Formaður Félags grunnskólakennara: „Þurfum meiri sátt á meðal okkar“ Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 12. desember 2016 19:13 Frá undirritun kjarasamningsins í nóvember síðastliðnum. vísir/stefán Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, sagði í samtali við fréttastofu í dag að niðurstaðan í atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning kennara væri þokkaleg. 55 prósent þeirra sem greiddu atkvæði um samninginn samþykktu hann. 42 prósent höfnuðu honum hins vegar. Þá kvaðst Ólafur ekki átta sig á því hvort að þeir kennarar sem sögðu upp störfum í aðdraganda samningsins og skömmu eftir hann myndu draga þær til baka þar sem uppsagnir fara ekki í gegnum Félag grunnskólakennara. Aðspurður hvort að það væri kominn friður innan kennarastéttarinnar sagði Ólafur: „Við skulum allavega orða það þannig að við eigum verk fyrir höndum líka inn á við. Við þurfum að taka og ræða þessi mál líka saman inn á við sem stétt. Við þurfum meiri sátt á meðal okkar og það er líka verkefni sem er framundan en við erum allavega með þetta í höndunum núna og núna þurfum við að halda áfram.“ Þá sagði Ólafur það alveg ljóst að hljóðið í kennurum hefði verið og væri enn þungt. Það er mikið verk að vinna og þó að samningurinn sé samþykktur að þá er mikil vinna framundan við að vinna úr þeim málum sem við stöndum frami fyrir. Sú vinna þarf að fara strax í gang.“ Hvaða vinna er það? „Það er verið að skoða innihaldið í skólakerfinu og það þarf líka aða halda áfram að lagfæra launin. Það þarf að skoða vinnuaðstæður kennara. Þetta þarf allt að fara í gang.“ Samningstíminn er stuttur eða út nóvember á næsta ári. Aðspurður hvort að kennarar muni nýta tímann til að ná til dæmis launum framhaldsskólakennara sagði hann: „Það er alveg ljóst að tíminn sem er til stefnu er ekki langur. Sú vinna þarf að fara strax í gang. Hvort hún fari í gang strax í þessari viku eða eftir helgi það veit ég ekki en fyrir jól fer hún af stað og auðvitað verður markmiðið að efla og styrkja kennarastarfið bæði í launum og í vinnuaðstæðum. Því meira því betra.“ Ólafur kvaðst ekki líta svo á að það væri ákveðinn sigur fyrir samninganefnd Félags grunnskólakennara að ná kjarasamningi í gegn í þriðju tilraun. „Þetta er búið að vera erfitt og þetta er niðurstaðan núna og okkar bíður bara vinna. Það eiginlega bara það sem er. Við fáum núna tækifæri til þess að halda áfram. Það er ákveðið tækifæri í stöðunni með sveitarfélögunum og vonandi með nýjum menntamálaráðherra. Það þarf að vara í alvarlega skoðun og vonandi auðnast okkur að gera gott úr þessu.“ Tengdar fréttir Grunnskólakennarar samþykktu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara samþykkti nýgerðan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. 12. desember 2016 17:26 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira
Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, sagði í samtali við fréttastofu í dag að niðurstaðan í atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning kennara væri þokkaleg. 55 prósent þeirra sem greiddu atkvæði um samninginn samþykktu hann. 42 prósent höfnuðu honum hins vegar. Þá kvaðst Ólafur ekki átta sig á því hvort að þeir kennarar sem sögðu upp störfum í aðdraganda samningsins og skömmu eftir hann myndu draga þær til baka þar sem uppsagnir fara ekki í gegnum Félag grunnskólakennara. Aðspurður hvort að það væri kominn friður innan kennarastéttarinnar sagði Ólafur: „Við skulum allavega orða það þannig að við eigum verk fyrir höndum líka inn á við. Við þurfum að taka og ræða þessi mál líka saman inn á við sem stétt. Við þurfum meiri sátt á meðal okkar og það er líka verkefni sem er framundan en við erum allavega með þetta í höndunum núna og núna þurfum við að halda áfram.“ Þá sagði Ólafur það alveg ljóst að hljóðið í kennurum hefði verið og væri enn þungt. Það er mikið verk að vinna og þó að samningurinn sé samþykktur að þá er mikil vinna framundan við að vinna úr þeim málum sem við stöndum frami fyrir. Sú vinna þarf að fara strax í gang.“ Hvaða vinna er það? „Það er verið að skoða innihaldið í skólakerfinu og það þarf líka aða halda áfram að lagfæra launin. Það þarf að skoða vinnuaðstæður kennara. Þetta þarf allt að fara í gang.“ Samningstíminn er stuttur eða út nóvember á næsta ári. Aðspurður hvort að kennarar muni nýta tímann til að ná til dæmis launum framhaldsskólakennara sagði hann: „Það er alveg ljóst að tíminn sem er til stefnu er ekki langur. Sú vinna þarf að fara strax í gang. Hvort hún fari í gang strax í þessari viku eða eftir helgi það veit ég ekki en fyrir jól fer hún af stað og auðvitað verður markmiðið að efla og styrkja kennarastarfið bæði í launum og í vinnuaðstæðum. Því meira því betra.“ Ólafur kvaðst ekki líta svo á að það væri ákveðinn sigur fyrir samninganefnd Félags grunnskólakennara að ná kjarasamningi í gegn í þriðju tilraun. „Þetta er búið að vera erfitt og þetta er niðurstaðan núna og okkar bíður bara vinna. Það eiginlega bara það sem er. Við fáum núna tækifæri til þess að halda áfram. Það er ákveðið tækifæri í stöðunni með sveitarfélögunum og vonandi með nýjum menntamálaráðherra. Það þarf að vara í alvarlega skoðun og vonandi auðnast okkur að gera gott úr þessu.“
Tengdar fréttir Grunnskólakennarar samþykktu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara samþykkti nýgerðan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. 12. desember 2016 17:26 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira
Grunnskólakennarar samþykktu nýjan kjarasamning Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara samþykkti nýgerðan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. 12. desember 2016 17:26