Vill að brugðist verði við offramleiðslunni Sveinn Arnarson skrifar 16. desember 2016 07:00 Afurðastöðvarnar segja ekki mikla framlegð í lambakjöti eins og staðan er í dag. Vísir/Pjetur Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar þingsins og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna, segir auðvelt að færa fyrir því rök að framleitt sé of mikið af lambakjöti í dag. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, segir gríðarlega mikilvægt að stöðva offramleiðslu á lambakjöti. Í fjáraukalögum sem nú liggja fyrir Alþingi er áætlað að setja eitt hundrað milljónir króna í markaðsátak til að reyna að selja lambakjöt erlendis. Er talið að birgðir muni aukast og verðfall verði á innlendum mörkuðum ef ekki næst að selja um átta hundruð til eitt þúsund tonn af lambakjöti á erlenda markaði. Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessorMeð öðrum orðum eiga landsmenn að greiða fyrir útflutningi og því viðhalda hærra verði til sín þegar þeir kaupa lambakjöt að mati Þórólfs Matthíassonar. „Þetta er auðvitað galið að ætla neytendum að greiða fyrir afsetningu á afurð sem er sannarlega offramleidd hér á landi,“ segir Þórólfur. „Við þurfum að hætta þeim fíflalátum og ráðast að rót vandans sem er offramleiðsla.“ Haraldur Benediktsson segir mýmörg dæmi fyrir því að erlend ríki kaupi afurðir af bændum til afsetningar. „Bandaríkjamenn keyptu osta fyrir milljarða Bandaríkjadollara fyrir ekki svo margt löngu og Evrópusambandið hefur verið að kaupa gríðarmikið af mjólkurkvóta til að mynda. Slíkt kerfi er ekki til hér. Það er hægt að færa fyrir því rök að við séum að framleiða of mikið í núverandi ástandi, en þær aðstæður eru líklega tímabundnar,“ segir Haraldur. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda og formaður markaðsráðs kindakjöts segir styrkingu krónunnar og Úkraínudeiluna valda erfiðleikum en að neytendur og bændur séu í sama liði. „Alþjóðlegur samanburður á smásöluverði sýnir jafnframt að verð á lambakjöti til neytenda er mjög lágt hér á landi,“ segir hann. „Ríkisstjórn Íslands lofaði sérstöku framlagi haustið 2016 til að bregðast við þessu tímabundna ástandi eins og fram kemur í fjáraukalögum sem nú eru til meðferðar hjá Alþingi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar þingsins og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna, segir auðvelt að færa fyrir því rök að framleitt sé of mikið af lambakjöti í dag. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, segir gríðarlega mikilvægt að stöðva offramleiðslu á lambakjöti. Í fjáraukalögum sem nú liggja fyrir Alþingi er áætlað að setja eitt hundrað milljónir króna í markaðsátak til að reyna að selja lambakjöt erlendis. Er talið að birgðir muni aukast og verðfall verði á innlendum mörkuðum ef ekki næst að selja um átta hundruð til eitt þúsund tonn af lambakjöti á erlenda markaði. Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessorMeð öðrum orðum eiga landsmenn að greiða fyrir útflutningi og því viðhalda hærra verði til sín þegar þeir kaupa lambakjöt að mati Þórólfs Matthíassonar. „Þetta er auðvitað galið að ætla neytendum að greiða fyrir afsetningu á afurð sem er sannarlega offramleidd hér á landi,“ segir Þórólfur. „Við þurfum að hætta þeim fíflalátum og ráðast að rót vandans sem er offramleiðsla.“ Haraldur Benediktsson segir mýmörg dæmi fyrir því að erlend ríki kaupi afurðir af bændum til afsetningar. „Bandaríkjamenn keyptu osta fyrir milljarða Bandaríkjadollara fyrir ekki svo margt löngu og Evrópusambandið hefur verið að kaupa gríðarmikið af mjólkurkvóta til að mynda. Slíkt kerfi er ekki til hér. Það er hægt að færa fyrir því rök að við séum að framleiða of mikið í núverandi ástandi, en þær aðstæður eru líklega tímabundnar,“ segir Haraldur. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda og formaður markaðsráðs kindakjöts segir styrkingu krónunnar og Úkraínudeiluna valda erfiðleikum en að neytendur og bændur séu í sama liði. „Alþjóðlegur samanburður á smásöluverði sýnir jafnframt að verð á lambakjöti til neytenda er mjög lágt hér á landi,“ segir hann. „Ríkisstjórn Íslands lofaði sérstöku framlagi haustið 2016 til að bregðast við þessu tímabundna ástandi eins og fram kemur í fjáraukalögum sem nú eru til meðferðar hjá Alþingi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent