Opin fjármál Reykjavíkurborgar Halldór Auðar Svansson skrifar 16. desember 2016 07:00 Opnað hefur verið nýtt svæði á vefsíðu Reykjavíkurborgar, Opin fjármál Reykjavíkurborgar. Þar má nú sjá ítarlega myndræna framsetningu á útgjöldum og tekjum borgarinnar, fyrstu níu mánuði þessa árs og árin 2014 og 2015. Þessi framsetning er í grunninn svipuð þeirri sem viðhöfð hefur verið í kringum útgáfu fjárhagsáætlana – en er enn þá gagnvirkari og ítarlegri. Ekki einungis er hægt að grafa sig niður í skipulag borgarinnar allt niður á einstaka starfsstöðvar og skoða samsetningu mismunandi útgjalda- og tekjuliða á borð við launakostnað og útsvarstekjur, heldur er líka hægt að skoða hvern ársfjórðung fyrir sig og sjá nákvæmlega til hverra útgjöldin renna, sumsé hverja borgin skiptir við og fyrir hversu háar upphæðir. Það er fullkomlega eðlileg krafa að opinberir aðilar nýti upplýsingatæknina með þessum hætti til að opna á aðhald almennings gagnvart rekstri sem er fjármagnaður með opinberum gjöldum. Enda hefur Reykjavíkurborg sett sér mjög metnaðarfull markmið í þessum efnum, með nýrri upplýsingastefnu sem samþykkt var af öllum borgarfulltrúum sumarið 2015, en þar segir meðal annars að „Reykjavíkurborg skal vera leiðandi í nýjungum í upplýsingamiðlun og upplýsingaframboði. Borgin nýti nýja tækni á markvissan hátt við að gera upplýsingar borgarinnar aðgengilegar.“ Starfsfólk borgarinnar hefur unnið ötullega samkvæmt þessari stefnu og í því felst meðal annars innleiðing á öflugum hugbúnaði, Qlik Sense, sem býður upp á mikla möguleika í birtingu gagna. Vefsvæðið Opin fjármál Reykjavíkurborgar eins og það lítur út núna er stórt skref en það er einungis fyrsta skrefið í átt að því að nýta möguleikana. Nýjungar og viðbætur verða síðan innleiddar í öruggum skrefum. Lokamarkmiðið er fullt gagnsæi útgjalda og tekna alveg niður á einstaka reikningsfærslur, mánuð eftir mánuð. Einnig að þessi gögn séu gefin út sem hrágögn sem aðrir aðilar geta tekið og birt með sínum hætti, svonefnd opin gögn, en upplýsingastefnan setur líka metnaðarfull markmið um útgáfu þeirra. Að öðru leyti eru möguleikarnir á birtingu upplýsinga í raun endalausir, ekki bara fjárhagsupplýsinga heldur einnig ýmiss konar annarra upplýsinga og talnaefnis um starfsemi borgarinnar. Kostirnir við slíkt gagnsæi eru fjölmargir og áhrifin víðtæk. Aðhald almennings og upplýstari umræða leiða til betri og lýðræðislegri ákvarðanatöku og skilvirkari stjórnunar – því betur sjá augu en auga. Við höfum í raun bara séð byrjunina og það verður svo sannarlega spennandi að fylgjast með framhaldinu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Sjá meira
Opnað hefur verið nýtt svæði á vefsíðu Reykjavíkurborgar, Opin fjármál Reykjavíkurborgar. Þar má nú sjá ítarlega myndræna framsetningu á útgjöldum og tekjum borgarinnar, fyrstu níu mánuði þessa árs og árin 2014 og 2015. Þessi framsetning er í grunninn svipuð þeirri sem viðhöfð hefur verið í kringum útgáfu fjárhagsáætlana – en er enn þá gagnvirkari og ítarlegri. Ekki einungis er hægt að grafa sig niður í skipulag borgarinnar allt niður á einstaka starfsstöðvar og skoða samsetningu mismunandi útgjalda- og tekjuliða á borð við launakostnað og útsvarstekjur, heldur er líka hægt að skoða hvern ársfjórðung fyrir sig og sjá nákvæmlega til hverra útgjöldin renna, sumsé hverja borgin skiptir við og fyrir hversu háar upphæðir. Það er fullkomlega eðlileg krafa að opinberir aðilar nýti upplýsingatæknina með þessum hætti til að opna á aðhald almennings gagnvart rekstri sem er fjármagnaður með opinberum gjöldum. Enda hefur Reykjavíkurborg sett sér mjög metnaðarfull markmið í þessum efnum, með nýrri upplýsingastefnu sem samþykkt var af öllum borgarfulltrúum sumarið 2015, en þar segir meðal annars að „Reykjavíkurborg skal vera leiðandi í nýjungum í upplýsingamiðlun og upplýsingaframboði. Borgin nýti nýja tækni á markvissan hátt við að gera upplýsingar borgarinnar aðgengilegar.“ Starfsfólk borgarinnar hefur unnið ötullega samkvæmt þessari stefnu og í því felst meðal annars innleiðing á öflugum hugbúnaði, Qlik Sense, sem býður upp á mikla möguleika í birtingu gagna. Vefsvæðið Opin fjármál Reykjavíkurborgar eins og það lítur út núna er stórt skref en það er einungis fyrsta skrefið í átt að því að nýta möguleikana. Nýjungar og viðbætur verða síðan innleiddar í öruggum skrefum. Lokamarkmiðið er fullt gagnsæi útgjalda og tekna alveg niður á einstaka reikningsfærslur, mánuð eftir mánuð. Einnig að þessi gögn séu gefin út sem hrágögn sem aðrir aðilar geta tekið og birt með sínum hætti, svonefnd opin gögn, en upplýsingastefnan setur líka metnaðarfull markmið um útgáfu þeirra. Að öðru leyti eru möguleikarnir á birtingu upplýsinga í raun endalausir, ekki bara fjárhagsupplýsinga heldur einnig ýmiss konar annarra upplýsinga og talnaefnis um starfsemi borgarinnar. Kostirnir við slíkt gagnsæi eru fjölmargir og áhrifin víðtæk. Aðhald almennings og upplýstari umræða leiða til betri og lýðræðislegri ákvarðanatöku og skilvirkari stjórnunar – því betur sjá augu en auga. Við höfum í raun bara séð byrjunina og það verður svo sannarlega spennandi að fylgjast með framhaldinu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar