Sögulegar stjórnarkreppur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. desember 2016 10:30 Dries van Agt náði að mynda ríkisstjórn í Hollandi. Hér er hann á fundi með George Bush Bandaríkjaforseta. Nordicphotos/AFP Alls eru nú 47 dagar liðnir frá því að kosið var til Alþingis í október. Það er mun lengri tími en tók að mynda síðustu ríkisstjórn, 26 dagar, eða ríkisstjórnina þar á undan, 15 dagar. Oft hefur stjórnarmyndun þó tekið mun lengri tíma.Stefáni Jóhanni Stefánssyni tókst að mynda stjórn eftir lengstu viðræður lýðveldissögunnar.Mynd/Alþingi1947 - Ísland - 117 dagarLengsta stjórnarmyndun lýðveldissögunnar hér á landi tók 117 daga. Kosið var þann 30. júní 1946 og var ríkisstjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar, samsteypustjórn Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, mynduð þann 4. febrúar 1947.Ólafur Jóhannesson myndaði skammlífa stjórn.Mynd/Alþingi1977 - Holland - 208 dagarHollendingar áttu Evrópumet í stjórnarkreppum frá árinu 1977. Kosið var til þings þann 25. maí og tók 208 daga að mynda nýja ríkisstjórn. Náðist þá samkomulag á milli Kristilegra demókrata og Frelsis- og lýðræðisflokksins um að mynda saman ríkisstjórn.1978 - Ísland - 68 dagarErfiðlega tókst að mynda ríkisstjórn árið 1978. Kosið var þann 25. júní og myndaði Ólafur Jóhannesson ríkisstjórn 1. september sama ár, 68 dögum seinna, með Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki. Sú stjórn sprakk þó, meðal annars vegna deilna um efnahagsmál, og var kosið aftur ári síðar.Gunnar Thoroddsen myndaði stjórn í óþökk formanns flokks síns. vísir/GVA1979-1980 - Ísland - 67 dagar Kosningarnar í kjölfar þess að ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar sprakk urðu ekki til þess að leysa úr flækjuástandi í íslenskum stjórnmálum. Kosið var þann 3. desember 1979 og náði Gunnar Thoroddsen að mynda ríkisstjórn 67 dögum seinna, eða þann 8. febrúar árið 1980. Var stjórnin mynduð með Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi. Gunnar var hins vegar ekki formaður og myndaði hann stjórnina í óþökk formannsins, Geirs Hallgrímssonar. Fylgdi einungis brot Sjálfstæðismanna Gunnari í ríkisstjórn.Þorsteinn Pálsson myndaði stjórn eftir 74 daga.vísir/gva1987 Ísland - 74 dagarNýlegasta dæmið um langa stjórnarkreppu hér á landi var eftir kosningarnar 25. apríl 1987. Þá tók 74 daga að mynda ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar sem stóð saman af Alþýðuflokki, Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Sú stjórn lifði þó einungis í rúmt ár.2010 - Írak - 264 dagarStuttu áður en Belgar settu heimsmet í stjórnarkreppu settu Írakar met sitt. Vörðu þeir 264 dögum í stjórnarkreppu. Var þá mynduð ríkisstjórn undir forystu Nouri al-Maliki. Ein helsta ástæðan fyrir langri stjórnarkreppu er talin vera sú að fjölmargir leiðtogar höfðu útilokað að vinna með ákveðnum flokkum.Sósíalistinn Elio Di Rupo heilsar Albert öðrum Belgíukonungi við innsetningarathöfn ríkisstjórnar hins fyrrnefnda eftir lengstu stjórnarkreppu sem nokkurt iðnvætt ríki hefur gengið í gegnum.Nordicphotos/AFP2010-2011 Belgía - 542 dagarEftir þingkosningar í Belgíu þann 13. júní 2010 tók við lengsta tímabil án kjörinnar ríkisstjórnar sem nokkurt þróað land hefur gengið í gegnum. Þegar stjórnarmyndun tókst loksins, þann 6. desember 2011, höfðu liðið 542 dagar frá því kosið var. Ein helsta ástæðan fyrir stjórnarkreppunni var ágreiningur á milli Flæmingja og Vallóna. Áður höfðu Belgar verið í langri stjórnarkreppu árin 2007 til 2008, þá 196 daga.Mariano Rajoy forsætisráðherra tókst að mynda ríkisstjórn eftir langt ferli.Nordicphotos/AFP2015-2016 - Spánn - 314 dagarSpánverjar eru nýkomnir úr langri stjórnarkreppu. Eftir kosningar þann 21. desember 2015 tókst ekki að mynda ríkisstjórn og ákveðið var að blása aftur til kosninga þann 27. júní síðastliðinn. Niðurstöður kosninganna voru hins vegar svipaðar þeim fyrri og náðu flokkar ekki saman fyrr en 29. október síðastliðinn. Þá voru liðnir 314 dagar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Sjá meira
Alls eru nú 47 dagar liðnir frá því að kosið var til Alþingis í október. Það er mun lengri tími en tók að mynda síðustu ríkisstjórn, 26 dagar, eða ríkisstjórnina þar á undan, 15 dagar. Oft hefur stjórnarmyndun þó tekið mun lengri tíma.Stefáni Jóhanni Stefánssyni tókst að mynda stjórn eftir lengstu viðræður lýðveldissögunnar.Mynd/Alþingi1947 - Ísland - 117 dagarLengsta stjórnarmyndun lýðveldissögunnar hér á landi tók 117 daga. Kosið var þann 30. júní 1946 og var ríkisstjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar, samsteypustjórn Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, mynduð þann 4. febrúar 1947.Ólafur Jóhannesson myndaði skammlífa stjórn.Mynd/Alþingi1977 - Holland - 208 dagarHollendingar áttu Evrópumet í stjórnarkreppum frá árinu 1977. Kosið var til þings þann 25. maí og tók 208 daga að mynda nýja ríkisstjórn. Náðist þá samkomulag á milli Kristilegra demókrata og Frelsis- og lýðræðisflokksins um að mynda saman ríkisstjórn.1978 - Ísland - 68 dagarErfiðlega tókst að mynda ríkisstjórn árið 1978. Kosið var þann 25. júní og myndaði Ólafur Jóhannesson ríkisstjórn 1. september sama ár, 68 dögum seinna, með Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki. Sú stjórn sprakk þó, meðal annars vegna deilna um efnahagsmál, og var kosið aftur ári síðar.Gunnar Thoroddsen myndaði stjórn í óþökk formanns flokks síns. vísir/GVA1979-1980 - Ísland - 67 dagar Kosningarnar í kjölfar þess að ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar sprakk urðu ekki til þess að leysa úr flækjuástandi í íslenskum stjórnmálum. Kosið var þann 3. desember 1979 og náði Gunnar Thoroddsen að mynda ríkisstjórn 67 dögum seinna, eða þann 8. febrúar árið 1980. Var stjórnin mynduð með Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi. Gunnar var hins vegar ekki formaður og myndaði hann stjórnina í óþökk formannsins, Geirs Hallgrímssonar. Fylgdi einungis brot Sjálfstæðismanna Gunnari í ríkisstjórn.Þorsteinn Pálsson myndaði stjórn eftir 74 daga.vísir/gva1987 Ísland - 74 dagarNýlegasta dæmið um langa stjórnarkreppu hér á landi var eftir kosningarnar 25. apríl 1987. Þá tók 74 daga að mynda ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar sem stóð saman af Alþýðuflokki, Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Sú stjórn lifði þó einungis í rúmt ár.2010 - Írak - 264 dagarStuttu áður en Belgar settu heimsmet í stjórnarkreppu settu Írakar met sitt. Vörðu þeir 264 dögum í stjórnarkreppu. Var þá mynduð ríkisstjórn undir forystu Nouri al-Maliki. Ein helsta ástæðan fyrir langri stjórnarkreppu er talin vera sú að fjölmargir leiðtogar höfðu útilokað að vinna með ákveðnum flokkum.Sósíalistinn Elio Di Rupo heilsar Albert öðrum Belgíukonungi við innsetningarathöfn ríkisstjórnar hins fyrrnefnda eftir lengstu stjórnarkreppu sem nokkurt iðnvætt ríki hefur gengið í gegnum.Nordicphotos/AFP2010-2011 Belgía - 542 dagarEftir þingkosningar í Belgíu þann 13. júní 2010 tók við lengsta tímabil án kjörinnar ríkisstjórnar sem nokkurt þróað land hefur gengið í gegnum. Þegar stjórnarmyndun tókst loksins, þann 6. desember 2011, höfðu liðið 542 dagar frá því kosið var. Ein helsta ástæðan fyrir stjórnarkreppunni var ágreiningur á milli Flæmingja og Vallóna. Áður höfðu Belgar verið í langri stjórnarkreppu árin 2007 til 2008, þá 196 daga.Mariano Rajoy forsætisráðherra tókst að mynda ríkisstjórn eftir langt ferli.Nordicphotos/AFP2015-2016 - Spánn - 314 dagarSpánverjar eru nýkomnir úr langri stjórnarkreppu. Eftir kosningar þann 21. desember 2015 tókst ekki að mynda ríkisstjórn og ákveðið var að blása aftur til kosninga þann 27. júní síðastliðinn. Niðurstöður kosninganna voru hins vegar svipaðar þeim fyrri og náðu flokkar ekki saman fyrr en 29. október síðastliðinn. Þá voru liðnir 314 dagar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Sjá meira