Sögulegar stjórnarkreppur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. desember 2016 10:30 Dries van Agt náði að mynda ríkisstjórn í Hollandi. Hér er hann á fundi með George Bush Bandaríkjaforseta. Nordicphotos/AFP Alls eru nú 47 dagar liðnir frá því að kosið var til Alþingis í október. Það er mun lengri tími en tók að mynda síðustu ríkisstjórn, 26 dagar, eða ríkisstjórnina þar á undan, 15 dagar. Oft hefur stjórnarmyndun þó tekið mun lengri tíma.Stefáni Jóhanni Stefánssyni tókst að mynda stjórn eftir lengstu viðræður lýðveldissögunnar.Mynd/Alþingi1947 - Ísland - 117 dagarLengsta stjórnarmyndun lýðveldissögunnar hér á landi tók 117 daga. Kosið var þann 30. júní 1946 og var ríkisstjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar, samsteypustjórn Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, mynduð þann 4. febrúar 1947.Ólafur Jóhannesson myndaði skammlífa stjórn.Mynd/Alþingi1977 - Holland - 208 dagarHollendingar áttu Evrópumet í stjórnarkreppum frá árinu 1977. Kosið var til þings þann 25. maí og tók 208 daga að mynda nýja ríkisstjórn. Náðist þá samkomulag á milli Kristilegra demókrata og Frelsis- og lýðræðisflokksins um að mynda saman ríkisstjórn.1978 - Ísland - 68 dagarErfiðlega tókst að mynda ríkisstjórn árið 1978. Kosið var þann 25. júní og myndaði Ólafur Jóhannesson ríkisstjórn 1. september sama ár, 68 dögum seinna, með Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki. Sú stjórn sprakk þó, meðal annars vegna deilna um efnahagsmál, og var kosið aftur ári síðar.Gunnar Thoroddsen myndaði stjórn í óþökk formanns flokks síns. vísir/GVA1979-1980 - Ísland - 67 dagar Kosningarnar í kjölfar þess að ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar sprakk urðu ekki til þess að leysa úr flækjuástandi í íslenskum stjórnmálum. Kosið var þann 3. desember 1979 og náði Gunnar Thoroddsen að mynda ríkisstjórn 67 dögum seinna, eða þann 8. febrúar árið 1980. Var stjórnin mynduð með Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi. Gunnar var hins vegar ekki formaður og myndaði hann stjórnina í óþökk formannsins, Geirs Hallgrímssonar. Fylgdi einungis brot Sjálfstæðismanna Gunnari í ríkisstjórn.Þorsteinn Pálsson myndaði stjórn eftir 74 daga.vísir/gva1987 Ísland - 74 dagarNýlegasta dæmið um langa stjórnarkreppu hér á landi var eftir kosningarnar 25. apríl 1987. Þá tók 74 daga að mynda ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar sem stóð saman af Alþýðuflokki, Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Sú stjórn lifði þó einungis í rúmt ár.2010 - Írak - 264 dagarStuttu áður en Belgar settu heimsmet í stjórnarkreppu settu Írakar met sitt. Vörðu þeir 264 dögum í stjórnarkreppu. Var þá mynduð ríkisstjórn undir forystu Nouri al-Maliki. Ein helsta ástæðan fyrir langri stjórnarkreppu er talin vera sú að fjölmargir leiðtogar höfðu útilokað að vinna með ákveðnum flokkum.Sósíalistinn Elio Di Rupo heilsar Albert öðrum Belgíukonungi við innsetningarathöfn ríkisstjórnar hins fyrrnefnda eftir lengstu stjórnarkreppu sem nokkurt iðnvætt ríki hefur gengið í gegnum.Nordicphotos/AFP2010-2011 Belgía - 542 dagarEftir þingkosningar í Belgíu þann 13. júní 2010 tók við lengsta tímabil án kjörinnar ríkisstjórnar sem nokkurt þróað land hefur gengið í gegnum. Þegar stjórnarmyndun tókst loksins, þann 6. desember 2011, höfðu liðið 542 dagar frá því kosið var. Ein helsta ástæðan fyrir stjórnarkreppunni var ágreiningur á milli Flæmingja og Vallóna. Áður höfðu Belgar verið í langri stjórnarkreppu árin 2007 til 2008, þá 196 daga.Mariano Rajoy forsætisráðherra tókst að mynda ríkisstjórn eftir langt ferli.Nordicphotos/AFP2015-2016 - Spánn - 314 dagarSpánverjar eru nýkomnir úr langri stjórnarkreppu. Eftir kosningar þann 21. desember 2015 tókst ekki að mynda ríkisstjórn og ákveðið var að blása aftur til kosninga þann 27. júní síðastliðinn. Niðurstöður kosninganna voru hins vegar svipaðar þeim fyrri og náðu flokkar ekki saman fyrr en 29. október síðastliðinn. Þá voru liðnir 314 dagar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Alls eru nú 47 dagar liðnir frá því að kosið var til Alþingis í október. Það er mun lengri tími en tók að mynda síðustu ríkisstjórn, 26 dagar, eða ríkisstjórnina þar á undan, 15 dagar. Oft hefur stjórnarmyndun þó tekið mun lengri tíma.Stefáni Jóhanni Stefánssyni tókst að mynda stjórn eftir lengstu viðræður lýðveldissögunnar.Mynd/Alþingi1947 - Ísland - 117 dagarLengsta stjórnarmyndun lýðveldissögunnar hér á landi tók 117 daga. Kosið var þann 30. júní 1946 og var ríkisstjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar, samsteypustjórn Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, mynduð þann 4. febrúar 1947.Ólafur Jóhannesson myndaði skammlífa stjórn.Mynd/Alþingi1977 - Holland - 208 dagarHollendingar áttu Evrópumet í stjórnarkreppum frá árinu 1977. Kosið var til þings þann 25. maí og tók 208 daga að mynda nýja ríkisstjórn. Náðist þá samkomulag á milli Kristilegra demókrata og Frelsis- og lýðræðisflokksins um að mynda saman ríkisstjórn.1978 - Ísland - 68 dagarErfiðlega tókst að mynda ríkisstjórn árið 1978. Kosið var þann 25. júní og myndaði Ólafur Jóhannesson ríkisstjórn 1. september sama ár, 68 dögum seinna, með Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki. Sú stjórn sprakk þó, meðal annars vegna deilna um efnahagsmál, og var kosið aftur ári síðar.Gunnar Thoroddsen myndaði stjórn í óþökk formanns flokks síns. vísir/GVA1979-1980 - Ísland - 67 dagar Kosningarnar í kjölfar þess að ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar sprakk urðu ekki til þess að leysa úr flækjuástandi í íslenskum stjórnmálum. Kosið var þann 3. desember 1979 og náði Gunnar Thoroddsen að mynda ríkisstjórn 67 dögum seinna, eða þann 8. febrúar árið 1980. Var stjórnin mynduð með Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi. Gunnar var hins vegar ekki formaður og myndaði hann stjórnina í óþökk formannsins, Geirs Hallgrímssonar. Fylgdi einungis brot Sjálfstæðismanna Gunnari í ríkisstjórn.Þorsteinn Pálsson myndaði stjórn eftir 74 daga.vísir/gva1987 Ísland - 74 dagarNýlegasta dæmið um langa stjórnarkreppu hér á landi var eftir kosningarnar 25. apríl 1987. Þá tók 74 daga að mynda ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar sem stóð saman af Alþýðuflokki, Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Sú stjórn lifði þó einungis í rúmt ár.2010 - Írak - 264 dagarStuttu áður en Belgar settu heimsmet í stjórnarkreppu settu Írakar met sitt. Vörðu þeir 264 dögum í stjórnarkreppu. Var þá mynduð ríkisstjórn undir forystu Nouri al-Maliki. Ein helsta ástæðan fyrir langri stjórnarkreppu er talin vera sú að fjölmargir leiðtogar höfðu útilokað að vinna með ákveðnum flokkum.Sósíalistinn Elio Di Rupo heilsar Albert öðrum Belgíukonungi við innsetningarathöfn ríkisstjórnar hins fyrrnefnda eftir lengstu stjórnarkreppu sem nokkurt iðnvætt ríki hefur gengið í gegnum.Nordicphotos/AFP2010-2011 Belgía - 542 dagarEftir þingkosningar í Belgíu þann 13. júní 2010 tók við lengsta tímabil án kjörinnar ríkisstjórnar sem nokkurt þróað land hefur gengið í gegnum. Þegar stjórnarmyndun tókst loksins, þann 6. desember 2011, höfðu liðið 542 dagar frá því kosið var. Ein helsta ástæðan fyrir stjórnarkreppunni var ágreiningur á milli Flæmingja og Vallóna. Áður höfðu Belgar verið í langri stjórnarkreppu árin 2007 til 2008, þá 196 daga.Mariano Rajoy forsætisráðherra tókst að mynda ríkisstjórn eftir langt ferli.Nordicphotos/AFP2015-2016 - Spánn - 314 dagarSpánverjar eru nýkomnir úr langri stjórnarkreppu. Eftir kosningar þann 21. desember 2015 tókst ekki að mynda ríkisstjórn og ákveðið var að blása aftur til kosninga þann 27. júní síðastliðinn. Niðurstöður kosninganna voru hins vegar svipaðar þeim fyrri og náðu flokkar ekki saman fyrr en 29. október síðastliðinn. Þá voru liðnir 314 dagar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent