Staðan gæti breyst í vor Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. desember 2016 07:00 Niðurstöður könnunar á fylgi flokka benda til lítilla breytinga frá kosningum. Niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis bendir ekki til þess að miklar breytingar yrðu á Alþingi ef kosið væri í dag, einum og hálfum mánuði eftir að kosningar fóru fram. Niðurstöðurnar benda til þess að sjö flokkar myndu aftur fá kjörna fulltrúa á þing. Sjálfstæðisflokkurinn yrði stærsti flokkurinn, VG næststærsti og Píratar yrðu þriðji stærsti flokkurinn. Björt framtíð, Viðreisn og Framsóknarflokkurinn yrðu allir svipaðir að stærð. Þá benda niðurstöðurnar til þess að formannsskipti í Samfylkingunni hafi ekki haft mikil áhrif á fylgi flokksins. Hann er enn minnsti flokkurinn. Rúmlega einn og hálfur mánuður er liðinn frá kosningum, án þess að nokkuð útlit sé fyrir að ný stjórn líti dagsins ljós á næstunni. Forystumenn nokkurra stjórnmálaflokka eru því farnir að ræða möguleikann á því að kjósa aftur. En spyrja má, miðað við niðurstöður könnunarinnar, hvort nýjar kosningar myndu breyta stöðunni á Alþingi á þann veg að auðveldara væri að mynda ríkisstjórn.Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.VÍSIR/SKJÁSKOTEiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, telur að staðan gæti breyst ef boðað yrði til nýrra kosninga í vor. „Þótt fylgið hafi ekki farið mikið á hreyfingu á þessum dögum sem liðnir eru frá kosningum þá myndi ég gera ráð fyrir að kosningar næsta vor gætu skilað niðurstöðu sem væri töluvert frábrugðin því sem mælist í dag. Og þá færi það töluvert eftir því hvernig þessir flokkar spila úr þeirri stöðu sem uppi er núna,“ segir hann. Enn sé ekki komin nægjanleg reynsla á það. Eiríkur Bergmann segir stöðu Sjálfstæðisflokksins í þessari könnun vera mjög sterka. „Ég myndi halda að langvarandi stjórnarkreppa sem myndi leiða til kosninga næsta vor myndi einkum gagnast hefðbundnu flokkunum. Þeir gætu styrkst í sessi og nýrri flokkarnir átt erfiðara uppdráttar,“ segir hann og bendir á að Píratar mælist örlítið lægri. Í undirfyrirsögn í frétt um könnunina í gær var fullyrt að hún benti til þess að ekki væri möguleiki á myndun tveggja flokka stjórnar. Það er rangt, Sjálfstæðisflokkurinn og VG, fengju samanlagt 34 þingmenn og gætu myndað meirihluta.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis bendir ekki til þess að miklar breytingar yrðu á Alþingi ef kosið væri í dag, einum og hálfum mánuði eftir að kosningar fóru fram. Niðurstöðurnar benda til þess að sjö flokkar myndu aftur fá kjörna fulltrúa á þing. Sjálfstæðisflokkurinn yrði stærsti flokkurinn, VG næststærsti og Píratar yrðu þriðji stærsti flokkurinn. Björt framtíð, Viðreisn og Framsóknarflokkurinn yrðu allir svipaðir að stærð. Þá benda niðurstöðurnar til þess að formannsskipti í Samfylkingunni hafi ekki haft mikil áhrif á fylgi flokksins. Hann er enn minnsti flokkurinn. Rúmlega einn og hálfur mánuður er liðinn frá kosningum, án þess að nokkuð útlit sé fyrir að ný stjórn líti dagsins ljós á næstunni. Forystumenn nokkurra stjórnmálaflokka eru því farnir að ræða möguleikann á því að kjósa aftur. En spyrja má, miðað við niðurstöður könnunarinnar, hvort nýjar kosningar myndu breyta stöðunni á Alþingi á þann veg að auðveldara væri að mynda ríkisstjórn.Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.VÍSIR/SKJÁSKOTEiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, telur að staðan gæti breyst ef boðað yrði til nýrra kosninga í vor. „Þótt fylgið hafi ekki farið mikið á hreyfingu á þessum dögum sem liðnir eru frá kosningum þá myndi ég gera ráð fyrir að kosningar næsta vor gætu skilað niðurstöðu sem væri töluvert frábrugðin því sem mælist í dag. Og þá færi það töluvert eftir því hvernig þessir flokkar spila úr þeirri stöðu sem uppi er núna,“ segir hann. Enn sé ekki komin nægjanleg reynsla á það. Eiríkur Bergmann segir stöðu Sjálfstæðisflokksins í þessari könnun vera mjög sterka. „Ég myndi halda að langvarandi stjórnarkreppa sem myndi leiða til kosninga næsta vor myndi einkum gagnast hefðbundnu flokkunum. Þeir gætu styrkst í sessi og nýrri flokkarnir átt erfiðara uppdráttar,“ segir hann og bendir á að Píratar mælist örlítið lægri. Í undirfyrirsögn í frétt um könnunina í gær var fullyrt að hún benti til þess að ekki væri möguleiki á myndun tveggja flokka stjórnar. Það er rangt, Sjálfstæðisflokkurinn og VG, fengju samanlagt 34 þingmenn og gætu myndað meirihluta.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira