Nýju lögin um TR eru meingölluð Björgvin Guðmundsson skrifar 14. desember 2016 07:00 Nýju lögin um almannatryggingar, sem samþykkt voru á Alþingi á lokadögum þingsins fyrir þingslit sl. haust, eru meingölluð. Stærsti gallinn er sá, að lífeyrir aldraðra og öryrkja, sem einungis hafa lífeyri frá TR, dugar ekki til framfærslu. Annar stór galli á nýju lögunum er sá, að skerðingar tryggingalífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni eru alltof miklar. Einkum kvarta eldri borgarar mikið vegna aukinna skerðinga af völdum atvinnutekna. Þeir segja, að það sé verið að flæma þá af vinnumarkaðnum enda þótt fráfarandi ríkisstjórn hafi sagt, að hún vildi greiða fyrir atvinnuþátttöku eldri borgara. En gert var þveröfugt: Frítekjumark vegna atvinnutekna var lækkað úr 109 þúsund á mánuði í 25 þúsund á mánuði. Óánægja vegna skerðinga af völdum lífeyrissjóða er einnig mikil en sjóðfélagar eru orðnir dofnir vegna áratuga skerðinga á lífeyri þeirra; þar er um að ræða skerðingu (hálfgerða eignaupptöku) vegna lífeyris, sem eldri borgarar eiga í lífeyrissjóðunum og fá greiddan. Það er dregið aðeins úr þessum skerðingum í nýju lögunum en það er ekki nóg: Það á að afnema skerðingarnar alveg. Það er krafa Félags eldri borgara í Reykjavík og það er krafa mín. Það verður enginn friður fyrr en stjórnvöld verða við þessari kröfu. Ríkið hrifsar óbeint mikinn hluta lífeyrissparnaðar aldraðra með skerðingum og sköttum. Það er óásættanlegt.Klúður Öll framganga fráfarandi félagsmálaráðherra og ríkisstjórnar í sambandi við nýju lögin um TR hefur verið eitt klúður. Upphaflega var frumvarp um lögin lagt fram án nokkurrar hækkunar lífeyris þeirra, sem höfðu einungis lífeyri frá TR. Það var m.ö.o. lagt til, að lífeyrir þessa fólks héldist áfram við fátæktarmörk! Öll frítekjumörk voru afnumin í upphaflegu frumvarpi og skerðingarhlutfall 45%. Vegna mikilla mótmæla eldri borgara lét ríkisstjórnin undan og hækkaði lífeyri þeirra verst stöddu meðal aldraðra og öryrkja lítilsháttar og jafnframt var þá tekið upp 25 þús. kr. frítekjumark vegna allra tekna. Það þýddi lækkun á frítekjumarki vegna atvinnutekna úr 109 þúsund á mánuði í 25 þúsund á mánuði. Enn meira klúður var vegna öryrkja. Vegna þess, að öryrkjar voru ekki tilbúnir að samþykkja starfsgetumat ætlaði ríkisstjórnin upphaflega ekki að hækka lífeyri öryrkja um eina krónu en féll síðan frá því og ákvað að hækka lífeyri öryrkja með framfærsluuppbót. Framfærsluuppbótin verður síðan skert um krónu á móti krónu við minnstu tekjur sem öryrkjar afla sér. Þannig er öryrkjum og öldruðum mismunað, þar eð krónu á móti krónu skerðingin er afnumin hjá öldruðum. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Nýju lögin um almannatryggingar, sem samþykkt voru á Alþingi á lokadögum þingsins fyrir þingslit sl. haust, eru meingölluð. Stærsti gallinn er sá, að lífeyrir aldraðra og öryrkja, sem einungis hafa lífeyri frá TR, dugar ekki til framfærslu. Annar stór galli á nýju lögunum er sá, að skerðingar tryggingalífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni eru alltof miklar. Einkum kvarta eldri borgarar mikið vegna aukinna skerðinga af völdum atvinnutekna. Þeir segja, að það sé verið að flæma þá af vinnumarkaðnum enda þótt fráfarandi ríkisstjórn hafi sagt, að hún vildi greiða fyrir atvinnuþátttöku eldri borgara. En gert var þveröfugt: Frítekjumark vegna atvinnutekna var lækkað úr 109 þúsund á mánuði í 25 þúsund á mánuði. Óánægja vegna skerðinga af völdum lífeyrissjóða er einnig mikil en sjóðfélagar eru orðnir dofnir vegna áratuga skerðinga á lífeyri þeirra; þar er um að ræða skerðingu (hálfgerða eignaupptöku) vegna lífeyris, sem eldri borgarar eiga í lífeyrissjóðunum og fá greiddan. Það er dregið aðeins úr þessum skerðingum í nýju lögunum en það er ekki nóg: Það á að afnema skerðingarnar alveg. Það er krafa Félags eldri borgara í Reykjavík og það er krafa mín. Það verður enginn friður fyrr en stjórnvöld verða við þessari kröfu. Ríkið hrifsar óbeint mikinn hluta lífeyrissparnaðar aldraðra með skerðingum og sköttum. Það er óásættanlegt.Klúður Öll framganga fráfarandi félagsmálaráðherra og ríkisstjórnar í sambandi við nýju lögin um TR hefur verið eitt klúður. Upphaflega var frumvarp um lögin lagt fram án nokkurrar hækkunar lífeyris þeirra, sem höfðu einungis lífeyri frá TR. Það var m.ö.o. lagt til, að lífeyrir þessa fólks héldist áfram við fátæktarmörk! Öll frítekjumörk voru afnumin í upphaflegu frumvarpi og skerðingarhlutfall 45%. Vegna mikilla mótmæla eldri borgara lét ríkisstjórnin undan og hækkaði lífeyri þeirra verst stöddu meðal aldraðra og öryrkja lítilsháttar og jafnframt var þá tekið upp 25 þús. kr. frítekjumark vegna allra tekna. Það þýddi lækkun á frítekjumarki vegna atvinnutekna úr 109 þúsund á mánuði í 25 þúsund á mánuði. Enn meira klúður var vegna öryrkja. Vegna þess, að öryrkjar voru ekki tilbúnir að samþykkja starfsgetumat ætlaði ríkisstjórnin upphaflega ekki að hækka lífeyri öryrkja um eina krónu en féll síðan frá því og ákvað að hækka lífeyri öryrkja með framfærsluuppbót. Framfærsluuppbótin verður síðan skert um krónu á móti krónu við minnstu tekjur sem öryrkjar afla sér. Þannig er öryrkjum og öldruðum mismunað, þar eð krónu á móti krónu skerðingin er afnumin hjá öldruðum. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar