Bregðist við hækkandi húsnæðisverði Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. desember 2016 07:00 Félags- og húsnæðismálaráðherra segir að hækkun fasteignaverðs skýrist af hærra lóðaverði. Öðrum þáttum í byggingarkostnaði sé ekki um að kenna. Vísir/Ernir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, lýsir áhyggjum af lóðaskorti í bréfi til stærstu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Eygló segir mikla ábyrgð hvíla á sveitarfélögunum, að tryggja nægjanlegt framboð á lóðum til að tryggja að húsnæðisverð hækki ekki eins mikið og sést hafi undanfarin ár. „Það er líka mjög mikilvægt að menn fari vel yfir nauðsyn gjaldtöku sem hefur líka aukist sem hluti af kostnaði við byggingu húsnæðis,“ segir Eygló. Þegar farið er í stór verkefni, eins og að tryggja nægt framboð af húsnæði, þá verði allir að koma að borðinu, segir Eygló, og vera tilbúnir til að leggja eitthvað á sig. Hún segir sveitarfélögin ekki hafa brugðist við erindinu. Ráðherrann leggur til að samþykkt verði 1.200 milljóna króna viðbótarfjárveiting á fjáraukalögum fyrir yfirstandandi ár vegna stofnfjárframlaga frá Íbúðalánasjóði til uppbyggingar á leiguíbúðum fyrir efnaminna fólk. Gert var ráð fyrir 1.500 milljóna króna framlagi í fjárlögum en eftir breytinguna mun framlagið nema 2.700 milljónum.Eygló Harðardóttir, forsíða LífsinsGreiðsla stofnframlaganna var ákveðin í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um ýmsar aðgerðir til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á vinnumarkaði. Í þessu skyni skyldi stefnt að byggingu 5-600 íbúða árlega á árunum 2016 til 2019 með árlegum framlögum úr ríkissjóði sem samanlagt myndu nema sex milljörðum króna. Í minnisblaði ráðherra frá 23. september sagði að óvíst væri hvort 1,5 milljarðar á fjárlögum 2016 dygðu til að byggja þær 500-600 íbúðir sem ráðgerðar voru í yfirlýsingunni, meðal annars vegna hærra íbúðaverðs. Nú hefur verið ákveðið að Íbúðalánasjóður, fyrir hönd ríkisins, muni afgreiða stofnframlög fyrir 2.700 milljónir vegna byggingar eða kaupa á 450 íbúðum. Í minnisblaði ráðherra segir að meginskýringin á þessari miklu hækkun sé mun hærra íbúðaverð en lagt var til grundvallar í fjárlögum. Það sé um 28 milljónir króna að meðaltali samanborið við 17-18 milljónir í forsendum fjárlaga. Stóru atriðin í mikilli hækkun íbúðaverðs umfram forsendur fjárlaga felist í fimm þáttum; hærra lóðarmati, stærra húsnæði, staðsetningu húsnæðis, hækkun hlutfalls stofnframlaga í meðförum Alþingis og bílastæðum/bílskýlum sem eru inni í kostnaðinum. „Meginástæðan fyrir auknum kostnaði er ekki byggingarkostnaðurinn sjálfur, heldur snýr hún að hlutum eins og lóðaverði, eins og kröfum sem snúa að bílastæðum eða bílskýlum, vegna þess að menn eru að fara í stærra húsnæði en við vorum búin að áætla og þetta eru allt þættir sem við eigum að geta haft áhrif á,“ segir Eygló Harðardóttir húsnæðismálaráðherra.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Sjá meira
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, lýsir áhyggjum af lóðaskorti í bréfi til stærstu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Eygló segir mikla ábyrgð hvíla á sveitarfélögunum, að tryggja nægjanlegt framboð á lóðum til að tryggja að húsnæðisverð hækki ekki eins mikið og sést hafi undanfarin ár. „Það er líka mjög mikilvægt að menn fari vel yfir nauðsyn gjaldtöku sem hefur líka aukist sem hluti af kostnaði við byggingu húsnæðis,“ segir Eygló. Þegar farið er í stór verkefni, eins og að tryggja nægt framboð af húsnæði, þá verði allir að koma að borðinu, segir Eygló, og vera tilbúnir til að leggja eitthvað á sig. Hún segir sveitarfélögin ekki hafa brugðist við erindinu. Ráðherrann leggur til að samþykkt verði 1.200 milljóna króna viðbótarfjárveiting á fjáraukalögum fyrir yfirstandandi ár vegna stofnfjárframlaga frá Íbúðalánasjóði til uppbyggingar á leiguíbúðum fyrir efnaminna fólk. Gert var ráð fyrir 1.500 milljóna króna framlagi í fjárlögum en eftir breytinguna mun framlagið nema 2.700 milljónum.Eygló Harðardóttir, forsíða LífsinsGreiðsla stofnframlaganna var ákveðin í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um ýmsar aðgerðir til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á vinnumarkaði. Í þessu skyni skyldi stefnt að byggingu 5-600 íbúða árlega á árunum 2016 til 2019 með árlegum framlögum úr ríkissjóði sem samanlagt myndu nema sex milljörðum króna. Í minnisblaði ráðherra frá 23. september sagði að óvíst væri hvort 1,5 milljarðar á fjárlögum 2016 dygðu til að byggja þær 500-600 íbúðir sem ráðgerðar voru í yfirlýsingunni, meðal annars vegna hærra íbúðaverðs. Nú hefur verið ákveðið að Íbúðalánasjóður, fyrir hönd ríkisins, muni afgreiða stofnframlög fyrir 2.700 milljónir vegna byggingar eða kaupa á 450 íbúðum. Í minnisblaði ráðherra segir að meginskýringin á þessari miklu hækkun sé mun hærra íbúðaverð en lagt var til grundvallar í fjárlögum. Það sé um 28 milljónir króna að meðaltali samanborið við 17-18 milljónir í forsendum fjárlaga. Stóru atriðin í mikilli hækkun íbúðaverðs umfram forsendur fjárlaga felist í fimm þáttum; hærra lóðarmati, stærra húsnæði, staðsetningu húsnæðis, hækkun hlutfalls stofnframlaga í meðförum Alþingis og bílastæðum/bílskýlum sem eru inni í kostnaðinum. „Meginástæðan fyrir auknum kostnaði er ekki byggingarkostnaðurinn sjálfur, heldur snýr hún að hlutum eins og lóðaverði, eins og kröfum sem snúa að bílastæðum eða bílskýlum, vegna þess að menn eru að fara í stærra húsnæði en við vorum búin að áætla og þetta eru allt þættir sem við eigum að geta haft áhrif á,“ segir Eygló Harðardóttir húsnæðismálaráðherra.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Sjá meira