkaðar hvenær sem er starfsævinnar án þess að það hafi áhrif á ávinnslu lífeyrisréttinda. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir lögin vonbrigði og ekki í samræmi við fyrrgreint samkomulag. „Ég verð að segja alveg eins og er að nýtt alþingi nýir þingmenn sem hafa lofað bót og betun og bættum vinnubröðum þau fuku beint út um gluggann í gær hjá meirihluta þessara þingmanna og það veldur okkur miklum vonbrigðum,“ segir Þórunn. Nú verði farið í það að upplýsa félagsmenn aðildarfélaga BHM um stöðuna. Gagnrýnin snýst einkum um að í samkomulaginu sé talað um að tryggja þegar áunnin réttindi allra sjóðsfélaga en í lögunum sé talað um virka greiðendur sem þýðir að þeir sem hafa ekki greitt í lífeyrissjóð síðustu 12 mánuði fá ekki lífeyrisaukann. „Þetta er gjörbreytt umhverfi fyrir opinbera starfsmenn. Mesta bylting sem gerð hefur verið á lífeyriskerfi á Íslandi í meira en fjörutíu ár. Við þurfum að vinna úr stöðunni. Við breytum ekki niðurstöðu Alþingis, allavega ekki í bráð, og við reynum að horfast í augu við ný verkefni eins og þau eru,“ segir Þórunn. Þórður Á. Hjaltested, formaður Kennarasambands Íslands, tekur í sama streng og Þórunn. „Við höfðum aldrei trúað því að Alþingi myndi gera þetta án þess að taka tillit til þeirra umsagna sem við ásamt BSRB og BHM settum fram. Við ætlum að leita til dómstóla. Við teljum þarna brotið á eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar. Við munum leita til lögfræðinga og skoða okkar mál og það er alveg ákveðið að við munum fara þessa leið,“ segir Þórður. Alþingi Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Alþingi samþykkti í gærkvöldi frumvarp sem ætlað er að jafna lífeyrisréttindi á almennum og opinberum vinnumarkaði. Formenn BHM og Kennarasambands Íslands segja lögin mikil vonbrigði og hefur stjórn kennarasambandsins samþykkt að stefna íslenska ríkinu. 38 þingmenn greiddu frumvarpinu atkvæði sitt, fjórtán sögðu nei og átta sátu hjá. Frumvarpið var lagt fram eftir að samkomulag náðist milli ríkis og sveitarfélaga annars vegar og heildarsamtaka launþega hins vegar síðastliðinn september. Þar kom fram að markmið með breytingunum væri meðal annars að gera launafólki betur kleift að færa sig milli almenns og opinbers vinnumarkaðar hvenær sem er starfsævinnar án þess að það hafi áhrif á ávinnslu lífeyrisréttinda. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir lögin vonbrigði og ekki í samræmi við fyrrgreint samkomulag. „Ég verð að segja alveg eins og er að nýtt alþingi nýir þingmenn sem hafa lofað bót og betun og bættum vinnubröðum þau fuku beint út um gluggann í gær hjá meirihluta þessara þingmanna og það veldur okkur miklum vonbrigðum,“ segir Þórunn. Nú verði farið í það að upplýsa félagsmenn aðildarfélaga BHM um stöðuna. Gagnrýnin snýst einkum um að í samkomulaginu sé talað um að tryggja þegar áunnin réttindi allra sjóðsfélaga en í lögunum sé talað um virka greiðendur sem þýðir að þeir sem hafa ekki greitt í lífeyrissjóð síðustu 12 mánuði fá ekki lífeyrisaukann. „Þetta er gjörbreytt umhverfi fyrir opinbera starfsmenn. Mesta bylting sem gerð hefur verið á lífeyriskerfi á Íslandi í meira en fjörutíu ár. Við þurfum að vinna úr stöðunni. Við breytum ekki niðurstöðu Alþingis, allavega ekki í bráð, og við reynum að horfast í augu við ný verkefni eins og þau eru,“ segir Þórunn. Þórður Á. Hjaltested, formaður Kennarasambands Íslands, tekur í sama streng og Þórunn. „Við höfðum aldrei trúað því að Alþingi myndi gera þetta án þess að taka tillit til þeirra umsagna sem við ásamt BSRB og BHM settum fram. Við ætlum að leita til dómstóla. Við teljum þarna brotið á eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar. Við munum leita til lögfræðinga og skoða okkar mál og það er alveg ákveðið að við munum fara þessa leið,“ segir Þórður.
Alþingi Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira